Alþýðublaðið - 26.11.1926, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 26.11.1926, Blaðsíða 5
AfcÞ.ÝÐUBLAÐIÐ ■* "“"l -'•* B vegna útbreiðslu og samskifta fag- urra lista við aðrar þjóðir. Barnaskólinn nýi. Gröftur fyrir honum er ráðgert að byrji upp úr helginni eftir því, sem borgarstjóri sagði í gærkveldi. Skráning atvinnulausra manna, sem ekki eiga framfærslusveit í Reykjavík, en eiga heima í borg- inni, fer fram þessa dagana í Al- þýðuhúsinu kl. 10—12 f. m. og 1—5 e. m. Þeir atvinnulausu menn, sem hér eiga framfærslusveit, snúi sér til fulltrúanefndarinnar í skrifstof- unni fyrir atvinnulausa merih! í Suð- urgötu 15, kl. 1—4 e. m. Skipafréttir. „ísland'* fór í nótt vestur og norð- ur um land til útlanda. Fisktöku- skip kom í nótt til Coplands. Hefir það áður tekið nokkuð af farminum annars staðar á landinu. Fyrirlestur Lúðvígs Guðmundssonar um vígsluneitun biskupsins verður í kvöld kl. 71/2 í Nýja Bíó. „Tengdamamma“. Leikfélagið sýnir í kvöld „Tengda- mömmu“ eftir Kristínu Sigfúsdóttur. Sýningin byrjar kl. 8V2. Guðspekifélagið. Fundur í „Septímu" í kvöld kl. 81/2. Grétar Ó. Fells lögfræðingur flytur erindi um þróun lífsins. Njáluerindin. Kristján Andrésson komst að þeirri niðurstöðu í Njáluerindunum, er hann flutti í háskólanum tvo síð- ustu fimtudaga, að Njála muni vera rituð í Vestur-Skaftafellssýslu seint á 13. öld, — eftir 1280. — Erindin •hafa verið vel sótt. I gær var heim- spekideildarstofan full út úr dyrum. Gengi erlendra mynta i dag: Sterlingspund............kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 121,70 100 kr. sænskar . . . . — 121,95 100 kr. norskar .... — 116,96 Dollar.....................— 4,57 V2 100 frankar franskir. . . — 16,55 100 gyllini hollenzk . . — 183,04 100 guihnörk þýzk. . . — 108,56 Nýjar stúkur tvœr hafa nýlega verið stofnaðar inn- an Góðtemplarareglunnar, önnur á Álafossi og heitiC „Esja“, hin á Vatnsieysuströnd og heitir „Strönd- in“, hvor um sig með 16 félögum. Einnig hefir stúkan „Þörf“ i Grinida- vík verið endurvakin í haust. Usla mikinn gerðu tveir alkunnir framkvæmda- stjórar togarafélaga í einu af helztú kaffihúsum borgarinnar snemma í þessari viku. Ruddi annar borðin að bollum og diskuin og öðrum borð- búríaði, en hinn söng og sagði: „Haltu áfram! Ég borga.“ Þegar lög- reglan var kölluð til að skakka leik- irin, flýðu þeir báðir. — Þessir menn eru ekki í fjárþröng sökum atvinnuleysis, Stjórn Sjómannafélagsins nýstofnaða í Vestmannaeyjum skipa: Árni Finnbogason, Árni Þórð- arson, Friðfinnur Finnsson, Haraldur Jónasson, Guðmundur Helgason, Kja.rían Norðdahl og Þorbjörn Guð- jónssqn. ,.Morgunblaðið“ heldur enn áfram að rausa sömu auðsæju og marghröktu lygina og % „Esfa46 fer héðan nálægt 2. dezem- ber austur og norður kring um land í síðustu strandferð petta ár. „Lagarfoss^ kemur beint til Vestmanna- eyia og Reykjavíkur næst frá Bretlandi. Skipið fer héðan til Aust- fjarða ca. 14. dezember og paðan til Hull og Kaupmaimahafnar. Ef nægur flutningur fæst kemur skipið við í Aber- deen og Grimsby. Ódýrust gegnumgangandi flutningsgjöld fyrir fisk til Spánar og Ítalíu yfir Hull. það er vant um kolanemana ensku, svona til þess að geta sagt eins og sumra annara götudrengja er hátt- ur: Ég skal aldrei hætta! Hér er ekki um neina smávillu að ræða, sem það leiðrétti næsta dag, enda er það óvant því að leiðrétta villur sínar. Upton Sinclair: Smiður er ég nefndur. reyndi að bera sig vel. En tvö tár voru á kinnunum á henni, svo stór, að hún neydd- ist til að þerra þau burt. „Ég skammast mín einungis dálítið; það er alt og sumt. Hérna sitjum við með þrisvar sinnum eins mikinn mat og við getum í okkur látið, en út um ajla borgina eru aumingja ræflar, sem ekk- ert hafa að eta og engin heimili að halla sér að. Veiztu ekki, að þetta er satt, Abey? Veizt þú það ekki, mamma ?“ „Heyrðu mér nú, telpa mín!“ sagði kvik- myndakóngurinn. „f>ú veizt, hvað verður, ef þú ferð að sökkva þér niður í að hugsa um idutina. Þú færð hrukkur í alt andlitið. Þú ert nú þegar búin áð aflaga það fyrir daginn í ‘dag.“ „Haltu þér saman, Abey!“ greip mamma fram í. „Hvað kemur þér þetta við? Hugs- aðu um það, sem þér kemur sjálfum við.“ „Mér kemur við? Mér við, segir þú! Jæja; mér þætti gaman að vita, hvað það væri, sem þú teldir mér koma við! Þegar ég hefi gert samning við þessa telpu og verð að borga henni þrjátíu og fimm hundruð doll- ara á viku fyrir andlitið á henni, og hún leikur sér að því að setja tómar hrukkur á það, þá þætti mér gaman að spyrja hvaða kviðdóm sem væri, hvort mér komi þaö ekk- ert við. Og þó einhver náungi komi og vilji setja alt á hausinn vegna nokkurra slæpingja og bolsivíka og tárfelli í súpuna sína, “ Þetta voru gremjuleg orð, en María þekti sýnilega Abey sinn; hún sá líka, að mamma ætlaði að fara að gráta. „Þér er ekki til nokkurs hlutar að láta svona við mig, Abey! Þú veizt eins vel og ég, að það er fólk hér í borginni, sem líður hungur án þess, að þaö sé því sjálfu nokkuð um að kenna. Þú veizt líka, að þú etur helmingi meira en þú átt að gera, því að ég hefi heyrt lækninn sjálfan segja það. Ég er ekki að ásaka þig meira en sjálfa mig, — mig með tvær bifreiöar og heila skrautbúð á bakinu.“ Hún snéri sér alt í einu að Srnið og sagði: „Hvað getum við gert?“ Hann svaraði: „Hér háma menn í sig. 1 Rússlandi eta menn líkin.“ T—S misti hnífinn og gaffalinn úr höndum sér, og mamma saup hveljur: „Ó, guð minn góður!“ „Tíu milijónir manna eru dæmdar þar til

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.