Alþýðublaðið - 19.12.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.12.1926, Blaðsíða 2
2 ^LÞÝÐUBLAÐIÐ |aliþý©ublaðið[ ] kemur út á hverjum virkum degi. > « Afgreiðsla i Alpýðuhúsinu við : j Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. ; J til kl. 7 síðd. ^ } Skrifstofa á sama stað opin kl. ; 3 9»/s—10Va árd. og kl. 8-9 síðd. [ | Simar: 988 (afgreiðsian) og 1294 • 3 (skrifstofan). I 3 Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á 3 mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 I < hver mm. eindálka. ; 3 Prentsmiðja: Alpýöuprentsmiðjan.t J (í sama húsi, sömu símar). ; 4 _____ ______ MannEegft ellL Eitt af uppáhalds vígorðum andstæðinga jafnaðarstefnunnar, sem þeir slá oftast fram, þegar öll önnur rök gegn henni eru þrotin, er það, að til þess að hug- sjónir jafnaðarmanna geti kom- íst í framkvæmd, þurfi mannlegt eðli að breytast, og jafnframt gefa þeir í skyn, að manneðlið sé ó- umbreytanlegt. Nú kemur fyrst til álita, hvort sú forsenda er rétt, að mannlegt eðli, — en hér eiga þeir fyrst og fremst við samfélagstilfinningar mannanna og samstarfshug þeirra —, sé óbreytanlegt og hafi alt af staðið í stað, frá því er sögur hóf- ust. Athugum það nrál. Hugsa menn nú á tímum alveg eins og á Söguöldinni eða á Sturlunga- öld? Því munu fáir játa í alvöru. Sautjánda öldin, átjánda öldin, nitjánda öldín og tuttugasta öldin hafa hver um sig sínar sögur að segja um hugsunarhátt mannanna og aldarfar. Þótt mennirnir séu alls ekki að öllu leyti ómótaðir þegar þeir koma í þenna heim ’eða eins og óskrifuð pappírsblöð, þá skiftir uppeldið og umhverfið mjög miklu. Hver er sá faðir eða móðir, sem ekki er gerblindaður af eigin gróðalöngun, er vill ala barnið sitt upp í drykkjukrá eða pútnahúsi? Hvort rnyndi þeim, sem hæst gala um óumbreyíanleik manneðlisins, koma til hugar, að börn þeirra yrðu sömu mennirn- ir, ef þau ælust upp meðal hala- negra, eins og á beztu heimilum hér á íslandi? Varla myndi nokk- ur þeirra efast eina stund um mis- muninn, og að hann yrði geysi- mikill. Nú er það ekki annað í mann- legu eð i, sem hér kemur til álita, hvort umbreytanlegt sé, en fé- lagshugurinn. Traust á samstarfi til sameiginlegra heilla þarf að glæðast. Það er alt og sumt. Nú er flestum börnum og ungling- um kent eða haldið að þeim á einn eða annan hátt, að sam- keppnin og einstaklings-olnboga- rýmið séu mönnunum eins nauð- synleg og hornin hrútunum eða tófunni vígtennurnar. f jafnaðar- rí'kinu verður að sama skapi lögð áherzla á nauðsyn samstarfsins, á bræðralag l verki, en ekki að eins á vörunum. AuÖvitað verður árangurinn all- ur annar, eins og bam, sem alið er upp í Reykjavík, verÖur öðru- vísi en ef það væri alið upp meðal Búskmanna eða Eldlendinga. Jafnframt er og þess að gæta, að til dæmis kennari, sem er starfsmaður ríkisins, starfar a- reiðanlega að engu leyti ver, held- ur en þó að hann kendi í skóla einstaks manns. Hjá sumum mönnum er hvötin til að starfa vel og svikalaust jafnvel enn þá rikari þegar þeir starfa fyrir þjóð- arheildina, heldur en ef þeir vinna hjá einstökum atvinnurekanda. Gagnið, sem þeir vita, að fjöld- inn hefir af starfi þeirra, ef þeir leysa það vel af hendi, notin, sem samfélagsheildinni verða af verk- um þeirra, eru þeim aflgjafi, sem uppörvar þá og veitir þeim auk- inn rnátt til manndóms í starfi sínu. Frá bæjarstjórnarfimdi þann 16. þ. m. (Frh.) Hallbjörn Halldóirsbon kvað fjárhagsáætlunina koma sér fyrir sjónir sem ótvíræða íhaldsáætlun. Þ5 ættu bæjarfulltrúarnir alls ekki að vera fyrst og fremst varðmenn eignastéttarinnar gegn greiðslu til sameiginlegra nauðsynja og fram- fara í bænum. Þeir ættu að stjórna bænum þannig, að honurn færi fram, en ekki láta alt að eins standa í stað, eins og yrði með slíkri fjárhagsáætlun. T. d. þurfi að auka ræktun bæjarlands- ins og bæta húsakynni bæjar- manna, — að draga fólkið upp úr kjöllurunum, en ekki troða því iniður í þá. Að þvi ætti að stefna, að enginn þurfi að búa í kjallara. Hann gat þess hins vegar, að ýmsum bæjarbúum þætti stjórn kaupstaðarins orðin nokkuð kostn- aðarsöm, þegar í hana færu yfir 130 þúsund kr. á ári. Mæltist hann til þess, að borgarstjórinn athug- aði, hvort ekki væri unt að lækka þann kostnað með bættum starfs- aðíerðum, án þess að sú lækkun kæmi niður á starfsmönnum bæj- arins. Þá mintist hann á fúlgu þá, sem áætluð er í sveitarstyrki. Á því, hve sá liður er hár, væri ekki hægt að ráða bót nema með róttækri skipulagsbreytingu, svo að hætt verði að framleiða fá- tækt og gera menn að fátækling- um, svo sem nú er gert, og að láta atvinnu fjölda manna vera ótrygga og bregðast þeim til lang- frama. Þó gæti bæjarfélagið stutt að því, að togaraútgerðin væri með lögum sett undir opinbera stjórn eða jafnvel, að ríkið eða bæjarfélagið ræki hana, og að séð væri við því, að atvinnan við hana brigðist verkalýðnum. Hann benti einnig á, að kenslan í barnaskólan- urn hér er miklu minni á hvert barn nú en hún var 1910. Því veldur ónógt húsnæði skólans og fæð kennaranna að tiltölu við barna- fjöldann. Þarna er ein afturförin. Eftir því, sem bæjarlífið verður fjölb'reyttara, þarf fræðslan, sem hver og einn fær, einmitt að auk- ast, til þess að menn verði ekki að viðundrum. Nú hefði átt að á- ætla sérstaka fjárhæð áfram til barnaskólabyggingarinnar, en það væri nú eitthvað annað. Skólahús œtti alt af að byggja við vöxt, svo að það yrði ekki undir eins fullskipað börnum og svo rétt á eftir of líiið. Slík fyrirhyggja hefði verið höfð þegar gamli skólinn var reistur, en svo væri alls ekki nú, þegar nýi skólinn loksins kæmist upp. Þá gat hann þess, að Alþýðubókasafnið á ekkert hús. Bæjarstjórnin ætti að láta reisa myndarlegt hús yfir það. Það niyndi auka bóklestur bæjarbúa, og þá sæist, að bæjarstjórninni væri ant um fræðslu ahnennings; en þessa sé því meiri nauðsyn, sem barnaskólinn er minni. Þá mintist Hallbjörn á þrí- skiftingu starfstíma kyndaranna í gasstöðinni. Sú skifting hefði áð- ur verið samþykt í bæjarstjórn- inni, en þess sæust engin merki. Til hvers væri þá bæjarstjórn, spurði hann, ef samþyktum henn- ar væri stungið undir stól. Það væri skammarlegt að þrælka þannig starfsmenn bæjarins með 12 stunda vinnu alla 7 daga vik- unnar og auk þess brot á lögum guðs og kristninnar. Þar stæði: „Sex daga skaltu verk þitt vinna, en sjöunda daginn skaltu halda heilagt“; en það fái kyndararnir í gasstöðinni ekki að gera. Skor- aði hann á gasnefndina að kippa þessu í lag. Eins og nú standa sakir liti svo út sem tekjuafgang- ur gasstöðvarinnar væri ágóði af þrælkun kyndaranna. Fyrsta skil- yrði til góðs samkomulags milli vinnukaupenda og starfsmanna sé það, að vinnukaupendurnir kunni að meta vinnuna og reyni að gera vel til starfsmanna sinna. Ef þeir gera svo, minka deilurnar. Bæjar- félagið eigi að ganga á undan i því að breyta vel við starfsmenn sína. Það eigi ekki að láta vinna þau verk, sem það vill ekki borga sæmilega. (Frh.) Frá sambandsþinginu. Stéttardómi mötmælt. Á sambandsþinginu var gerð svo feld samþykt: Sambandsþingið mótmælir dómi Þórhalis Sæmundssonar, setts dómara í Vestmannaeyjum, í málinu H. J. S. Ottósson f. h. Isleifs Högnasonar gegn verzlun Gísla J. Johnsons sem stéttar- dórni, er miði að því að gera samninga milli verklýðsfélaga og atvinnurekenda einskis virði. [Að þeim dómi verður vikið síðar hér i blaðinu.] Barnaskóli í Reykjavík. , Sambandsþingið skorar á sam- bandsstjórnina að ganga ríkt eftir, að hraðað verði byggingu fyrir- hugaðs barnaskólahúss í Reykja- vík.“ Sáttasemjari fyrir Austurland. „7. Alþýðusambandsþing í’s- lands telur nauðsynlegt, að skip- aður verði sérstakur sáttasemjari í kaupdeilumálum fyrir Austfirði, og skorar því á þingmenn Al- þýðuflokksins að beita sér fyrir: því á næsta alþingi, að svo geti orðið.“ Skólagjöld i ríkisskólum. „Sambandsþingið skorar á þing- menn Alþýðuflokksins að beita sér fyrir því, að ríkið veiti ríf- fyrst úr lögum ákvæði um skóla- gjöld nemenda í ríkisskólum. Kvöldskólar verkamanna. „Sambandsþingið skorar á þing- menn Alþýðuflokksins að beita sér fyrir því, að ríkið veiti ríf- legan styrk til kvöldskóla handa verkamönnum sem víðast á Iand- inu.“ Erlendir verkamenn. „Sambandsþingið skorar á ríkis- stjórnina að leggja fyrir næsta al- þingi frv. til laga urn að banna erlendum verkamönnum og sér- fræðingum að stunda atvinnu á íslandi, eins og tíðkast hefir imd- anfarið á Norðurlandi, þegar völ er á íslenzkum verkamönnum og jafnhæfum íslenzkum sérfræðing- um, og leiti ríkisstjórnin álits stjórnar Alþýðusambands íslands í þvi skyni.“ Vélaverkstæði ríkisíns. „Sambandsþing Alþýðusam- bands Islands felur þingmönnum Alþýðuflokksins að beita sér á alþingi fyrir því, að sú verkstæð- isvinna, er ríkið þarf að inna af hendi og Iiggur undir vegamála- stjóra, vitamálastjóra og land- símastjóra, sé unnin á vélaverk- stæði ríkisins, — enn fremur, að komið verði í veg fyrir það, að svo miklu leyti, sem hægt er, að tveir þeir fyrr töldu séu hluthaf- ar eða framkvæmdastjórar í. hlutafélögum eða haíi með hönd- um sérstæða vinnu, er þessir menn stjórna fyrir ríkissjóð.“ Snndui'lyndi Eieimskautsfara. Menn eru alment taldir vera geðríkastir í heitu löndunum. En ekki virðist heimskautskuldinn hafa sefað neitt geðslag þeirra manna, sem í hann komast. Allir muna, hvert sundurþykki varð út úr pölför Nobiles. Nú er kominn kökkur í samvinnu Nansens og Eckeners, loftskipasmiðsins þýzka. Þeir ætluðu að fara norður á skipi, sem Eckener ætlaði að smíða, en nú er hann búinn að segja Nansen upp allri hollustu. En það kólnar ef til vili í honum blóðið án þess að fara norður í kuldann.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.