Alþýðublaðið - 26.11.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.11.1926, Blaðsíða 2
&LÞÝOUBLAIUÐ | -.citnu út á hvi.'ijmn virkum degi. ' ! Algreiðsla i Alþýðuhúsinu við ! j Hverfisgötu 8 opiri frá kl. 9 árrl. ; i iii kl. 7 síðd. < Skrifstofa á sama stað opin kl. ! 9> 2—Í0l 3 árd. og kl. 8 —9 síðd. ; j Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 • í (skriistofan). I j Verðlag: Áskriltarverð kr. 1,00 á ; i rnánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 j hver mm. eindálka. Frentsmlðja: Alpýöuprentsmiðjan (i sama húsi, söniu símar). „éðinn41. Strítndvarnaskipið nýja ónofthæft? Ófagrar sögusagnir. Viðtal við atvinnumálaráðherra Leiðinleg mistök. Á Jónsmessu í sumar kom strandvarnarskipið „Óðinn“, íyrsta skipið, sem íslenzka þjóðin hefir fengið sér til að verja landhelgi sína, dýrmætan fjársjóð peirra landsins barna, er- leita. hjargar sér og sínum út á hafið á hinum smærri fiskiskipum, fyrir yfir- gangi ófyrirleitinna og erlendra aflaklóa. Óhætt er að fuilyrða, að aliur landslýður hafi fagnað komu pessá varnarskips og gert sér beztu vonir um, að Jiað myndi verða fengsælt á yfirgangs||ggina og duga vel og lengi, en pví er ekki að leyna, að ýmsir jiykjast hafa orðið fyrir vonbrigðum í þessum efnum. Þeim finst, að heldur lítið hafi hingað til borið á dfreksverkum af jiess hálfu í landhelgisgæzlunni, og er jrað svo fór til Ðanmerkur rétt fyrir síð- ustu helgi, et'tir tæplega fimm mánaða veru hér við land, fékk kvittur um J>að, áð skipið væri ekki svo gott sem skyldi, byr undir báða vængi meðál almenn- ings hér í borginni. Pað eru frernur ófagrar sögu- sagnir, sem j>á komust á gang um skipið, og skal hér sagt frá hinu helzta af j>eim, sem borist hafa blaðinu til eyrna. Sagt er, að skipið hafi farið utan nú sakir j>ess, að þaö sé ó- ALÞVÐUBLAÐIÐ nothæft til landhelgisvarnanna. Svo sé frá því gengið, að það liggi svo undir áföllum sjávar, ef nokkuð er að sjó, að hásetar fái varla haldist við á þilfari þess. 1 sumar hafi það borið við, að skipið ylti alveg á hliðina, en skipverjar lent í mestu mannraun- um við það að koma þvi á rétt- an kjö.l. Við sjópróf, haldið um þetta áfall, hafi siglingafróðir rnenn komist að |>eirri niðurstöðu, að skipiö væri ekki smíðað í [>ví lagi, að það ætti að vera ofan sjávar, heldur í kafi eða á mar- arbotni. P>á hafi stjórnin ákveðiö að senda skipið út til að fá það lagað á j>ann hátt, að það væri tekið sundur og aukið inn í byrð- ing þess að stórum mun. Hafi verið lagt fyrir skipstjóra að bú- ast utan hið bráðasta, en þeirrar óskar yfirmanna skipsins, að beð- ið væri eftir, að „Fálkinn" yrði ferðbúinn, svo að neytt yrði sam- fylgdar hans yfir hafið, verið synjað, hvort sem það hefir ver- ið af því, að stjórninni væri ó- sárara um skipverja en vátrygg- ingarféð. Konur yfirmanna hafi ætlað utan með þeim, en þeir þá aftekið það vegna hættunnar og synjáð öðrum, er fars óskuðu. .Prír hásetar hafi verið skildir eft- ir, svo að færri væru á skipinu, ef illa tækist til, en tækifærisins neytt til að klípa af biðkaupi þeirra helminginn o. s. frv. Þegar Alþýðublaðið hafði heyrt J>essar sögusagnir, fór það á fund atvinnumálaráðherra til að fá að vita, liver fötur væri fyrir þessu frá hans sjónarmiði, j>ví að skipið er undir hans umsjá, og hann hafði samið um smíð j>ess. Um- sögn atvinnumálaráðherra var í stuttu máli þessi. Hann hafði samið við „Fiyde- dokken" í Kaupmannahöfn um sniið skipsins. Verðið var 494 þús. kr. danskar. Það hafði verið til skilið í sanmingi um smíðina, að skipið væri sem líkast togara að útliti og gott sjóskip. Heildar- teikningu af skipinu hefði hann samjjykt, en engar hlutateikning- ar, og til eftirlits með |>ví, að skipið væri smíðað svo sem til- skilið var, hefði stjórnin notið að- stoðar skipasmiðasérfræðinganna Brorson & Overgaards. Reynslu- tími skipsins hefði verið ákveðinn 6 mánuðir, og væri hann nú nærri liðinn. Því hefði ]>að verið sent utan nú. Það hefði sem sé komið í ljós, að skipið væri ekki gott sjóskip. Það ylti mikið, og í sum- um vindstöðum gæti það komið iyrir, að j>að legðist aiveg á hlið- ina. Svo hefði farið í sumar á Siglufirði. Samkvæmt sjóprófinu um það hefðu kolin kastast út í aðra hliðina, og þurftu hásetar að moka þeim yfir um aftur tii að fá skipið á kjöl. Frammjó skip eins og þetta tækju mjög sjó á sig, og auk þess væri skipið hraðskreiðara en óskað hefði ver- ið, en hraðskrei'ðum skipum hætt- ara við sjávarágangi. Yrðu nú gerðar j>ær kröfur til skipasmíða- stöðvarinnar, að skipið yrði gert gott sjóskip samkvæmt samningn- um, en engar kröfur um tiltekn- ar breytingar væru enn gerðar, en talað hefði verið um breytingu á reykháfnum, sem væri of víður. Þetta væri ait og sumt, sem frá ráðherr-ans sjónarmiði gæti verið itilefni til sögusagnanna. Um önn- ur atriði, svo sem skiftin við skip- verja, kvaðst hann ekki vita, en vísaði um þau til Ól'afs Sveinsson- ar vélfræðings, er við útgerð skipsins er riðinn í urnboði stjórn- arinnar, og snéri Alj>ýðublaðið sér ]>á tii hans. Kvað hann sögusagnir þessar hanga í lausu Jofti. Til- efnið að eins það, að utanför skipsins hefði verið flýtt vegna j>ess, að bezt hefði staðið á nú vegna véru „Þórs“ hér. Kona skipstjórans hefði hætt við að fara vegna annríkis hans, er út kæmi. Farþega flytji skipið yfirleitt ekki nema með ströndum fram, og hásétarnir j>rír hefðu tekið sumar- Jeyli éft'r ósk með hálfu kaupi eftir samkomulagi við þá, þar sem skipið hefði ekki þurft á öllu lið- inu ab halda í utanförinni. Hér hefir nú verið skýrt frá sögusögnunum um strandvarna- skipið nýja og umsögnum hlut- aðeigandi stjórnarvalda í því skyni að leiða í ljós sannleikann í þessu máli. Því verður ekki neitað, að af þeim umsögnum kemur i Ijós nokkur fótur fyrir aðalatriðum sögusagnannxi, bg það viröast óneitanlega hafa orð- ið fremur.leibinleg mistök um frá- ganginn á skipinu. Það er viður- lcent af ráðherra, að skipið er „ekki gott sjóskip", þó að til þess

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.