Alþýðublaðið - 12.11.1926, Síða 2

Alþýðublaðið - 12.11.1926, Síða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ j ALI»Ý©eELJL®I®] < kemur út á hverjum virkum degi. ► « Afgreiðsla i Aiþýðuhúsinu við t ; Hverfisgötu 8 opin frá kl.9árd. f 1 til kl. 7 síðd. [ ; Skrifstofa á sama stað opin ki. t 5 9 */a —101;a árd. og kl. 8 —9 siðd. I | Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 j 5 (skrifstof.an). i | Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á í í mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 > * hver mm. eindá.ka ► | Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan j J (i sama húsi, sömu simnr). í grein minni hér í blaðinu 30. f. m. um kjördaga stakk ég upp á því að fjölga kjördögum i sveitum, a. m. k. í peim sveitum, þar sem illviðrahætta er mest eða eru mjög strjálbýlar. Séu kjördag- ar þar tveir i senn, og ef hriðar- veður eða stórregn er báða dag- ana, þá haldi kosning í þeim hreppum áfram þriðja næsta dag, sem er að mestu eða öllu úr- komulaus til hádegis. í einu stjörnmálablaðanna hafa verið gerðar tvær athugasemdir við þessa tillögu. Sú þeirra, er greinarhöfundurinn virtist einkum leggja áherzlu á, var, að atkvæða- kassarnir yrðu þá ot langan tíma undir of litlu eftirliti. í veg fyrir það má koma á þann hátt, að ákveða, svo sem sjálfsagt er, að við hver kjöríundarslit sé at- Kvæðakassinn og öll kosninga- plöggin innsigluð, og sé umboðs- mönnum þingmannaefnanna heim- ilt að setja einnig á þau innsigli sín, og séu innsiglin brotin að: þeim ásjáandi í byrjun næsta kjörfundar, og seðlar, sem þá hafa enn eigi verið notaðir, séu jafnán taídir bæði í fundarlok og fundar- byrjun. Með því móti er eftirlitið jafntrygt og þótt kosningin standi að eins yfir einn dag. Hin athugasemdin var á þá leið, að stórviðri og ótíð gæti haldist dögum saman í vetrarbyrjun og að djúpur snjór sjatni að jafnaði ekki daginn eftir að hann fellur. Fyrir því er gert ráÖ í tillögu minni, að il! veður geti staðið dögum saman. Einmitt þess vegna er gert ráð fyrir, að þriðja kjör- degi sé þá frestað þar til kom- ið er allgott veðUr 'eða a. m. k. að mesíu úrkomulaust. í snjóþyngstu sveitunum og þar, sem illviðra- hættan er allra mest um vetur- náttaskeið, munu skíðaferðir vera tíðastar, og gerði ég ráð fyrir, að með aðs’toð skíðanna myndu kosningarnar geta orðið fjölsóttar næsta góðveðursdag eftir vetrar- komuhríð. Hins vegar gæti komið til mála, að þegar kjördegk hefði orðið að fresta sökum fannkomu og væri mikil ófærð, þá væri á- kveðinn lengri frestur en ég stakk upp á, þar til loka-kjördagur væri. I annan stað er rétt að ákveða fjölgun kjörstaða í strjálbýlum sveitum, þar sem ferðalög eru erfið. Bæði er, að haustið er sú árstíð- in, sem veitir flestum mest næði til að íhuga landsmálin, og í ann- an stað munu nokkrir annmarkar fylgja því að hafa tvo kjördaga með margra mánaða millibili, svo sem greinarhöfundur kýs heldur, annan I kaupstöðum og sjóþorp- um, en hinn í sveitum, og all- miklar líkur eru til, að ekki yrði þá síður hægt að koma við kosn- ingasvikum, ef byggðarlög, er skamt væri á milli, hefðu kjör- dagana með svo löngu millibili, heldur en ef íylgt yrði tillögu minni. Hitt er þó aðalatriðið, að gætt sé gagnkvæms réttlætís fyr- ir sveitafólk og kaupstaðabúa i vali kjördaganna, hvort sem það er gert samkvæmt því, er ég hefi bent á, eða með tveimur kjör- dögum, sínum á hvorum tíma. Guðm. R. Ólcifsson úr Grindavik. „SexfferarleitgMfusflar, lelfoit, sem ætti að serala“, eftír ítalska skáldið Luigi Piran- dello var sýnt af Leikféiagi Reykjavikur í fyrsta sinni í gær- kveldi. Leikritið er róttæk nýung, og er efni þass i stuttu máli þetta : Leikhússtjóri er með leikaraflokki sínum á leiksviði að æfa nýjan leik. Koma þá inn á leiksviðið sex mannverur, sem óðfúsar vilja fá leikhússtjórann til að sýna sig og örlög sín í leik. Eru það faðir, móðir og sonur og þrjú börn móðurinnar með öðrum raanni, uppkomin dóttir, piltur og stúlka á barnsaldri. Sonurinn fyrirlítux þessi hálfsystkini sín fyrir það, að þau séu hórbörn, og kanhast ekki við móöur sina. Er það kvöl hennar, en dóttir hennar hefir sak- ir örbirgðar veriö véluð í pútna- hús og verður þar fyrir föðurnum. Leikhússtjórinn fær áhuga á þessu efn,i og freistast til að reyna að semja leikinn, en lendir í miklum örðugleikum við þessar hugmynd- ir, þvl að hver þeirra vill, að örlög sín korni sem skýrast í Ijós. Lýsir leikurinn þannig baráttu skáldsins vdð hugmyndir sínar og hins vegar atvinnunni mótuðú viðhorfi íeikara og leikhússtjóra 'við dularfullum fyrirbrigðum skáldskaparandans. Það er vitanlega mikill vandi að fara með slíkan leik sem þenna, en þó má segja, að Leikfélaginu takist furðulega vel með hann. Vandasömustu hlutverkin eru fað- irinn (Ágúst Kvaran), móðirin (Guðrún Indriðadóttir), sonurinn (Indriði Waage), dóttirin (Arndís Björnsdóttir) og leikhússtjórinn (Brynjóifur Jóhannesson), og tekst þeim yfirleitt vel. Vafamál er, hvort breyting sú, er virðist hafa verið gerð á endi leiksins, er tíl bóta. Þýðingin á leikritinu er gerð af Guðbrandi Jónssyni og virðist mjög lipur. Viðtökur áhorfenda virtust nokkuð tvíráölegar, sem ef til vill er von, svo óvanaleg sem gerð leiksins er, og var ekki laust við, að ýmsir íhaldssamir borgarar „sæju rautt“ i leiknum með köfl- um. Vestur-íslenz^F frétílr. FB., í nóv. Vestur-íslenzkur jarðfræðingur. „Heimskringla" segir svo frá 6. f. m.: Mr. Helgi Johnson, B. Sc., sem starfað hefir að rannsóknum lithium-jarðlaga hér í Manitoba í surnar, kom hingað til bæjarins rétt fyrir helgina. Fer hann til Toronto síðari hluta þessarar viku. Hefir hann í viðurkenning- arskyni fyrir námsdugnað hlotið þar stöðu sem aðstoðarkennari í þeirri grein jarðfræðinnar, sem forndýraleifa-fræði nefnist, en heldur jafnframt áfram námi sínu. í sambandi við það mun hann á sumrum halda áfram jarðfræði- rannsóknum sínum. — Helgi er

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.