Alþýðublaðið - 24.12.1926, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 24.12.1926, Blaðsíða 6
6 ALEÝÐUBLAÐIÐ stunduð af Löppum, Eskimóum og norðurförum. Og eftir einn manns- aldur — og kann ske ekki það — verða menn á ferðinni um hávetur um allar óbyggðir lands- ins — líka Vatnajökul þveran — bara til þess að storka vetr- inum og finna kraftinn í sjálfum sér. Verður þá Reynistaðabræðra hefnt og óhugnum, sem sló á landsmenn, er þeir urðu úti, og ómenskunni, er af óhugnum leiddi. Og hverjum dettujr í hug, að æsku landsins myndu þá duga jöklar Islands að fást við? . III. Pessar sleða- og skíða-ferðir myndu hafa margs konar áhrif á þjóðlífið. Þær myndu hafa áhrif á búning bæði karla og kvenna, sérstaklega kvenna. Þar, sem vetraríþróttir eru iðkaðar í Nor- tegi, í Sviss, i Svíþjóð, í Kanada o. s. frv., klæðist kvenfólkið eink- ar-hentugum búningi, ekki ósvip- uðum karlmannsbúningi, en þó mjög tilbreytilegum. Myndu svip- ljkir búningar vafalaust verða not- aðir hér, og enginn þarf að ótt- ast, að fegurð fari forgörðum, er kvenfólkið tekur upp notkun þeirra, — siður en svo, því að það þarf ekki að efa, að kvenfólk erlendis hefði ekki tekið upp bún- ing, þó hentugri væri, ef hann væri ljótari, enda rétt það, þar sem engin nauðsyn knúði. Kvenfólkið myndi læra að búa sig eftir veðrinu og þó snyrtilega, en silkisokkarnir myndu útrýnr- ast sjálfkrafa, nema þar sem þeir eiga við. Á búning karlmanna hefðu vetr- aríþróttirnar líka áhrif til hins betra og sérstaklega á útbíinul) bæði karla og kvenna til ferðalaga bæði vetur og sumar. Þær myndu lika hafa alveg sérstök áhrif á sumarferðalög, auka þau að stór- um mun. Þeim, sem væru búnir að fara til skíða- eða sleða-ferða nokkrum sinnum, þætti ekki mik- ið fyrir að ganga á fjöll og um óbyggðir um sumardag, — fyndist það létt verk. Á veðráttu landsins myndu þess- ar vetrarferðir hafa einkennileg áhrif; —- þær myndu bæta hana, því að þeim, sem þeim vendust, myndi þykja alt sumarveður gott. Það er hvort eð er ekki. nema vani, hvað menn kalla gott veður. Einu sinni hélt ég, að það væri mont hjá sjómönnum á rnil'iferða- skipum, þegar þeir vildu ekki heyra annað en að veðrið væri gott, þegar við voruni að kvarta undan því, farþegarnir. Seinna sá ég, að þeint var alvara. Ég sá 'það í veðrinu, þegar hafnargarð- inn okkar braut, og þegar ég var búinn að reyna, hvernig veðrið er, þegar maður þarf .að vera á fótum, af því að ekki er hægt að liggja kyr í bólinu, en veltur með skipinu. Þá sá ég, að þeir höfðu rétt fyrir sér, að vont veð- ur er alt öðru vísi en ég hélt, og að mest af því veðri, sem við köllum vont, er það ekki. Við eigum eftir að læra það um veðr- ið á íslandi, að minsta kosti við, sem ekki erum sjómenn, að það er ekki annað en ávani og óvatji að ;kalla alt annað en blíðviðri vont veður. Nú þykir mér gutl og skvamp brimöldunnar hljómfagurt, og vildi eiga heima þar, sem ég heyrði það alt af. En ég er al- inn upp við innfjörð, þar sem aldrei var brim, og þótti því í fyrstu alt annað en vistlegt, er ég kom þangað, sem brim var. Mér þótti arg þess og sog geig- vænlegt, en smám saman vandist ég því, þar til hugur minn til þess var svo snúinn, að mér fanst návera þess skemtileg. Maður, sem seinna varð ágætis- ferðamaður, en dvaldi erlendis æskuár sín, hefir sagt frá geig þeim, er greip hann, er hann var fyrst á ferð í íslenzkri stórhríð. Hann vissi sjálfur, að það var ástæðulaus geigur, því að engin hætta var á því að villast, þar eð ferðin var að eins úr einum enda kaupstaðarins í annan. Það var að eins hið óvanalega eða ó- þekta, sem gerði hann órólegan. Ég man, að mér þótti um eitt skeið óvistlegt úti á dimmum kvöldum, er vindurinn þaut í mænum og reykháfum, og ekki datt mér annað í hug þá, en að öllum hlyti að finnast hið sama, — sízt, að sá tími inyndi koma, að mér fyndist sjálfum annað. En samt fór það svo. Eitt sumar, er ég gérði dálítið að því að sigla báti — en það er oft býsna- mikill hvinur í siglu og seglurn —, þá hvarf alveg þessi óþægi- lega tilfinning fyrir hvin vinds- ins. En ég er oft mintur á þetta af mönnurn, sem eru að kvarta yfir því, er mér fanst einu sinni sjálfum, og minnist þá, hvernig nokkrar ferðir á seglbát urðu til þess, að nrér nú finst veðrátta landsins mun betri en áður. íslendingar þurfa að verða úti- þjóð; — það renna margar stoðir undir þá kröfu, — og ein er sú, að þá hættir okkur að þykja veðrið vont, eða það mætti eins ségja, að veðráttan í landinu batn- aði við það. Sjálfur hefi ég fengið nóga reynslu um það, hvernig útiveran breytir skoðun- um á veðrinu, þannig, að það virðist gott, er áður virtist ilt. Eitt sinn lá mér á að nota spor- snjö til þess að komast að, hvar tófa héldi til. Mér fanst veðrið kalt um morguninn, og mér virt- ist alt annað en skemtilegt úti þá. Leiðin reyndist afarlöng; hún var svo krókótt, þó hún væri ekki yfir sérlega stórt svæði. Það var og mjög erfitt að rekja sporið, því að snjórinn var víða svo lítill, að oft voru margir faðmar milli þess, að spor sáust, svo að leita þurfti í hring út írá seinasta spori. Svona Ieið klukkutími eftir klukkulíma, og að lokunr gekk vindurinn til útsuðurs, og rak þá á hvert élið eftir annað, og að lokum tapaði ég sporinu alger- lega; — verkið var ónýtt þann dag. Ég var því í alt annað en ánægðu skapi, þegar ég sneri heim á leið, því að okkur hættir alt af við að meta verkin eftir árangrinum, en ekki eftir því, hve vel starfið er unnið. Einu élinu var einmitt að létta, er ég var staddur ekki langt frá sjó, en milli mín og hans var hafraslétta; — hún skein gul gegnum hinn gisna snjó og mynd- aði einkar-hugnæma litarandstöðu við blágrænt hafið. En úti yfir Faxaflóa voru hin dularfullu eða eins og töfrakendu litarbrigði, er útsynningurinn svo oft tjaldar, einkum þegar hann færir okkur él eftir él vestan úr At- lantshafi, svo þétt, að ekki birt- ir fyllilega á milli. Ég hefi oft lesið lýsingar ferðamanna af töfr- andi fegurð Miðjarðarhafsins og hafsins í hitabeltinu, og þó ég hafi ekki sjálfur séð það, finst mér, að ég geti fullyrt, að þar sé ekki um fegurri sjón að ræða en þá, sem ég sá þarna. Ég var þreyttur af margra tírna göngu, þreyttur af margra tíma andlegri áreynslu, sem það er að hafa hugann allan við að tapa ekki ógreiniiegu og stundum ósýnilegu spori, og svo var þreytan í mér, sem læðist inn í okkur alla, [>egar við finnum, að við höfum unnið til einskis, — alla nema einstaka kaldhamrara, útvalda syni guð- anna. En þrátt fyrir þreytuna fanst mér þarna óumræðilega fag- urt; — ég fann alt í einu, að þreytan var fullborguð. Ég hefði viljað fara langt urn lengri leið til þess að sjá þessa sjón, sem þó sennilega mátti sjá svipaða heiman úr borginni. Ég sá Reykjavík langt burtu. Ég hugsaði til þess, að ef ég hefði ekki átt brýnt erindi út, heíði ég veriö einn af þeiin milli tíu og tuttugu þúsunda fullorð- inna, sem annaðhvort héngu inni eða skutust milli húsa með ófögur orð um veðrið á vörunum, en með enga hugmynd um, hvað fag- urt var rétt í kring um okkur. Ég minnist þess nú einnig, hvernig ég eitt sinn í alihvössu norðanveðri en björtu, þegar ég og aðrir kvörtuðu sáran undan, hve kalt væri, flýtti för minni þangað, sem ég átti erindi, í Landsbókasafnið. Þegar ég leit þaðan á sjóinn og Esjuna, sá ég undrasjónina, er skammdegissól- in skapar þar, um leið og hún hnígur, en að eins með bjartri norðanátt og að eins, þegar snjór íir í Esjunni. Mér datt í hug, hve mikil tilviljun það var, að ég sá þetta, og hve ólíkt betur ég hefði notið þessarar sjónar, ef ég hefði komið af göngu, — verið búinn að vera nógu lengi úti til þess að þykja veðrið gott. En til þess heíði ég — hæfilega búinn — ekki þurft að ganga nema eina eða tvær rastir. Þegar vetraríþróttir verða iðk- aðar hér í Reykjavík, hljóta þær einnig að hafa mikil áhrif úti um Iand, þar sem betur hagar. til en hér um snjóíþróttir, því að víða er það fámennið, deyfðin og vanafestan, sem veldur, að ekki er hafist handa og verður ekki gert fyrr en það tíðkast ann- ars staðar. Afarvíða hafa menn ekkert að gera á vetrin, en hreyfa hvorki skíði eða sleða, álíta það ósamboðið fullorðnum, en hitt vel sæmilegt að spila á spil allan daginn. Það er ekki úr vegi að drepa á það hér, að sleðaferðir eru ekki: síður stundaðar erlendis af full- orðnum en skíðaferðir. Það eru vanalega sleðar, sem margir geta setið á, og þeir hafa þann kost fram yfir skíðin, að óvanir geta strax lagt í hæstu brekkurnar, ef þeir eru með vönum. IV. Eitt mikilvægasta atriðið við- víkjandi þessum vetraríþróttum er það, hvað kosti að stunda þær. Það má ekki vera dýrt, ef þær eiga að vera alinennar, en ef þær eru það ekki, koma þær ekki að haldi. En þær þurfa heldur ekki að vera dýrar. Kostnaðurinn verð- ur auk áhaldanna bifreiðaferðir fram og aftur, sem geta verið ó- dýrar, þegar um mikla flutninga er áð ræða. Svo er gisting fyrir þá, sem verða næturlangt burtu, og rnatur. Ef hverahiti er notaður til þess að hita með gistiskála, svo að nóg hlýja verði, þarf út- búnaðurinn ekki að vera fullkom- inn fyrir þá, sem að eins dvelja næturlangt, því að ekkert virðist til fyrirstöðu, að legið sé í föt- um, svona á fjöllum uppi. En mat munu vafalaust flestir hafa með sér. Það virðist óþarfi, að það sé dýrari matúr þarna í skálanum en í borginni, því að hafa má þeim mun óbreyttara mataræði, ef ekki er hægt að selja mat jafnódýrt á fjöllunum eins og niðri á jafnsléttu. Þegar ég var unglingur, fórum við nokkrir saman í fjallgöngur á sunnudöguni og höfðum þá ýmsar búðarkræsingar með okkur. Seinna, er kom að því, að við gátum ekki veitt okkur þær, lá við, að við hættum þessum ferða- lögum. Það varð þó eklu, enda komumst við fljótt að þeirri nið- urstöðu, að ferðalagið var alveg eins skemtílegt, þó við hefðum ekki annað með okkur en smurt brauð. Þetta sama hefi ég reynt tvis- var síðar, að útilífsins má njóta alt eins vel við einfalt. viðurværi. Ég var eitthvað yfir fermingar- aklur, þegar ég eitt sumar sigldi hvern sunnudág allan daginn með jafnöldrum mínum á litlu þil- skipi. Höfðum við þá alt af í fyrstu með okkur nokkrar birgð- ar af áfengu öli. En þar kom, að við einn dag höfðum ekkert öl, hvort sem það nú var af al-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.