Alþýðublaðið - 24.12.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.12.1926, Blaðsíða 3
"LKÝÐUBL AÐIÐ 8 barðist við hina clrengina fyrir bæði, annaðist snjókast og skíða- ferðir beggja, en Björn gaf sig lindir vilja og forsjá hennar í ’öllu. En á því harðnaði lund hans auðvitað ekki. Skamt frá Skriðu var kot eitt, sem var hjáleiga þaðan. Hét leiguliðinn par Jón og var Páls- son. Hann hafði verið landshorna- maður, einn af sveinum Jóns bisk- Ups Gerrekssonar, og hafði svo loks verið mérktur fyrir pjófnað. Hann var kvongaður og átti eina dóttur barna, og hafði hann og hans hyski á sér versta orð í sveitinni, þó að Sveinn bóndi héldi yfir þeim hiífiskildi. Randíður dóttir Jóns var á reki við þau Björn og Guðrúnu, og var engu síður fögur en þau, lítil og vel vaxin, dökkhærð og móeyg, en pung á svip, og var hún jafnblökk og Guðrún var björt. Var hún oft að leikjum með þeim Guðrúnu og Birni og feldi í uppvextin- um brennandi ást til Björns og auðiegðarinnar á Skriðu. Auðvitað varð hún þess vör, að þau Björn og Guðrún feldu hugi saman, og neytti hún allra bragða til að spilla því. Varð henni þar lund Björns að góðu liði, því að hann var orðinn svo vanur að lúta for- sjá Guðrúnar, að hann var eins og rekald, þegar hún var hvergi nærri, og leitaði hann þá athvarfs hjá Randíði, frekar en hvergi. Þó að Björn héldi ást sína stöðuga við Guðrúnu, lenti hann þarna á milli tveggja elda, og fóru svo leikar, að Randíður fyrir ístöðu- ieysi hans náði á honum þeim tökum, sem hún vildi. Það var eitt sumarkvöld, að þau Randíður og Björn sátu í lækj- argilinu milli Úlfsár og Skriðu. Þau sátu í faðmlögum og rædd- 'ust við, en Randiður feldi hárið tinnusvart niður á öxl Birni. Um sama leyti varð Guðrúnu reikað frá Úlfsá upp að gilinu. Sá hún, hvernig þar var ástatt. Ef hún hefði verið gerð sem aðrar konur, myndi hún hafa gengið til þeirra Björns og Randíðar og talað til þeirra margt og ilt, en síðan grát- .andi tekið Björn í sátt við sig. En henni var svo farið, að hún vildi alt eða ekkert, og gekk hún því þegjandi heim til Úlfsár, sett- Sst í stofu og skrifaði Birni bréf: „Heiðursamlegum dándissveini. Birni Sveinssyni komi bréfið til. Guðrún Bjarnadóttir heilsár þér kaérlega með guði og vorri frú. Þakka ég þér alt, sem þú hefir mér vel gert. Þykjumst ég vita af því, sem ég sá í gilinu í kvöld, að þú sért afhuga voru sameigin- legu ráði og viljir mig nú ekki til eiginkonu taka né geyma min sjúkrar og heillar, og sætti ég mig •vel við það ráðslag þitt, því betra ær ógefin en illa. Hér með geymi þig guð og sankti Pétur nú og alla tíma.“ Næsta morgun fór Guðrún til Randíðar og bað hana að flytja Birni bréfið. Þóttist Randíður sjá á Guðrúnu, hvérnig í öllu lægi, og var hennherindið ljúft. Þegar Björn var búinn að lesa bréfið, bjóst Raridíður við því, að nú myndi hennar dagur upp renna. En það fór á annan veg, því að þó ístöðulítill væri, sá Björn, að missinn átti hann Rand- íði að þakka, og bað hana því burtu ganga og sá hana aldrei síðan. Björn var nú alveg eins og höfuðlaus her, og þó að hann langaði til þess mest af öllu, að ganga til sátta við Guðrúnu/hafði hann ekki manndáð í sér til þess. Skömmu síðar frétti hann, að Guðrún hefði ráðið sig til systra- lags norður á Reynistað. Fanst Birni það, þegar hann frétti það, vísbending um, hvað sér bæri að gera, og réð hann sig þ.ví undir Benediktsreglu á Þingeyrum. Líkaði Birni vistin þar vel, því að forsjárlaus mátti hann ekki vera, svo vanur sem liann var henni af hálfu Guðrúnar, og mátti segja, að klaustrið tæki að því leyti við af henni. Leið nú ekki á löngu, að Björn tæki prestsvígslu. En í klaustrinu þótti Björn mesti þrifamaður, bæði vegna geðslags síns og hagleiks, því að liann var bæði drátthagur, skurð- hagur og skrifari góður, og vanri hann klaustri sínu mikið fé með bókaskriftum, lýsingu bóka og likneskjusmíð. Bróðir Björn sat í konventu. Það var liðið fram að aftansöngs- tí.ð, og hann var að búast við því, að klukkurnar þá og þegar köll- uðu bræður til kirkju. Á borðinu hjá honum lágu lýsisteinar, alla vega litir, og gull og silfur og stór bók, sem hann hafði afskrif- að sjálfur og var nú að lýsa. Það var „Huggun heimspekinnar" eftir Boetius, einn af síðustu heimspekingum Rómaríkis hins forna. Bróðir Björn kunni ekki latínu, það er að segja ekki ann- að en það, sem heimtað var af prestum í þá daga, — að þeir vissu, hvort þeir kváðu karlkent eða kvenkent. Hann vissi því held- ur ekki, hvað hann hafði skrifað, og þó var það í sjöunda sinri, sem hann skrifaði upp bókina, því að hún var víðlesin á Islandi og um allan heim á miðöldunum. En lieiti bókarinnar hafði verið þýtt fyrir honum, og þegar hann brá lýsisteinunum í upphafsstafina, sem hann hafði dregið, þá var eins og huggunin liði um þá upp í heridur hans og um hann allan. Og þó vissi hann ekki, hvað heimspeki var; til þess var haril of einfaldur, enda var það ef til vili jafngott, að hann kunni ekki að álykta. Niðurstaðan af siíkum hugleiðingum hjá honum hefði orðið, að líf hans hefði farið til ónýtis, og rósemi fullviss- unnar um, að alt hefði hlotið að fara eins og fór, hefði glatast fyrir honum og hann orðið öá- nægður með hlutskifti sitt. Ekki svo að skilja, að hugurinn ekki hvarflaði með trega að liðnum tírna og stundum með viðkvæmni austur yfir fjöll til nunnuklaust- ursins á Stað á Reyninesi. En hann var, eins og kjarkleysingjar oft eru, örlagatrúar, trúaður á, að alt hefði fasta rás, sem hann, duftiö og askan, gæti ekki breytt. Og hann hélt, aÖ þeir, sem reyndu að kljúfa strauminn, væru glann- ar, sem í trausti þess, að þeir gáetu það ómögulega, sem þeir vildu, reyndu að glíma við það, en tækist það að eins af því, að örlögin hefðu ætlað þeim það, þó að þeir þökkuðu sjálfum sér það eftir á, að vel fór. Og þessi hugs- un sætti hann við hlutskifti sitt, en hann vissi ekki, að það var huggun lieimspekinnar; — hvernig átti hann að vita það? Hann var einfaldur maður. Og þegar hann einstöku sinnum rendi óljóst grun í, að hann hefði ef til vill átt að reyna að sveigja til örlagastrauminn, þá bar hann lýsisteinana á upphafsstafina, og huggunin barst honum frá bók- inni, sem harin skildi ekki. Bróður Birni fanst tíminn aldrei ætla að líða þetta kvöld, og klukkurnar aldrei mundu ætla að kalla. En svo kom bróðir Roðbjartur Þórðarson inri. Hann var krypp- lingur og hændur rnjög að bróður Birni. „Herra ábóti biður þig, bróðir Björn! að koma til sín í stofu að loknum aftansöng,“ sagði bróðir Roðbjartur. Bróðir Björn skildi ekki, hvað hann gæti viljað, en gleymdi að hugleiða það fyrir rabbi bróður Roðbjarts, sem alt af kom honum vel. Að loknum aftansöng gekk bróðir Björn til ábótastofu. „Yðvart faðerni hefir skipað mér hingað,“ sagði hann og laut Eysteini ábóta. Herra Eysteinn ábóti var kom- inn að fótum fram og hafði stýrt klaustrinu um langan tíma, þó að hvergi sé hans getið í annálum eða ábótatölum. Hann hafði í æsku farið víða, gengið suður og kynst mörgum þjóðum og mönn- um og háttum þeirra. Var hann | Jiví miklu víðsýnni en samtíðar- menn hans, enda hafði hann til að bera mannvit mikið. „Bróðir Björn!“ sagði hann. „Vér eruin hniginn á efri ár og höfum allan þann tíma, sem vér höfurn farið með völd í þessu klaustri, lagt allan hug á að auðga það að góssi, gulli, brendu silfri og öðrum þarflegum pen- ingum, en höfum þó aldrei lagt þvi neitt það tif, er halda megi uppi minningu vorri.“ Bróðir Björn þagði, því að hann skildi ekki, hvað ábóti var að fara, og þó sízt það, þvi hann væri að segja sér þetta, jafn- ölíklegur eins og“ honum fanst hann rnundi vera til allra bjarg- ráða. „Nú viljum vér, bróðir Björn! áður en vér skiljumst frá þessum heimi og hans mæðu, láta gera einhvern þann hlut til kirkjunnar, er henni megi vera til prýði, guðs heilagri kristni til gagns, og sem minningu vorri megi á lofti halda.“ Bróðir Björn þagði enn. „Þú ert, bróðir Björn! hagur á flest og hefir unnið klaustrl voru mikla gagnsemd með handa- verkum þínum. Viljum vér nú, að þú gerir kirkjunni dýrlegt líkn- eski vorrar frúr sankti Mariæ. Hingað til hefir verið illa lagt upp í hendur þínar til slíkra verka, því að þeir, sem keyptu, voru fátækir. Það er því ekki nema að vonum, að andagift þín við smíðarnar hafi orðið að sama skapi. En nú skal hvorki spara gullfarg né silfur, oleum né stein, og höfurn vér skipað ráðsmanni vorum að leggja þér alt til, sem þér líkar. Fyrir efni höfum vér og séð þér, þar sém er eikar- bolurinn mikli, sem í skemmu stendur.“ Bróðir Björn þagði um stund, en kvaddi síðan herra ábóta. Bróðir Björn fór að athuga eik- arbolinn. Hann lét þurka hann sem allra bezt, en þar sem tréð rifnaði eða sprakk, feldi hann jafnhratt og límdi með sterku lími. En meðan hann var að bíða þess, að bolurinn yrði hníftækur, fór hann að athuga það, sem Ey- steinn ábóti hafði sagt við hann um andagiftina, og hanri sá fyrir sér langa fylkingu af Maríulík- neskjum, Péturslílmeskjunf og Jónslíkneskjum og vegg, þakinm. Ólafs- og Þorláks-skriftum. Og hannn sá, að það var satt, sem herra Eysteinn hafði sagt. Hann hafði unnið verkin, sem fyrir hann voru lögð. En það var sama Marí- an og sami Péturinn, sem hann alt af hafði telgt, og sami Ólafur- inn og saini Þorlákurinn, sem hann hafði skrifað. Og þegar hann leit um öxl, sá hann aftur und- an sér röð af árum, sem voru ekkert nerna vani, kyrlát skyldu- rækni, sem vann það, sem fyrir var lagt fyrir áeggjan annara, en aldrei skóp neitt af áeggjan sinnar eigin þurftar. Andlaus þrælavinna. og hann leit fram undan sér og sá Þingeyrabræður vera að bera sig til hinztu hvílu, gleymdan af öllum nema bróður Roðbjarti Þórðarsyni, og að honum liðnum horfinn úr minnum allra manna. Hann skildi svo vel í Eysteini ábóta, að hann vildi láta sjá þess í einhverju. varaniegan stað, að hann hefði verið til, og hann fann, að hann yrði að reisa andagift sinni minnisvarða í Mariuhkneski herra ábóta. Hann för að þreifa um hjarta sitt eftir þeirri ásýnd, sem vor

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.