Alþýðublaðið - 21.10.1926, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.10.1926, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Almenni kjósendafimdurinn, --J - sem Alþýðuflokkurinn hélt í gær- kveldi í Bárubúð, var afar-fjöl- mennur, húsið troðfult og fólk i öllum dyrum, og sumt hékk í gluggunum. Þar fluttu ræður auk frambjóðendanna á A- og B-lista Haraldur Guðmundsson, Stefán Jóh. Stefánsson, Ólafur Friðriks- son og Felix Guðmundsson. Héð- inn lýsti muninum á stefnum flokkanna, svo að engum bland- aðist hugur um, að almenningi gegnir betur að kjósa A-listann. Sigurjón Á. Ólafsson sýndi, að B-listinn væri að eins listi stór- útgerðarmanna, er vildu lággengi; Jóni Ólafssyni varð eríitt um svör ýið því, en spilti annars fyrir sér með þvi að fara með þvaður eins og „Morgunblaðið“, en Þórð- ur Sveinsson reyndi að skreyta sig með lánuðum fjöðrum, reytt- um úr kenningum jafnaðarmanna, kvaðst segja það, sem honum sýndist, en fylgja Ihaldsmönnum, þótt þeir séu móti því, sem hann þóttist með. Haraldur og Ólafur rifu skemtilega sundur hugsana- flækju B-!ista-manna, og Stefán Jóhann Jagði fyrir frambjóðendur spurningar, sem Jóni Ól. varð erf- itt um svör við, en Þórður leystist undan að svara, því að fundar- menn tíndust burt, meðan Jón talaði, enda heyrðist þá til slökkviliðsins. Var fundinum þá slitið. illisztfni. Sá, sem kýs íhaldsmann, er blindur og tilfinningalaus fyrir mannlegu böli. íbúatala ráðstjórnar- Rússlands. Sveitafóikl fjölgar. í ráðstjórnar-Rússlandi voru samkvæmt manntali 1925—2o 141.4 milljónir ibúa, en 139,7 milljónir árið 1913. íbúunum fjölgar stöðugt síðan 1923 um 2°/o, einkum í sveitum. Taia íbúa í sveitum var efíir síðasta manntali 120.4 milljónir, en var 1913 ekki nema 113,9 milljónir. Ibuatala borganna er enn nær 1 >4 milljón lægri en 1913. Þessar tölur, sem teknar eru eftir „Tímariti utanríkisstjómar- innar dönsku“, bera þess ekki vitni, að stjórnarstefna meiri hluta jafnaðarmannanna rúss- nesku („bolsivíka") sé sérstaklega skaðleg viðgangi sveitalífsins. Frásagnir Ihaldsblaðanna um það eru, eins og annað úr þeirri átt, tóm ósannindi. Ekki að blekkjast! Látið ekki vaðal íhaldsmanna blekkja ykkur! Kjósið A-listann! A 50 ára hjónabandsafmæli Kristbjargar Einarsdóttur og Jóns Jónssonar, Skúmsstöðum, Eyrarbakka, 19. okt. 1926. Frá dætrum þeirra. í fimmtíu ár þið hafið haldið höndum saman lífs á braut, en guð, sem einn á æðsta valdið, ykkur leiddi í hverri þraut. Þó að háreist ýfðist alda, elsku-faðir! beindir för gegn urn bratta bárufalda og bátnum stýrðir heim í vör. Okkur varstu, elsku-móðir! athvarf bezta fyrr og síð. Guð og 'allir englar góðir ykkur verndi á ellitíð. Hallar degi. Húma tekur, hjarta-kæru foreldrar! en blessuð trú í brjósti vekur bjartar vonir eilífðar. Ykkur leiði á æfikvöldi eilíf drottins náðarhönd, ykkur opni uppheimsveldi, öll þá slitna jarðnesk bönd. Fyrir ást og umsjón alla óskum við þess fyrr og síð, að þið megið höfðum halla að hjarta guðs á dauðatíð. G. P. Um dagmis og Næturlæknir er í nótt Konráð R. Konráðsson, Þingholtsstræti 21, simi 575. Veðrið. Frost um alt land, 1—9 stig. Átt norðlæg, nema í Reykjavik og á Akureyri suðlæg, víðast hæg, nema snarpur vindur við Hornafjörð. Töluverð snjókoma á Austfjörðum. Annars staðar þurt veður. Loftvæg- ishæð unr Jan Mayen. Útlit þenna sólarhring: Hægur vindur og þurt veður á Suðvestur- og Norðvestur- landi. Norðaustlæg átt og dálítil snjókoma sums staðar á Austur- landi. Slökkviliðið var kallað í nótt í Þingholts- strÉeti 7. Kviknað hafði lítils háttar í fötum við þurkun, en þegar tekist að slökkva í þeim. 673 ár eru talin hafa verið í nótt frá Flugumýrarbrennu. Þenna dag árið 1819 andaðist skáldið séra Jón Þorláksson á Bægisá. Útsölu á bókum með lækkuðu verði hefir Þor- steinn Gíslason um þessar mundir. Eru slikar bókaútsölur sjaldgæfar, og mun tækifærið kærkomið bóka- vinum. Dánarfregn. Egill Jacobsen kaupmaður andað- ist í nótt kl. 2 í sjúkrahúsinu í Landakoti. Banameinið var hjarta- bilun. Var hann í leikfimi síðdegis í gær, en datt og veiktist skyndi- lega. Hann var 46 ára gamall. Hann var danskur, en kom til íslands árið 1902. Bæj arst j órnarf un dur er i dag. 7 mál eru á dagskrá, þar á meðal áætlun um tekjur og gjöld hafnarinnar næsta ár. Frá utlöndum komu með „lslandi“ í gær Knút- ur Zimsen borgarstjóri og Jón bisk- up HelgasQn. „Spanskflugan“ verður leikin í kvöld. Lofið Jónasi að sitja heima i friði! Pétur Halldórsson, vinur Jónasar læknis Kristjánssonar, gefur þær upplýsingar, að Jónas kjósi sjálfs sín vegna heldur að njóta friðarins norður í Skagafirði en að verða þingmaður. - Hann hefir gert það fyrir íhaldssíjórnina að verða í kjöri, en samkvæmt þessum upp- lýsingum vill hann gjarna losna við þingmensku. Hví þá ekki að lofa honum það? Hljómsveit Reykjavíkur heldur fyrstu hljómleika sína á þessum vetri næst komandi sunnu-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.