Alþýðublaðið - 24.12.1926, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.12.1926, Blaðsíða 4
4 ALEÝÐUBLAÐIÐ frú María hafði fengið í hugskoti hans. Skapleysi langrar a'fi byrgði 'fyrir honum sýp, svo að honur.i varð ekki auðfundin Mar- íumyndin. En loks fann hann hana. Bjarthærð, brúnalétt og geðföst reis mynd Guðrúnar Bjarnadóttur upp úr kafi deyfðar- innar, eins og hann svo oft hafði séð hana á æskudögunum. Það var vor frú, — hans frú. Og nú miðaði líkneskjusmíðinni áfram. Hann telgdi og skar, eins og hann ætti lífið að leysa. Hann þorði ekki að hætta eitt andartak; svo var hann hræddur um, að hann myndi glopra myndinni úr huga sínum. Hann feldi niður tíðasöng og neytti varla svefns né matar, fyrr en líkneskjan var fulltelgd. Hann virti hana fyrir sér í krók og kring. Hann skoðaði hvern drátt og athugaði hverja línu. Það var ásjóna Guðrúnar, mótuð í mó- brúna eikina. Og ]>ó var pað alt eins og ókunnugt fyrir honum. Það eru litirnir, sem vantar, hugsaði bróðir Björn. Og hann lagði sterkan plástur af líni yfir samskeytin á líkneskj- unni og bar yfir lím, unz jafnslétt var alt. Svo malaði hann bein og stein með olíu og steindi myndina með pensli og sléttaði með hes- forði. En þar sem gylla skyldi, bar hann á stempur og lagði á silfur og gætti pess vandlega, að ekki tjarnstæði í kyrtilföllunum. Síðan gljáði hann með vargstönn og dreif svo á gullfargi og stapp- aði niður með fingrunum, svo að sem jafnast lægi. Bróðir Björn virti enn fyrir sér líkneskjuna. Nú var alt rétt, and- litslag, holdafar, hörundslitur og hárið gullna. Það var Guðrún, — vor frú, — hans frú. Og þó kann- aðist hann ekki við það; það vant- aði eitthvað; — það vantaði geð- festuna; — það vantaði sjálft lífið. En lífsandann gefur enginn nema guð. Það er ekki meðfæri bróður Björns. Bróðir Björn gekk hryggur til Eysteins ábóta og laut honum. „Yðvart faðerni!“ sagði hann. „Maríulíkneski það, er þér skip- uðuð mér að gera, er fullbúið." Herra ábóti gekk með bróður Birni og virti fyrir sér líknesk- ið. „Bróðir Björn! Líkneski þetta er gert af sannri andagift. Það lýsir fegurð hreinnar sálar. Það er meyjan, en ekki móðirin.“ „Yðvart faðerni!“ anzaði bróðir Björn. „Það hefir hvorki verið sparað gullfarg né steinn, en það brestur lífið, og það gcfur guð einn.“ Herra Eysteinn var spakur öld- ungur. Hann virti fyrir sér bróður Björn, og hann las út úr sviplausu andlitinu alla sögu bróður Björns og líkneskjunnar. Hann brosti. „Kannast þú við Pygmalion?" spurði hann. „Það var konungur á Austurlöndum til foma, sem gerði svo undurfagra meyjar-lík- neskju, að hann varð hugfanginn af henni. Og hann elskaði lík- neskjuna svo heitt, að henní var gefið líf, og hann gekk að eiga hana.“ „Var það heilagur maður?“ spurði bróðir Björn. „Hann finst ekki í dýrlingatalí Beda munks.“ „Því skyldi hann ekki hafa ver- ið heilagur?“ sagði ábóti, mildur í rómi. „Fékk ekki andaður líkami Lazamsar lífið aftur fyrir elsku vors herra Kristí?“ Bróðir Björn þagði. Hann var hugsi. „Verkið lofar meistarann," sagði ábóti, „og viljum vér nú, að lík- neskjan sé sett yfir Maríualtari og að sungin verði messa íyrir henúí i fyrsta sinni á jólanótt. Og em það verkalaun þín, að þú gerir það fyrstur." Bróðir Björn varð glaður við. Eftir samtalið við ábóta var bróðir Björn annar maður. Hann var sí og æ að hugsa um hinn blessaða Pygmalion; — svo kall- aði hann hinn heiðna konung, sem gaf Hkneskjunni líf meö elsku sínni. Hann sá það, að öll Iist var ekk- ert nema aumleg eftirmynd lífsins, þar sem höfuðþáttinn, lífið sjálft, vantaði. Og þegar hann hugsaöi til hins blessaða Pygmalions, fanst honum eins og það myndi vera listamönnunum að kenna, að verk þeirra brysti lífið, af því að þeir elskuðu þau ekki nógu heitt. Og hann óskaði þess heitt og innilega, að Maríulíkneskið hans mætti fá líf. Það var æskan hans, — æskuástin hans, sem hann var að biðja úr helju. Og þegar hann las lítaníuna, bætti hann hinum nýja dýrlingi inn í: Heilagi Pygmalion! Bið þú fyrir oss. Hann sárbændi Pyg- rnalion helga að liðsinna sér og veita sér afl elskunnar til að kveikja líf í dauðri myndinni. Og hann bað og bað, að myndin, — vor frú, — Guðrún, ung og lif- andi, mætti ganga til hans og fyrirgefa honum, taka hann i sátt aftur og taka hann undir sína for- sjá af nýju. Hann knúÖi og knúði hurðir hins heilaga mans, en myndin stóð enn hreyfingarlaus og andvana. En það gerðist annað. Hinn mó- brúni eikarbolur óskarinnar um, að líkneskjan fengi líf, fékk á sig litskrúð og gullfarg vonarinnar. Og bróðir Björn knúði og knúði. Og þegar hann á aðfangadaginn var búinn aö setja líkneskjuna yfir altarið með hjálp bróður Roð- bjarts, þá var lífsandi fullviss- unnar um þaÖ, að ósk hans rnyndi rætast, blásinn í nasir hinnar ljómandi vonar. Bróðir Björn vissi nú, að vor frú myndi á jólanótt- ina, þegar hann syngi messuna, rétta honum höndina, lifandi og ung, svo að hann gæti sæzt við æsku sína. Það var miðnætti nóttina helgiu. Herra ábóti og bræður sátu í formum sínum í kóri, en inn í kírkjuna streymdí fólkið og færði sig eins nærri lektaragrindunum, eíns og hægt var, og nam þar staðár, svo að það sæí betur, — en flestir voru með strúta sína eða kapun á höfðurn. Og marg- ir hugsuðu heim til þess, sem gæta skyldi bús og bæjar, og báðu fyrir honum, að ekki tæki hann tröll eða huldufólk. En í skrúðhúsi hjá almaríu stóðu þeir bróðir Roðbjartur og annar djákn, skrýddjr snjóhvítum baldursskinns-dalmatíkum ogvoru að skrýða bróður Björn. Bróðir Björn var kominn á serk- ínn, búinn að gyrða sig og var að leggja stóluna um háls sér og bregða blöðunum undir lindann. Þá varð honum IiHð á hökulinn. Hann var hvítur og af baldurs- skinni, og var á aðra krossálm- una með kolneskum saumi saum- uð mynd af guði, þegar hann blæs lífsanda í Adam. Bróðir Björn leit á myndina um stund og þakkaði svo hinum heil- aga Pygmalíon fyrir vísbending- una. Síðan steypti hann yfir sig höklínum, feldi höfuðlínið ofan á herðar, greip punginn með kaleik og patínu og sneri sér að bróður Röðbjarti og djáknanum og sagði á latínu: „Stoð vor er í nafni drottíns," og sígndi sig um leið, en þeir önzuðu: „sem skóp him- in og hauður.“ Bróðir Björn gekk til kórs, og þegar bróðir Roðbjartur hringdi söngmeynní, hóf hann messu, en bræður tóku að syngja intróitus. Það var titrandi órói á bróður Birni, þegar hann gekk upp gráð- urnar að altarinu. Það var eins og vissan hans væri að hjaðna. Hann hafði orðið fyrir vonbrigð- um. Hann hafði búist við því, að nú myndi undrið gerast, — núna, — cgaðvorfrú, sankti María,hefði gengið af staliinum og til móts við hann, er hann sté á kórinn. Bróðir Björn var fölur sem nár. Bróðir Roðbjartur sá það og fann, hvað hann titraði. Bróðir Björn hóf upp hendur sínar til himins, og þeir bróðir Roðbjaríur gengu undir hendur honum. ..Dýrð sé guði á hæðum!“ söng hann, „og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hafa góðan vilja.“ Bróðir Björn hætti hér söngn- um. Hann horfði á líkneskið. Það stóð þar, ljómandi af gulli, en andvana. Bróðir Björn varð hugsi. Friður! Já, hann þurfti friðinn. En hann gat ekki fengið hann, nema hann sættist við vora frú, — sína frú. Var það ekki góður vilji? Og hvernig gæti hann sæzt við hana, nema hún kæmi til hans sjálf, lifandi? Það vildi hann! Var það ekki góður vilji? Hann starði á líkneskið. Og það þrútnaði hver æð á hálsi hans, og hann varð í framan sem blóð. Hann vildi, — vildi, að líkneskjan fengi líf og anda. Og sjá! Dýrðarbaugurinn um höfuð henni fór að braga eins ogi norðurljósahringur; — hún brostí og rétti honum báðar hendur. „Hún hrærist! — Hún réttir mér hendurnar! — Hún sættist við mig!“ kallaði bróðir Björn, svo. heyrðist um alla kirkju, og hneigi svo aflvana fram á altarið. „Hin blessaða ungfrú hefhfi birzt honum,“ sagðii herra ábóti, og fréttin fór um kirkjuna frái munni til munns. Svo báru bræður bróður Bjöm til klausturs. Á jóladagsmorgun, þegar herra ábóti hóf upp kredó í messunni, fór sál bróður Björns fram af þessum heimi. En trúin á helgi bróður Björns lifði og dafnaði, unz siðaskiftin komu. Þá gleymdist hún. Hvað orðið er af Maríulíknesk- inu, veit nú enginn. í máldaga Þingeyraklausturs frá 1525 er sagt, að það eigi „Maríulíkneski þrjú; eru tvö með alabastrum.“ Vars þriðja Hkneskið Maríumynd bróð- ur Björns Sveinssonar, og er þess. aldrei getið síðan. Jólahugleiðingar 1926. Jólin eru óðum að nálgast. Bæði' ungir og gamlir hugsa með lotn- ingu til þessarar stóru hátíðar, sem er samtengingar-hátíð millí guðs og manna þannig, að hrif- bylgja guðdómlegrar eilífðar streymir um hjörtu allra þeirra, sem hafa átt því láni að fagna að þekkja aflvaka eilífðarinnar, sem er hinn sanni guð. Sálardjúp mannanna verða að glitrandi geislahafi frá endurskini guðs. Friður og ró færist yfir hauður og haf. Samstiltar raddir, sem skifta þúsundum og milljónum, hljóma frá íbúurn jarðarinnar, er þeir syngja hinum mikla alvaldsmeist- ara lof og dýrð fyrir vísdóms- ríka handleiðslu hans í gegn um skin og skugga í táradal mannlífs- ins. Ylríkar hugsanir vakna til bágstaddra meðbræðra, að reyna að líkna þeim á einhvem hátt og létta þungum krossberum byrði þeirra í minningu hans ,sem bor- ið hefir friðþægingarkross mann- kynsins með þeirri hugsun, að guðsneisti mannlífsins sé morgun- roði eilífðarinnar, sem hvert eitt mannsbarn þráir að öðlast fyrir guðdómlega gæzku frá meðlíðara mannkynsins, Jesú Kristi, er fædd- ist á jólanóttina með himinljóma að höfði sér, en óteljandi huldu- raddir himneskra herskara hljóm- iuðu úti í geimdjúpúnum, og leift- íUrbogar guðdómlegra stjörnu- ljóma lýstu upp algeimsdjúpin. Svifteikn himnanna birtu þá lif- andi mönnum fæðingu sonarins, sem tekið hefir sér bústað í hjört- um þeirra og einnig á þessum jólum mun endurfæðast í sér- hverju mannshjarta. S. J. S.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.