Alþýðublaðið - 28.12.1926, Page 3

Alþýðublaðið - 28.12.1926, Page 3
ALEÝÐUBLAÐIÐ 3 ír efnaðir menn í héraðinu, ein- tömir fátæklingar. Ef hér kæmu ekki við og við rausnarlegir ferða- menn, eins og herrann, myndum við ekki komast af. Útgjöldin eru svo mikil.“ Síðan tók bóndi henn- ar við og reyndi að narra sem mest fé út úr ókunna manninum, sem honum heppnaðist pó ver en hann hafði vonast til. Frásögnin um dvöl Jeans Val- jeans í veitingakránni „Liðþjálf- anum frá Waterloo" er ágæt lýs- ing á þeim, sem skríða fyrir auðn- um, en níðast á lítilmagnanum. Cosetta litla átti ekki upp á pall- borðið hjá veitingahjónunum. Hún var rekin til að rogast langa leið með gríðarstóra vatnsfötu, jafnt þó að náttmyrkur væri á, og bar- in hve nær sem tækifæri gafst. „Þessi betlarastelpa hefir dirfst að snerta á brúðu barnanna ... með andstygðar krumlum sínum,“ sagði „húsmóðirin". Þegar svo ó- kunni maðurinn, sem enginn pekti, kom inn aftur rétt á eftir og hélt á stórri brúðu í höndunum, sem allar telpur bæjarins höfðu ver- ið að skoða allan daginn og hafði fundist dásamleg, setti hana fyrir framan Cosettu og sagði: „Þessa máttu hafa,“ þá var þetta svo ó- vanalegt, að hún snéri sér bráð- lega undan og faldi sig inni í skotinu undir borðinu alveg upp við vegg og leit út eins og hún þyrði ekki að draga andann. Þó fanst henni „eins og hún sæi sól- ina“ þegar hún fékk þessa óvæntu gjöf, sem var fegurri en hana hafði nokkru sinni dreymt um, en hún þorði fyrst í stað ekki að snerta hana. — Þetta hefti er að vísu ekki eins fjölskrúðugt af sálarlífsmyndum og hið fyrsta, en margt er þó mjög vel sagt í þessum þætti. Gudm. R. Ólafsson úr Grindavík. Læknir deyr af radíum- eitrun. Hinn nafntogaði radíumfræð- ingur, dr. Menard, forstöðumaður radíumdeildar Cochin-spítalans í Paris, andaðist fyrir skömmu, 54 ára gamall. Hafði hann orðið fyr- Sr radíumeitrun. Vetrarbraut heitir bök, sem Ásgeir Magnús- son kennari hefir ritað. Einn er sá lcostur við bók þessa, að efni hennar er skift í smágrein- ar. Hver grein er tölusett og hefir sérstaka fyrirsögn. Þessi skifting er lesendum þægileg, þar sem efni bökarinn- ar er allþungt. Aðalefni bókarinnar er sem hér íSegir: I. Sólkerfíð: Yfirlit. Sólin. II. Jafnvœgi: Aðdráttarafl og geisla- spyrna. III. Sólstjörnur: Yfir- lit. Æfiskeið. Heimsendir. IV. Stjörnuríki: Fjölstyrni. Stjörnu- pokur. Sveippokur. V. Djúpið mikla: Vetrarbrautin. Rúmið. Þessir V kaflar skiftast í 91 grein. Hver grein hefir sína fyrir- sögn. Fyrsti kafli ritsins endar á þess- um orðum: „Enn þá lifir mannkynið lengst inni í myrkrum fornaldarinnar og heyir stríð við lágar hvatir. Langt er enn til hádegis í æfi mannkyns- ins. Stundaglas sólkerfanna tæmist hægt, og beri eigi slys að hönd- um, þá gefast mannkyninu enn þá áralangir tímar til starfs og full- komnunar.‘‘ Síðar í bók þessari stendur skrifað: „Heimssmíðin virðist að því skapi traustari, sem hún er betur athuguð, og jafnvægi heims er í augum nútiðarmanna órjúfanlegt með öllu.“ Þannig byrjar 66. grein ritsins: „Mestur hluti af þokum rúmsins eru sveipþokur. Skifta þær mörg- um hundruðum þúsunda. Þær hafa afarmargvíslegt útlit. — Sjáist á hliðina, þá blasir sveipur- inn við. Sjáist á röndina, þá gætir eigi sveipsins. Þokan sýnist þá sporöskjulöguð, löng og mjó. Sumar þokur hafa marga sveipi. Hér og hvar eru flókar og hnykl- ar. Víða liggja angalíjur í ýmsar áttir.“ Svona slétt og felt ritar Ásgeir Magnússon, þegar ekkert glepur hann. Niðurlagsorð ritsins drepa á heimildir. Þar er skráð: „Bækur þær, sem ég hefi stuðst við, eru að mestu leyti gefnar út á síðustu árum. Eingöngu eru það útlend rit, og hefi ég ekki séð ástæðu til að geta þeirra í svo lítilli bók.“ Enn er þessa getið í niðurlags- orðum bókarinnar: „Myndamótin hefir Ólafur Hvanndal gert. Mynd- ina Æfiskeið sólnanna hefir Sam- úel Eggertsson teiknað samkvæmt mínum tillögum. Listaverkið á kápunni hefir myndhöggvari Ein- ar Jónsson látið mér í té, en Tryggvi Magnússon hefir teiknað kápuna að öðru leyti.“ Það er vandalaust að mæla með efni því, sem bók þessi flytur. Er það vel fallið til þess að vekja lesendur af dægurdvala og lyfta huga þeirra frá jörðu. „Maður! Líttu þér nær!“ sagði Bjarni Thorarensen, og er það heilræði gott. En hitt er ekki minna um vert: Maður! Littu þér fjær! Og það verður sá að gera, sem „Vetrarbraut" les. — Ofmörg smálýti hafa slæðst inn í bókina og meinlegar prent- vlilur. Skal um það hvort tveggja rætt við höfund sjálfan. Mörg málsgrein í bók þessari er fyrirmynd og setningaskipun all- víða fögur, en dagsönn glepur, svo að nákvæmni verður ekki alls staðar sem skyldi. Og hugarflug um víðar veraldir leiðir athygli frá smámunum. Ásgeir Magnússon hefir unnið þarft verk, þegar hann ritaði þessa „alþýðu- og skóla-bók“. Guðmundur Gamalíelsson gaf bókina út í Reykjavík 1926. Hallgrímur Jónsson. Um daginn og veginn. Næturlæknir er í nótt Kjartan Ólafsson, Lækjargötu 4 uppi, sími 614. Sjómannafélagið hefir jólatrésskemtun í Bárunní annað kvöld kl. 5 fyrir börn fé- lagsmanna, svo sem áður hefir verið getið um. Skemtunin verður einnig á fimtudaginn fyrir þau börn, sem ekki komast að á morgun eða óska heldur að vera þann dagfnn. Þegar skemtun barn- anna er lokið, hefst skemtun fyrir fullorðna fólkið. Aðgöngumiðar afgreiddir í Bárunni í dag kl. 1—7 og á morgun kl. 1—5. í kvöld kl. 8V2 byrjar fundurinn í „Jafn- aðarmannafélagi íslands". Félag- ar! Fjölmennið! Greinin „Mér er spurn —“, sem birtist hér í blaðinu í gær, var fyrst send „Vísi“ til birtingar, þar eð hún var rituð út af frásögn í því blaði, undirritaðri „Læknir“, um ópíumvindlinga, sem hann hafði orðið var við að seldir væru hér í Reykjavík. „Vísir“ neitaði grein „Leikmanns" Um rúm og bar við lengd hennar. Stefnuvottaskifti. Þorsteinn Gunnarsson, stefnu- fvottur hér í borginni, hefir sagt þeim starfa af sér sökum heilsu- bilunar. 1 hans stað hefir Einar Jónsson frá Brimnesi, fyrrum hreppstjóri, verið skipaður stefnu- vottur frá næstu áramótum. Hann á heiraa í Þingholtsstræti 15, sími 1583. Skipafréttir, „Esja“ fór til útlanda í gær- kveldi. Hjúskapur. Á aðfangadaginn voru gefin saman i (hjónaband ungfrú Ágústa Guðjónsdóttir, Baldursgötu 22, og Guðmundur Guðmundsson prent- ari, sama stað. Frá Hjálpræðishernum. Opinber jólatrésskemtun verður í Herkastalanum á morgun kl. 8 síðdegis. Aðgangseyrir er 35 aurar fyrir fullorðna, en 20 aurar fyrir börn. Veðrið. HitS mestur 5 stig, minstur 1 stigs frost. Átt víðast vestlæg. Stormur og regn í Vestmannaeyj- um. Deyfa hér og á ísafirði. Ann- ars staðar þurt veður. Loftvæg- MJarta-ás smjsrfikið er bezt. Ásgarður. Veggfðður. Nýkomnar fjöldamargar fallegar tegundir. Orvalið hefir aldrei ver- ið jafn-fjölbreytt og einmitt nú. Komið! Skoðið! Kaupið! Sigurður Kjartansson, Laugavegi 20B Simi 830 Simi 830. Vetrarsjðl, tvílit, mjög ódýr, nýkomin. Alfa, Bankastræti 14. Eyjablaðlð, málgagn alþýðu i Vestmanneyjum fæst við Grundarstíg 17. Útsölu- maður Meyvant Hallgrímsson. Simi 1384. islægð fyrir norðan land á leið til austurs. Otlit: Vestlæg átt áfram, hvöss á Suðurláglendinu í dag„ en skúraveður við Faxaflóa og Breiðafjörð. Hryðjuveður víða í nótt, sennilega vaxandi norðvest- læg eða norðlæg átt um Faxaflóa og Breiðafjörð. Dánarfregn. Ársæll Gunnarsson kaupmaður, sonur Gunnars kaupmanns Gunn- arssonar, andaðist í gærkveldi. Hann lagðist veikur rétt fyrir jól- in. Haldið er, að banameinið hafi veriö hjartabilun. Ársæll heitinn var um þrítugt. Tók hann tals- verðan þátt í skátahreyfingunni hér. Gengi erlendra mynta í dag: Sterlingspund............kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 121,77 100 kr. sænskar .... — 122,20 100 kr. norskar .... — 115,68 Dollar.....................— 4,57 V* 100 frankar franskir. . . — 18,27 100 gyllini hollenzk . . — 183,08 100 gullmörk þýzk... — 108,92 Kveikja ber á bifreiðum og reiðhjólum kl. 3 e. m.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.