Alþýðublaðið - 28.04.1935, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.04.1935, Blaðsíða 2
SUNNUDAGINN 28. APRÍL 1935. ALBÝÐUBLAÐIÐ Þýzku bioðin sárgröm yfir grein FacDonalds. BERLÍN i gærkveldi. FB. Blöðin, sem út komu í morgun, gera öll grein MacDonalds að umtalsefni og er hún aðalumtals- efni blaðanna. Blaðið Deutsche Allgemeine Zeitung segir, að MacÐonald hafi alt í einu hætt pví hlutverki sínu, að vera sáttasemjari og ákæri Þjóðverja nú í næstum hverri setningu. Völkischer Beobachter birtir grein .....o aðfinslum í garð Mac- Donalds fyrir ákærurnar í garð Þjóðverja. Kallar blaðið * hann „propagandista“ í frakkneskum anda. Berliner Tageblatt telur grein MacDonalds hina furðulegustu og Börsen Zeitung segir að hún sé i fyllsta máta óréttlát. Tyrkir láta smíða herskip á Spáni. MADRID í gærkveldi. Fréttablöðin birta fregnir um pað, að tyrkneska rík- isstjórnin hafi j leitað hðfanna hjá spænskum skipasmíóastöðvum viðvíkjandi smiði á allmörgum herskipum. Fylgir pað fregnunum að smiði herskipanna eigi að hraða sem mest má verða, Hér er um að ræða sjö kafbáta og nokkur hjálparskip. Talið er að kostnaður við her- skipasmíðina verði 120 milljónir peseta. Stjórn herskipasmíðastöðvarinn- ar hefir leitað til ríkisstjórnarinnar og farið fram á heimild til pess að smíða umbeðin herskip fyrir Tyrkland. (United Press.) 20 miljónir króna af hafsbotni. Suður-Afríkustjórnin er nú að semja við ítalskt björgunarféliag um björgun á verðmætum, sem liggja á botni Table-flóa, en par er gert ráð fyrir, að um 300 skip hafi sokkið, en í peim á að vera um 20 milljón punda virði af farmi, sem hægt er að bjarga. i Jarðarför föðurs og tengdaföðurs okkar, Jóns Runólfsson- ar, frA Skógi Rauðasandi, fer fram frá heimili hans Laugavegi 149 priðjudaginn 30. p. m. kl. 1 e. h. Fyrir hönd aðstandenda. Gunnlaugur Jónsson. GuðbjarturjJónsson. Kreppa á baðstöðum. Eigendur hinna miklu baðstaða við Miðjarðarhafið hafa nýlega snúið sér til frönsku stjórnarinn- ar og beðið um skattaívilnanir og skuldagreiðslufœst. Jafnframt hafa peir tilkynt stjórninni, að ef peir ekki fá pað, sem peir hafa beðið um, sjái peir sig neydda til að loka hótelum sínum, pví að kreppan sé alveg að gera út af við pá. Hitler fyrirskipar að smíða tafarlaust tólf kafbáta. LONDON í gærkveldi. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum hefir United Press fregnað, að pýzka ríkisstjórnin hafi ákveð- ið að hefja pegar í stað srniði 12 kafbáta og verði hver peirra 250 smálestir. Með pessu brjóta Þjóðverjar enn frekara Versalafriðarsamning- ana. -Enn er sagt að skóli sá fyrir kafbátaskipshafnir, sem starfræktur var í Kiel, verði opnaður mjög bráðlega. (United Press.) Sjdðnr tll minnlngar om vinna« mann stofsaðar í Borgarfiiðl. AKRANESI, 2Ö./4. FO. Búnaðarfélag Leirár- og Mela- hrepps hélt nýlega fund og sam- pykti par meðal annars að gang- ast fyrir stofnun sjóðs, til minn- ingar um Bjarna heitinn Eiríks- son, er var 58 ár vinnumaður í Höfn í Melasveit, og lengst af peim tíma fjármaður par. Var trúmensku hans viðbrugðið, en einkum pó fjárgæzlu hans. Kosnir voru til pess að semja skipulagsskrá sjóðsins peir Eyj- ólfur Sigurðsson Fiskilæk, Pétur Torfason Höfn og Arnór Steins- son Narfastöðum. Jafnframt ann- ast peir fjársöfnun til næsta fund- ar búnaðarfélagsins. Sjóðnum á að verja í págu sauðfjárræktar í Leirár- og Melasveit. Jarðabætur í Leirár- og Mela- hreppi, unnar árið sem leið, mæk'- ust 5772 dagsverk hjá 20 jarða- bótamönnum, eða 289 dagsverk á hvern. Á næsta vori er ráðgert að steypa votheysgrifjur á 11 bæjum í hreppnuín. Skothrið «g blóðsnthell- ingar á landaiærnm Þýzalands «g Llthanen. LQNDON í gærkveldi. Enn hafa orðið skærur og skot- hríð á landamærum Þýzkalands og Lithauen. Þýzkir lögreglumenn skutu í dag á lithauiskan bónda, son hans og priðja mann, er peir voiu að fara yfir landamærin. Var sonurinn pegar í stað drepinn, en hlnir (veir særðusr. Lithauisk yfirvöld segja, að mennirnir hafi verið að flytja land- búnaðarafurðir inn í Þýzkaland er á pá var skotið. Svo er sagt að pýzkir lögreglu- menn skjóti nú á hvern mann, sem vart verður við, að geri til- raun til pess að komast yfir landa- mærin til Þýzkalands. Slysfarir Að morgni dags sumardaginn fyrsta, var ég að ganga inn úr Sogamýri með hvolp minn i bandi. Hvolpinn fékk ég hjá Á- gústi í Hlíðarenda. Kom pá Júl- íus Jónsson vinur minn með mjólkurbíl. Hvolpurinn losnaðifrá mér og hljóp fyrir bílirm og beið bana af, en ekki átti Júlíus neinia sök á pvi, samt hét hann pví, að láta mig fá hvolp í staðinn. Ætla ég að búa með honum og gæðingi mínum, pegar búið er að reisa hús mitt. Oddur Sigurgeirsson af Skaganum. Friedman og Salmonsens Leksitoa Guðjón Jónsson, umboðsmaður alfræðiorðabókarinnar, „Salmon- sen Leksikon" biður pess getið, að í „Salmonsens Leksikon" er rétt með farið öll atriði, er varðia: æfi Ignaz Friedmans. Feitir lögreglupjónar. Flanagan, lögreglustjóri í Greenwich í Connecticut heldur pví fram, að hann hafi alt of feita lögreglupjóna. Hann hefir pví gef- ið öllum feitu lögreglupjónunum skipun um að hafa megnaÖ sig innan 6 mánaða. Þeir lögreglu- pjónar, sem eftir pann tíma vega meira en 180 pund, verða reknir. Hvað segir Gústav, Jón á Laug og Margrímur? Slðasta vitleysan. Nú kemur fregn um pað, að Oxfordisminn sé ekki síðasta vit- leysan, heldur sé önnur yngri og sé hún í pví fólgin, að rnenn verði gripnir eldstokkasöfnunar- brjálsemi. Þessi merkilega, splunkunýja vitleysa átti upptök sín í Japan, en paðan hefir hún breiðst með ótrúlegum hraða út um heiminn, og sérstaklega náð tangarhaldi á iðjulausu yfirstétt- arfólki, alveg eins og Oxford- hreyfingin. Hver skyldi panta eld- stokkavitleysuna hingað? Sumarið er komið. Árstíðirnar koma og fara. Alt er á hverfandi hveli. Alt nema parfir mannanna Allir purfa að klæðast, klæð- ast eftir árstíðum. Menn þurfa pægiiegan klæðnað, fallegan og góðan. Þessar parfir uppfyllir prjónastofan Malín ölium betur á öllum tímum árs við alla, sem purfa á prjónafatnaði að halda. Reynið hvort rétt er og lítið inn á Laugaveg 20 B á horninu við Klapparstíg Þar er útsalan Islendingar! Kaupið úrin og klukkurnar hjá Sig- urpór, Hafnarstr. 4. Tek að mér að bua nemend- ur, yngri og eldri, undir próf. Magnús Finnbogason kennari. Simi 2813. I. O. G. T. UNGLINGASTÚKAN UNNUR. — Vegna hinna miklu og margvís- legu farsótta, sem gangá í bæn- um, falla fundir niður fyrst um sinn. Gæzlumaður. VÍKINGSFUNDUR annað kvöld kl, 8Vs. Inntaka. Sumarfagnaður að fundi loknúm, sem hefst með sameiginlegri kaffidrykkju. Skemti- atriði: Ræða, uppkstur, tvísöngur, píanósóló og danz. Félagar fjöl- mennið og komið með nýja félaga. Allir templarar velkomnir til að gleðjast yfir vel unnu vetralstarfi Vikinganna á liðnum vetri. Skemtinefndin. Daglega nýtt kjötfars og fiskfars. Rjðt & Avextir, Laugavegi 58, simi 3464. Spoitvorohús Reyfajavikur. x>oooooo<xxxx VIÐSKIFTI Húsmæður! Munið fisksímam 1689. Laugavegs-Automat selur 3 rétti matar fyrir 1 krónu. Lítið notaðir armstólar til sölu. Vonarstræti 12, 2. hæð. Trúlofunarhringana kaupa alúr hjá Sigurpör, Hafnarstræti 4. Nýleg reiðhjól til sölu. Nýja Reiðhjölaverkstæðið, Laugavegi 64. Útungunaregg frá Hróarsdals- búinu gefa úrvals varpfugla. Gott frjómagn. Stofninn fluttur til lanils- ins lifandi 1933 og 1934 frá vaip- hæstu kynbótabúum utanlands. Afgreiðsla hjá Jóni Bjarnasyni, Aðalstræti 9C, sími 3799. Fermingargjafir. Lítið inn Amatörverzlun Þ. Þorleifssonar. Nýkomið: Sundhringir, Sólgler- augu, Handavinnukassar, Spari- baukar o. fl. Amatörverzlun Þ Þorleifssonar. Þökur til sölu ódýrt. Ásvaíla- gölu 59. Ingjaldur Tómasson. 7,50 kósta birkistólarnir i Á- fram, Laugivegi 18. 35 krónur lcosta ódýrustu legu- beklcirnir i Verzl. Áfram, Lauga- vegi 18. Fimm tegundir fyrir- liggjandi. Lítið forstofuherbergi öskast. Á. v. á. Siofa öskast til eins árs. Má kosta 30 kr. Fyrirframgreiðsla. Til- boð merkt „kennari“ sendist afgr. blaðsins. W. Somerset Maugham. Litaða blæjan, 35 Stutt stund leið áður en hún svaraði. „Ég held að pú gerir mér rangt til. Það er ekki sanngjarnt að ásaka mig, pótt ég væri heimsk og léttúðug. Uppeldi mitt var slíkt„ að pannig hlaut piað að vera. Allar pær stúlkur, sem ég pekki, eru pannig. Það er eins og að ásaka mann, sem eldcejrt vit hefir á sönglist, fyrir að kunna ekki að meta symfhoniuhljóm- Ieik. Er sanngjarnt að ásaka mig fyrir pað, að ég var eigi gædd peim eiginleikum, sem pú hugðir mig vera í fyrstu? Aldrei refyndi ég til að blekkja pig með pví að látast vera önnur en ég í Faun og veru var. Ég var bara lagleg og fjöru|g.“ „Ég áfellist pig ekki.“ Rödd hans var preytuleg. Hún var að verða ópolinmóð. Hví gat hann eigi skilið hugsunina, sem nú hafði skyndilega hrifið hana, að í siamanburði við hinn geigvænlega dauða, er nú geisaði umhverfis pau, og í samanburði við pá fórnfýsi, fegurð og göfgi, er hún sem snöggvast hafði séð á pessum degi, pá væru peirra eigin málefni svo óendanlega lítilfjörleg. Því að hvaða pýðingu hafði pað svo sem pótt heimsk og fávís kona leiddist út í hórdóm, og hví skyldi eiginmaður hennar, nú andspænis hinu háleita og mikilfenglega, ljá pví andartak hugsun sína. Það var undarlegt, að Walter með allar gáfur sínar skyldi ekki skilja petta. , Hánn gat hvorki fyrirgefið sjálfum sér né henni pað, að hann haföi xært ómerkilega brúðu í skrautklæði og sett hana í helgi- dóm, en síðan úppgötvað að brúðan var að innan full af sagi. Og sál hans yar helsærð. Hann hafði lifað á tómri blekking, og jiegar sannleikurinn sundraði henni, pá fanst honum raunveruleiki sjálfs lífsins par með hruninn. Og hann gat ekki fyrirgefið henni af pví hann gat ekki fyrirgefið sjálfum sér. Hún póttist heyra hann andvarpa og leit snögglega til hans. Skyndileg hugsun sló hana og næstum stöðvaði andnrdrátt hennar. , Hún gat með naumindum varist að reka upp óp. Stöfuðu pjáningar hans og punglyndi af pví, sem menn nefna — hjartasorg? 'Allan næsta dag hugsaði Kitty um klaustrið, og snemrna morg- uninn eftir, strax pegar Walter var farinn, tók' hún pjónustu- stúlkuna með sér til pess að útvega burðarstóla, og fór yfir ána. Dagur var ekki að fullu runninn, og Kínverjarnir, sem pyrpt- ust í flerjubátinn, sumi,r í bláum baðmullarfötum, eins og títt er um bændur, aðrir í dökkum heldrimannafötum, voru daprir á svip og pví likast, að peir óttuðust að finna helkaldan hramm dauðans á hverri stundu. Og pegar peir höfðu gengið í land, stóðu peir um stund hik- andi á landganginum, eins og peir vissu ekki vel, hvert halda skyldi. < ' Því næst hófu peir ferð sína tveir og tveir saman með löngu millibili og gengu upp hæðina. Á pessari stundu voru götur borgarinnar mjög mannfáar, og varð hún fyrir pá sök pví enn líkari borg hinna dauðu. Þeir, sern fram hjá fóru, voru svo utan við sig og einkenni- legir, að peir voru líkastír svipum dauðra manna. Himininn var heiðríkur og morgunsólin varpaði mjúkum og hlýjum geislum sínum niður á jörðina. Það var örðugt að gera sér pað í hugarlund, að nú á pessum fagra, yndislega og brosandi morgni, skyldi heil borg hrekjast örvæntingarfull á mrlli vonar og ótta, lömuð af he)jargreipum hinnar hræðilegustu drepsóttar. Það var svo ótrúlegt, að náttúran léti sér svo nákvæmlega á sama standa um pann mikla fjölda jarðarinniar barna, sem hér engdust sundur og saman af kvölum og biðu dauðans. Blámi himinsins, sem var heiður og fagur eins og hjarta lítils sakleysingja I Þegar stólarnir voru látnir síga til jarðar við dyr kláustursins, reis beiningamaður upp frá jörðinni og bað Kitty um ölmusu. Hann var klæddur í upplitaða og ólögulega tötra, sem voru líkastir pví, að hann hefði tekið pá upp úr mykjuhaug, og í gegnum rifurnar, sem á peim voru, mátti sjá inn í bera húð haris, en hún var áhrjúf, hörð og sólbrend eins og geitarhúð. FótleggiF hans voru magrir og höfuð hans, með löngum, grófum, gráum hárbrúski, var eins og á vitfirringi. Kitty hörfaði frá honum óttaslegin, og burðarmennirnir skipuðu honum með ruddalegu orðbragði að hafa sig á brott, en bann var mjög áleitinn, svo að Kitty varð að gefa honum nokkra skildinga til pess að losna við hann. Dyrnar opnuðust og pjóriustustúlkan skýrði frá pví, að Kitty óskaði eftir að hitta priorinnuna. Það var farið með hana aftur in í í litlu stofuna, sem ferskt loft virtist ekki hafa streymt inr( í um lengri tíma, og par sat hún svo lengi, að hún fór að halda, að boðunum hefði ékki verið skilað til priorinnunnar. 1 Að endingu kom hún inn. „Ég verð að biðja yður að fyrirgefa biðina,“ sagði hún. „Ég átti ekki von á yður og var önnum kafin.“ „Fyrirgefið ónæðið, ég er svo hrædd um, að ég hafi komið á óhentugmn tíma.“ Priorinnan brosti og bað hana að fá sér sæti. En Kitty sá, að augu hennar voru prútin. Hún hafði auðsjáain- lega grátið nýlega. Kitty varð undrandi; hún hafði gert sér pær hugmyndir um priorinnuna, að hún væri kona, er ekki léti jarðneskar áhyggjur mikið á sig fá. „Ég er svo hrædd um, að pað hafi eitthvað komið fyrir,“ stam- aði hún. „Viljið pér ekki að ég fari? Ég get komið á öðrum tima.“ . „Nei, nei. Segið mér, hvað ég get fyrir yður gert. Það var aðeins — aðeins pað, að ein systirin dö| í nótt.“ Rödd hennar titraði og augun fyltust tárum. ,,Það er óguðlegt af mér að harma og vera sorgbitin, pví að ég veit, að hiennar góða og einfalda sál hefir flogið til himna. Hún var hreinasti dýrðlingur, en pað er lalt af örðugt að hafa stjórn á veikleika sínum, og ég veit, að ég gæti ekki altaf fullrar skyn- semi.“ „Ó, ég er svo hrygg, svo óumræðilega hrygg,“ sagði Kitty. Djúp samúð gerði rödd hennar klökka, „Hún var ein af systurunum, siem komu með mér frá Frakkliandi fyrir 10 árum. Nú erum við að eins prjár eftir. Ég man svo vel eftir pví, pegar við ,pessi fámenni hópur, stóðum í framstafni bátsins. Og er við brunuðum út úr höfninni í Marseilles og sáum hina gullnu mynd af Saint-Miajrie la Grace hverfa sjónum okkari

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.