Alþýðublaðið - 06.03.1920, Side 4

Alþýðublaðið - 06.03.1920, Side 4
4 Xoli konungnr. Eftir Upton Sinclair. Önnur bók: Prœlar Kola konungs. (Frh.). „Það máttu hengja þig upp á“, sögðu þeir allir einum munni. „En það kostar líka skilding að fást við stjórnmál hér í amt- inu“, bætti Hallur við. „Já, en þú mátt reiða þig á það, að þetta er ekki tekið úr vasa Álfs. Það er félagið, sem borgar brúsann", sagði dómarinn, og Jak Predovitsch bætti við: „Peningarnir hérna eru öl“. „Nú já, eg skil það“, sagði Hallur hlægjandi, „félagið kaupir ölið hans Álfs til þess, að afla homún atkvæða með því". „Einmitt", sagði póstmeistarinn og fór ofan í vasa sinn eftir vindli, um leið sá Hállur silfurskjöld á vasa'o’runni. 8Er þetta veldisskjöldurinn?* spurði hann og fór að leita á fötum Jaks Predovitschs. „Hvar er yðar?“ „Eg fæ hann, þegar kosið verður“, svaraði Jak glottandi. „Og yðar, dómari?“ „Eg er friðardómari", sagði Silas hátíðlega. Um leið og Hallur hallaði sér aftur á bak sá hann móta fyrir einhverju í rassvasa Jaks. Hann rétti hendina út eftir því, en hinn greip ósjálfrátt um skammbyssuna, áður en hann náði að þukla um hana. Hallur sneri sér að póstmeistar- anum. „Og yðar?“ spurði hann. „Mín er undir borðinu", glotti Bob. „Og yðar, dómari?" „Hún er í skápnum", svaraði dómarinn. Hallur dróg andann djúpt. Hinn ugglausi eldraóður, sem hann hafði í fyrstu kept til, er hann ákvað að verða vogareftirlitsmaður, var í þann veginn að kulna út. VIII. Tveim dögum eftir að Hallur hafði þannig hafið göngu sfna á stjómmálabrautinni, höfðu þeir af námumönnunum, sem krefjast vildu vogareítirlitsmanns, ákveðið A.LÞÝÐUBLAÐIÐ Auglýsingar. Auglýsingum í blaðið er fyrst um sinn veitt móttaka hjá Ouð- geir Jónssyni bókbindara, Lauga- vegi 17 (bakhús). Sími 286 og á afgreiðslunni á Laugavegi 18 b. Auglýsingaverð í blaðinu kr. 1,50 cm. dálksbr. áð mætast hjá frú Davíðs. Þegar Mike gamli Sikoria kom upp úr námunni um kvöldið, tók H«Uur hann afsfðis og bauð honum á fundinn. Hrifningin skein út úr svjp gamla mannsins, meðan hann hlustaði á; hann þreif í herðar hleðslutnanns sfns og æpti: „Er þetta satt?“ „Ojá“, sagði Hallur. „Vilt þú vera einn þeirra, sem fer til verk- stjórans með boðin?" Mike krossbölvaði á móðurmáli sfnu, og sagði svo: „Fjanda korn- ið, sem eg læt aftur ofan í gamla koffortið mitt“. „Heldurðu, að þú verðir að fara burtu úr héraðinu?" „Burt úr ríkinu í þetta skiftið! Kannske alla leið heim í föður- landið". Öidungurinn var svo æstur, að hleðslumaður hans þorði ekki að yfirgefa hann, vegna þess að hann óttaðist að hann myndí segja hverjum manni, er hann hitti, þessa fregn. Mönnum hafði komið saman um, að þátttakendurnir kæmu einir síns liða og úr öllum áttum. Hallur var með þeim fyrstu. Hann sá, að hlerar höfðu verið settir fyrir gluggana og dregið niður f lampanum. Hann fór inn um eldhúsdyrnar, þar sem „Stóri Jak“ Davíðs hélt vörð, gáði að því hvort Hallur væri sá, sem hann sagðist vera og hleypti honum svo orðalaust inn. Niels Möller sextngur. Eitt af helstu Ijóðskáldum Dana er Niels Möller; hann yrkir fremur lítið, og lætur lítið á sér bera og heflr engin Ijóðabók eftir hann komið síðan hann gaf út Ijóðabók- ina „Röster" (Raddir) fyrir meira en 20 árum. 11. des. síðastl. varð Niels Möller sextugur. Skoraði H. Hoff- ding þá á hann, fyrir hönd nokk- urra aðdáenda, að gefa út ljóðasafn með kvæðum er hann hefir gert síðari árin, og gat þess um leið, að þeir heíðu safnað fé til þess að kosta útgáfuna. Annars má geta þess, að skáldið er ekki á neinu flæðiskeri, fjárhagslega séð. Hann er skrifstofustjóri í lífsábyrðarstofn- un danska ríkisins. 8kipshö£tiin íi mótorbátinnn Guörún. Um morgunstund, þá máninn geisla sendi og myrkur nætur flúði dagrenning, að sævardjúpi svölu þá eg rendi og sjónum leit þar fljóta hafbyrðing. • Um hafflöt sléttan hann, .af afli knúinn, á hrannardætrum leið svo ofur stilt og drengjasveit með vænum vask- leik búin og von og þreki, lögðu á haflð milt. En dagur leið. Ó, drottinn hvað skal segja! Eg dyrfist ei að efa máttinn þinn. En vind og öldur við þeir máttu heyja svo veglegt stríð, unz fylti lífsbátinn. Þú hefðir getað, guð minn almátt- ugur, þeim gefið líf, og vind og öldur lægt. En ekki skynjar okkar skamsýnn hugur þá undrastjórn, sem neyð fær allrí bægt. Því felum vér í forsjá ætíð þína hvert fótmál lifsins, sem að stígum vér, því síðar mun oss sólin blessuð skína, nær sjáum þá, er hvila nú hjá þér. Nú sofa þeir á söltum mararbotní, en sálin þeirra lifir guði hjá, og syngja ljóðin sínum kæra drotni, þau sigurljóð er aldrei þagnað fá. Þið aðstandendur allra hinna látnu, eg ekkert finn, sem þerrar betur kinn. En segi af alhug síðast: „Ekki gráttu,“ því sæll nú lifir elsku vinur þinn. J. A. Ritatjóri og ábyrgðarmaður: _______Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.