Alþýðublaðið - 04.11.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.11.1926, Blaðsíða 3
4. nóv. 1926. 3 Níðslegar aðfarir. Fyrir tæpum tveim árum kom til mín maður, að nafni Guðmund- ur Gíslason, gullsmiður hér í bæ. Vissi hann, að ég átti hús í Hafn- arfirði og spurði mig, hvort ég vildi ekki selja það eða láta pað í skiftum fyrir hús hér. Kvað ég þaÖ vera. Sagði hann, að Erlend- ur Erlendsson húsasali hér í bæ ,gæti komið því út. Ég þekti manninn ekki neitt, en talaði við hann, og fór hann með mig til Péturs Þ. Gunnarssonar kaup- manns og ætiaði að fá hús hjá honum. En er það brask var bú- ið að standa í mánuð, þá hætti Pétur við alt. Þá stingur Erlend- ur upp á því, að ég taki tvo dóma upp í húsið; hann skuli útvega mér hús fyrir þá. Telur Er- lendur mér það áreiðanlegt, svo að Pétur er þar vitni að og Guð- mundur líka. Einnig segir Pétur, að hann sjálfur skuli fá þessa dóma borgaða, og telur mér það trúanlegt, svo að ég glæpist á að taka þá. Voru þeir að upphæð báðir um 7000 krónur. Þegar ég fer síðan með þá til að fá þá borgaða, þá eru þeir, sem áttu að greiða þá, öreigar og ekkert af þeim að hafa. Annar dómurinn var á tvo kaupmenn á Siglufirði, en tveimur árum áður en ég fékk dómana í þendur voru þeir orðnir gjaldþrota og áttu minna en ekki neitt. Það vissu þeir báðir, Pét- ur og Erlendur, þegar þeir voru að ljúga þessa pappíra út í mig. Síðan hefir Erlendur ekkert vilj- að tala við mig, og mér eru þessir peningar altapaðir, nema ef ein- hver góður maður vildi nú hjálpa mér. Hér hefir verið syikin út af mér aleiga mín, og stend ég nú tómhendur eftir og húsnæðislaus og atvinnuiaus fyrir þá sök, að mig vantar þessa peninga mína, fatiaður frá aliri vinnu nema handverki mínu, sem ég get ekki rekið fyrir húsnæðisleysi og pen- ingaleysi. Þar sem ég hefi fyrir þremur börnum að sjá, vildi ég, að ein- hver góður maður vildi nú rétta mér hjálparhönd og hjálpa mér eitthvað lítið til að bæta úr þess- um vandræðum mínum, þó ekki væri annað en að hjálpa mér um verkstæðispláss, til að ég geti rey.nt að byrja á handverki mínu. ALpíuuELÁEIÐ Ég rita þessa grein öðrum til • viðvörunar við slíkum mönnum. Valtýr B. Mýrdal. Vaka, timarit handa íslendingum. i sumar, þegar boðsbréfið að tímariti þessu kom út, gat Al- þýðublaðið þess og birti kjarna- atriðin úr því. Nú er fyrsta hefti tímaritsins. komið út fyrir nokkru, 1. hefti árgangsins 1927, og er því rétt að geta þess og efnis þess stuttlega. Svo geta lesendur gert, hvað þeim sýnist. Ritið er þokkaiegt að ytra út- liti. Það er í þægilega grárri kápu með áprentuðu nafni sínu og útgefenda á fyrstu síðu, þokka- lega letursettri, en lausri við tii- gangslaust útflúr. Á næstu síðu er efnisyfirlit heftisins og auglýsing um tímaritið. Þá taka við ekki færri en sextán blaðsíður með auglýsingum kaupsýslumanna og atvinnurekenda o. fl. Síðan hefst fyrsta ritgerðin, „Sjálfstæði is- lands“ eftir dr. Ágúst H. Bjarna- son háskólakennara. Er þar yfir- lit ■ yfir sjálfstæðismál íslenzku þjóðarinnar og stiklað á árunum 1262, 1662 og 1962, er i síðasta lagi á samkvæmt sambandslög- unum að færa íslendingum alt, er þeir hafa mist í sjálfstæðis- efnum síðan 1262. Leggur höf- undurinn til, að nú sé stofnuð almenn, lögboðin elii- og slysa- trygging, ög greiði í hana allir 16—60 ára landsbúar 10 kr. á ári til . 1962, og myndu þá hafa safnast í þann sjóð 50 milljónir króna, en þar með verði þjóðin orðin fjárhagslega sjálfstæð. — Næsta ritgerð heitir „Lög og landslýður“ eftir Ólaf Lárusson lögfræðikennara. Ræðir liann um útgáfu lögbókar handa islending- um og vill minnast 1000 ára af- mælis íslenzkrar lögggjafar með. því að bæ'ta úr því, að á síðari tímurn hafi löggjafarnir „fjar- lægt lögin landslýðnum". — Sig- urður Nordal háskólakennari rit- ar um „Rafstöðvar á sveitabæj- um“, segir frá slíkum stöövum, er reistar hafa verið, og birtir tvær myndir. frá þeim. — „Helg- ar tilgangurinn tækin?“ heitir grein eftir Gúðmund Pinnboga- son landsbókavörrð, og kemst hann vitanlega að þeirri niður- stöðu, að þeirri spurningu beri að neita. Aliur þorri fóiks hefði að vísu líklega svarað því með einu orði af brjóstviti sínu, en nú vita hinir, sem efast hefðu, hverju svara ber. — „Samlagning“ kallast næsta grein, erindi flutt á kennaraþingi og víðar af Sig- urði Nordal. Deilir hann þar á mæiingavjsindi nútímans að því, er kemur til andlegra hæfileika manna, og samiagningarandann, er birtist í þeim. Slík vísindi eru og býsna þur á manninn og jafn- gott, þótt slíku sé andæft. Það má vera óskemtilegt fyrir þann, sem gleður sig í firðarljóma ó- þektrar eiginstærðar, að verða ef til vill tekinn einn góðan veður- dag, er hann situr „hár i eigin hæstri ímynd“ og klífur sjálfan sig, mældur og „veginn og — léttvægur fundinn.“ Bagi er, að höfundurinn virðist hafa gleymt, að reikningsmenn leggja eigi að eins saman heilar tölur, heldur einnig heilar tölur og brot, blandnar tölur, svo að þeir eru vísir til að geta mælt upp bauga- brot mannlífsheildarinnar þrátt fyrir alt. — „Hallfreður vandræða- skáld“ er kvæði eftir Davíð Ste- fánsson frá Fagraskógi. Lýsir skáld þar skáldi. — Ásgeir Ás- geirsson fræðslumálastjóri skrif- ar unr „gengi“ — ekki fræðslu- málastarfseminnar, heldur pen- inga, — og er þar viðað að fest- ingar- eða „stýfingar“-ályktun. — „Þingræðið á glapstigum" kall- ast ritgerð eftir Árna Pálsson sagnfræðing. Er þar lýst og all- vel einkennum þess sjúkdóms, er háð hefir fólksstjórnarfyrirkomu- laginu i flestum löndum upp á síðkastið, — þ. e. síðan ýfirráð auðvaldsstéttarinnar náðu full- komnun sinni —. Ekki virðist höfundurinn taka eftir orsökinni, sem þar leynist, né sjá meðalið við sjúkdóminum, og er slíkt þó furðulegt, þar sem bent var á hvort tveggja í Alþýðublaðinu um það bil, er Guðmundur Hannes- son skrifaði sig í ógöngur „út úr ógöngunum". Sýnir þetta, að því fer fjarri, að hugir þeirra jafnvel, se'm hafa lært til rann- sóknar og skilnings á fyrirbrigð- urn mannlegs lífs, sögunni, éru ekki galopnir fyrir nýjurn áhrif-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.