Alþýðublaðið - 04.11.1926, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 04.11.1926, Blaðsíða 5
ALEÝ0UBLAÐIÐ B kl. 8V2 í Ungmennafélagshúsinu. Verkakonur! Fjölsækið fundinn! Togararnir. „Skúli fógeti" koin í gær af veið- uni með 1400 kassa og fór í nótt til Engiands. í morgun konm af veiðum „Egill Skallagrímsson“ með 1100 kassa og „Hannes ráðherra" með 205 tn. lifrar. „Arinbjörn hers- ir“ fór á veiðar í dag. „Spanskflugan“ verður leikin í kvöld. Petta er alpýdusýning, og ætti leikelskt al- þýðufólk að nota tækifærið, eink- um þeir, sem ánægju hafa af kímni og hnittnum tilsvörum. I leikritinu eru margar smellnar setningar, og a. m. k. flestir leikendanna leika veí hlutverk sín, sumir ágætlega. Frið- finnur Guðjónsson hefir t. d. komið mörgum til að hlæja hjartanlega að sinnepsverksmiðjueigandanum. Dr. Guðbrandur Jónsson þýddi leik- ritlð. Skipafréttir. Skonnorta, er „Venus“ heitir, kom í gær með timbur til Völundar. Frændsemi auglýst. t djjg auglýsir „Mgbl.“ frændsemi Sveins gamla í Firði við Ihaldið. Veðrið. Hiti mestur 3 stig, minstur 6 stiga frost. Átt víðast austlæg. Snarpur vindur á ísafirði. Annars staðar lygnara. Nokkur snjókoma sums staðar norðan lands og austan. Loft- vægislægð við Suðaus'.urland á leið til norðausturs. Otlit: Víðast norð- austlæg átt, sums staðar nokkuð hvöss. Nokkur snjókoma á Vest- fjörðum og Norðurlandi. Annars staðar þurt veður. Stormur verður af öllum höfuðáttum í Erár- unni í kvöld kl. 8. Ætlar Magnús Magnússon ritstjóri að tala þar fyr- ir munn fjögurra stjórnmálaflokk- anna. Mun tilætlunin sú að sýna', hvernig frambjóðendur flokkanna tali við kjósendur. Siðasta úrræði þorpara er að gerast eldheitur ættjarðar- vinur. Á þá leið er tilvitnun í ræðu, sem norskur blaðamaður flutti á norrænu blaðamannaþingi í sumar, en Kristján Albertsson segir frá í síðasta „Verði". Þá setningu ættu ættjarðarglamrarar auðvaldsins að athuga, ekki sízt skriffinnar „Mgbl.“, nú þegar þeii? ala daglega á rógi um ensku kolanemana, en þykjast tala eins og islenzkir sjálfstæðis- menn(!). Gengi erlendra mynta i dag: Sterlingspund. . . 100 kr. danskar . . 100 kr. sænskar . . 100 kr. norskar . . Dollar.............. 100 frankar franskir. 100 gyllini hollenzk 100 gullmörk þýzk. kr. 22,15 - 121,57 - 122,24 - 115,00 - 4,57>74 - 14,95 - 183,21 - 108,87 Öfugsnáði. í skraddaraþönkum sínum í síð- asta „Tíma“-blaðr kemst Sveinn í Firði út í það, að „fræða“ lesend- urna um kosningalög Rússa. Heldur hann, að þar sé algert eignaleysi, öreign, skilyrði fyrir kosningarrétti og kjörgengi. Sannleikurinn ér sá, að kosningarrétturinn er þar bund- inn við vinnu. Þeir einir, sem ekk- ert fást til að starfa, þó að þeir séu heilir heilsu, eru sviftir kosn- ingarrétti. Pað er hliðstætt við boð- orð Páls postula, sem Sveinn kann- Mikill afsláttur á nokkrum tegundum af Kjölaefnum nú næstu daga. Hatth. Bjðrnsdóttir, Laugavegi 23. Ódýrar málningar-vðrur. Til að rýma fyrir öðrum vörum vii ég selja allar málningar-vör- urnar fyrir afar-iágt verð. Málarar og húsasmiðir! Notið þetta sjaldgæfa tækifæri og birgið yður upp. Yður býðst ekki annað eins verð á málningu í bráð. Sigurður Kjartansson, Laugavegi 20 B. Sími 830. Simi 830. ast sjálfsagt við: Sá, sem ekki vill vinna, á ekki heldur að fá mat. Frásögn Sveins er því álíka öfug- snáði og hitt að vera kauþfélaga- sinni á alþingi, en kauþinaður o g utan allra kauþfélaga heima í hér- aði. Upton Sinclair: Smiður er ég nefndur. pyngjurnar, speglana, líndúkana, vefjarhett- ina og siæðurnar, Og koma mun ódaunn fyr- ir ilm, reiptagí fyrir belti, skalli fýrir hár- fléttur, aðstrengdur hærusekkur í stað skraut- skikkju, brennimark í stað fegurðarY1 Þegar hér var komið, var dyrunum frá göngunum hrundið upp, og María Magna kom inn. XI.. „Hamingjan sanna! Hvað sé ég ekki hér! Biliy, ókindin pín! Ég hefi ekki séð þig í fulla tvo mánuði! Þarftu endilega að yfir- gefa mig fyrir fult og a!t, jió að þú hafir orðið ástfanginn af heldri manna stúlku með andlit eins og á japanskri barnabrúðu? Hvernig stendur á þessu, að ég þarf að missa elskhuga mína örara en ég eignast þá? Edgerton Rosythe! Komið þér hingað. Þér hafið afsökun; það játa ég; — ég er nærri því eins hrædd við konuna yðar, eins og þér eruð sjálfur. En ég myndi nú samt kunna betur við að fá tækifæri til þess að verða leið á einhverjum manni, áður en hann verður það á mér! Sælar, Planchet! Hvernig gengur það með ömmu gömlu í fláningarhúsinu ? Heyrið þér mér. Á ég að trúa því, að það taki hálfan mánuð fyrir hálfa tylft af Indíánakerlingum að flá skinn- ið af bakinu á gamalli konu? Og heila viku til þess að binda upp munnvikin og gefa henni frambúðarbros! ,Amma gamla!‘ sagði ég; ,það myndi svei mér vera ódýrara að leigja Charlie Chaplin til þess að ganga fram og aftur fyrir framan þig það, sem eftir er æfi þinnar!1 En — segið mér — hvað er jietta ? Fyrir alla muni, — einhver verður að kynna mig þessum manni. Er þetta vinur þinn, ‘Billy? Smiður, segið þið? Afsakið, herra Smiður! en við leikfólkið venjumst á að tala um andlit okkar og framkomu, og I>að er ekki á hverjum degí, sem ég mæti milljón dollurum spásserandi á tveimur fót- um. Fyrir hvern vinnur þessi herramaður?" Storminn af Maríu Magna lægði svo mikið, að hún gat litið framain í okkur til skiftis. „Hvað? Ætlið þið að segja mér, að enginn hafi náð í hann? Og þið standið öll hér, og enginn undirskrifar samning? Þér, Ed- gerton! — þér hafið ekki símað enn þá til Eternal City? Jæja; það vill nú svo til, að

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.