Alþýðublaðið - 24.12.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 24.12.1926, Blaðsíða 1
Alpýðn Gefið út aS Alþýðuflokknum 1926. Aðfangadag jóla. 302. tölublað. Sólhvörf. Jólahugleiðing. Eitt af skáldum okkar hefir líkt skammdeginu við myrka og breiða móðu, sem við yrðum ár- lega að leggja út í. Undan farnar vikur höfum við verið að vaða skammdégismóð- juna. Sól hefir farið lækkandi á lofti, dögum hallað og skugga- ilangar skammdegisnætur hlaðið niður fönn. Myrkri og kulda hef- ír smám saman aukist afl og sig- ursældin verið þeirra megin. Þetta skammdegismyrkur lætur mannshugina sjaldnast ósnerta. Það er eins og eitthvað af pví smjúgi pangað inn, seiiist til munablóma og kreisti pau með köldum, rökum fingrum. Pung- lyndir menn pjást að jafnaði mest í skammdeginu. Og svo mjög hef- ír myrkrið sorfib að sumum, að þeim varð ofurefli að vaða móð- una miklu. Þess vegna pykir mörgum, sem fargi sé af peim létt, pegar mesta skammdeginu er lokið og fyrsti sólarsigurinn unn- inn. Nú er sá sigur nýfenginn. Við «rum komin yfir vetrarsólhvörf- ín. Dýpsti áll skammdegismóð- jmnar ,liggur að baki. Blessuð jólahátíðin er upprunnin. — í fyrndinni voru jól haldin há- ¦tíðleg í minningu Mítra sólguðs. Og pað var ekki fyrr en skömmu <ieftir 350 e. Kr., að farið var að halda 25. dezember hátíðlegan sem fæðingardag Jesú. Menn vissu ekki, á hvaða tíma árs hann fæddist, og vita ekki enn. Af pyi fara engar skýrar sagnir. En okk- sir, sem dveljum á norðurhveli jjarðar, þykir vel yalinn tíminn til fæðingarhátíðar meistarans. Okk- lur finst eðlilegt, að fæðingu hans hafi borið að um líkt leyti og sól vann fyrsta sigur á myrkri vetr- arins. Kristur var ljós- og yl- gjafi. Og segja má, að vetrarsöl- hvörf hafi orðið í andlegu lífi ÞÍóða, við fæðingu hans. Fyrir komu Krists var eins og andleg sól færi að mörgu leyti lækkandi á lofti. Trúarbrögð Róm- verja voru að protum komin. Þau fullnægðu ekki trúárpörfinni leng- ur. Og úr þessu var reynt að bæta með pví að taka ýmislegt úr öðrum trúarbrögðum og sam- eina pað hinum rómversku. En pað kom ekki að miklu haldi. Megnasta efasýki og lítilsvirðing fyrir lífi og tilveru greip hugi margra. Siðferði versnaði. Lífs- preyta og svartsýni óx. Og eftir herleiðinguna fór trú- arlífi Gyðingapjóðarinnar hnign- andi. Kröfum spámannanna um siðgæði og innra guðssamband var ekki skeytt. Guðsdýrkun var fólgin í pví, að fjölda ytri fyrir- skipana væri fylgt út í yztu æsar. Sá, er fylgdi peim nokkurn veg- inn vel, var talinn réttlátur, hvað sem framferði hans leið. Guðsdýrkunin var gengin á glapstigu. Eitthvert andleysis- myrkur hafði náð tökum á trú- arvitund flestra forsprakka Gyð inga. Og einhver kulda- og kæru- • leysiskólga hafði lagst yfir hinn rómverska heim. Pó var trúarpörfin mikil undir niðri bæði með Gyðnigum og Rómverj'um. Ef til vill var and- legur porsti alpýðu aldrei jafn- brennandi og pá. Menn leituðu svölunar, en fundu enga. Manns- andinn, sem aldrei unir til lengd- ar við efnisheiminn tóman, práði eitthvað ævarandi og göfugt. Hann kveinaði og kallaði á Ijós. Og pá fór eins og jafnan hefir farið og jafnan mun fara, er líkt er ástatt: Þegar ljóspráin er orð- in nógu sterk í brjóstum mann- anna, kemur æfinlega svar frá guði. Fylling tímans var komin og sölhvörf fyrir dyrum. Birta drottins ljómaði skyndi- lega í mannheimum. Frelsari fæddist á jörðu. Lítið sveinbarn vafið reifum lauk upp augum og leit á tilveruna hér. Og nokkrir sáu himininn opinn í peim aug- um. En fæstir skildu, að nokk- uð óvenjulegt væri á ferðum, pví að engin lúðrasveit tilkynti komu Krists. Nei, — ¦ „Hann kom ekki í pellskrúði og purparaljóma með prúðbúið riddaralið; hann lét ekki á undan sér herbumbur hljóma, svo heimurinn riðaði við. Hann bar hvorki skjöld né skjóma. Hann lék sér sem barn milli blóma, hann, fulltrúinn kærleikans, friðarins boðberinn göði. hin fegursta hugsjón í ísraels-skáldanna Ijóði, hann, ijósgjafinn aldanna, íklæddur holdi og blóði." Jólahugleiðing. Ef alt af hefðu ríkin og kirkjan skilið Krist og kenning hans í verki tala látið, við hefðum miklu fœrri úr hungri og kulda mist; — pá hefðu fœrri andvarpað og grátið! En heiðnir eru margir, pvi miður enn í dag. og meðal hinna „kristnu" allur fjöldinn, pví enn pá skortir samvínnu, bliðu og brœðralay, — menn berjast enn sem dýr um mat og völdin! Og hvernig geymir heimurinn gleðiboðskap pann, ei gaf oss Kristur, — orðin tignar-háu —; að Alfaðir sé kœrleikur, elski sérhvern mann, og ekki sizt pá fátœku og smáu? Vér óskum pess af hjarta, að alt af fœkki peim, sem ávalt reyndu að slökkva, er kœrleiksljósið glœddist, — sem skapa öðrum meinráð og skemma penna heím, og skilja ekki, til hvers Kristur fœddist! Grétar Fells. Hann fæddist svo, að fáir vissu af, eins og alt það, er dýrmæt- ast er. Hann hlaut enga almenna athygli fyrst í stað. En seinna sáu menn ljómann. Og í peim ljóma gerbreyttist verðmæti á mörgu. Það, sem áður pótti gott og gilt, reyhdist einskisvert í pessari birtu. Falsgyllingar bliknuðu og urðu að engu. En í leirnum, par sem enginn átti gersema von, sást glitra á ósvikið gull. Hjartalag bersyndugra reyndist betri jörð en flestra hinna, sem engar stór- syndir frömdu að almanna dómi. Landamerki góðs og ills breytt- ust að ýmsu í augum manna í ljósi meistarans. Eilífðin blasti við betur en áður. Og hvar sem hann fór, spruttu lífgrös í sporum hans, Alls staðar var hann læknir, græð- ari. fræðari, skjól og skjöldur peirra, er engar áttu hlífar, ein- stakur, flekklaus og öllum hærri. Þeir voru fáir, sem petta sáu pá. Seinna viðurkendu pað millj- ónir manna, — að minsta kosti í orði —, að mat hans á hlutunum sé réttlátt og gott. En þó varð lífspeki meistarans sárfáum inn- gróin, eins og allir vita. Samt fór sól hækkandi á lofti um hríð eftir komu hans. En nú eru liðnar 19 aldir, síðan þau sólhvörf urðu. Og fyrir langa- löngu er aftur farið að vetra. Kirkjan vildi kenna lífspeki Krists og benda mönnum á ljós- ið. En stundum urðu kenningar hennar að þoku og skýjabólstr-, um, er byrgðu hina andlegu sól, stundum að stormum, sem þyrl- uðu ryki í augu manna. Og rökkr- ið tók aftur að færast í aukana. Gamla matið á hlutunum gekk aftur í gildi. Hrollkaldir næðing- ar hugsjónaleysisins tóku að blása um hugi manna. Og vængirnir á eilífðarþránni frusu fastir við efn- ishyggjuklakann. Og nú er loks svo komið, að ýmsir hyggja, að þjóðirnar séu staddar í svartasata skammdegis- myrkrinu. Ógurlegar plágur hafa herjað þessa álfu undanfarin ár: Heift og styrjaldir, hungur og drepsóttir, gripdeild, gremja, á- sælni og öfund hafa vaðið uppi hvaðanæva. Vandræði steðja að á öllum sviðum. Stjórnmálin eru spilt, kirkjan máttlaus, vísindin ráðþrota. Vonleysisþoka læðist um hugi, og kuldi smýgur inn á brjóstið. Menn biðja um ljós og lið. Og eilífðarþráin berst um og bíður eftir þeim, sem þíðir hina frostnu vængi. Mannkynið dregst áfram í myrkri með þungan bagga af ö- leystum viðfangsefnum. Er þá ekki upprofið nærri? Eru ekki sólhvörf í nánd? Er, ekki fylling timans komin, sú, að frelsari fæðist í heiminn?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.