Alþýðublaðið - 23.06.1935, Síða 4

Alþýðublaðið - 23.06.1935, Síða 4
SUNNUDAGlNN 23. JONÍ 1935. GAMLA BÍÓ IWm Ást og skylda 1 læknisins. Aðalhlutverkin leika: Clark Gable, Myrna Loy, Jean Hersholt og Elisa- beth Allen. Áukamynd: ÍSLAND, Sýnd í kvöld kl. 7 (lækkað verð) og kl. 9. Barnasýning kl. 5. Þá verða sýndar bráð- skemtilegar myndir, teiknimyndir, fræðimyndir o. fl. 15 anra kostar að kopiera myndir 6x9 cm. Sportvöruhús Beykjavíkur. Kirkjuritið sjötta hefti er nýkomið út og hefst á kveðjuávarpi frá j)jóð- kirkju íslands til „Hins ev. lút. kirkjufélags íslendinga í Vestur- heimi“, eftir dr. theol Jón Helga- son biskup. Þá er grein, sem heitir Forsetar kirkjufélagsins, eft- ir séra Friðrik Hallgrímsson, Minningar vestan um haf, eftir séra Pál Sigurðsson. ísland til- sýndar, eftir séra Jakob Jónsson. Opið bréf til Gunnars Benedikts- sonar, fyrrum prests í Grundar- pingum, eftir séra Benjamín Krist- jánsson, o. m. fl. BARINN. Frh. af 3. síðu. sta'ður Keflavík?“ „No goo'd stað- ur Keflavík,“ segir hann. „This líka no good,“ hann bendir á glasið. „ítalía wine good.“ Hann brosir hróðugur yfir jressum á- gætu athugasemdum. Lítill mað- ur með hvast og þunt nef hefir hlustað á 'Og veltist nú um af hlátri yfir grísa-ensku Keflvík- ingsins. Hann kemur á eftir okkur, pegar við göngum fram gólfið. „Skál,“ segir hann -og opnar munninn svo furðu gegnir fyrir jafn lítinn mann. „Skál amigos. Hasta la vista.“ Spænskan er hans í gleði og glaum, en skyldi ekki annað duga betur í alvörumálum. Hann vindur sér að okkur, áður en við komumst út um dyrnar. „Heyrðu góði,“ sagir hann á dá- lítið drafandi íslenzku. „Heyrðu góði; áttu ekki tuttugu og fimm aura?“ Barinn liggur okkur að baki. Hann er orðinn hluti af karakter bæjarins, þessi staður, með sitt vota borð, og sína giftusnauðu menn. Og pó er hann írsjálfu sér ekkert slæmur, eftir j)ví sem séð verður á yfirborðinu. Veitingarnar eru meinlausar, að því er virðist, að minsta kosti meðan þær eru óblandaðar öðrum efnum, og sjálfsagt getur skenkjarinn ekki gert að því, þó náunginn komi með eitthvað upp á vasann, eða þó giftuleysingjar bæjarins sæki salarkynni hans. En einhvern veg- inn er hann nú samt svona, og það er sú auðvelda skýring hlut- anna, þeir eru einhvern veginn svona. a x VIÐTAL VIÐ SFEFÁN JÖHANN STEFÁNSSON. Frh. af I. síðu. ir menn í Danmörku og nú, enda hefir stjórnin efnt til stórkost- legra atvinnuframkvæmda. Ríkisstjórnin nýtur almenns trausts meðal þjóðarinnar, en hið íhaldssinnaða Landsþing eyðileggur þó mikið af umbóta- starfi hennar. Er því baráttan fyrir afnámi Landsþingsins eitt aðalmálið sem nú er rætt í Dan- mörku, enda er afnám þess fyrsta skilyrðið fyrir því að um- bótapólitík Alþýðuflokksins geti notið sín. Alþýðuflokkurinn heldur nú þing, sem stendur frá 23. (í dag) til 26. þ. m., og verður Finnur Jónsson alþingismaður gestur á því. Stauning forsætisráðherra kemur því ekki hingað í þessum mánuði, en hann skýrði mér frá því, að hann myndi koma hing- að í lok næsta mánaðar. Alþýðuflokkurinn danski er í stöðugum og öruggum vexti. — Ég vil að lokum geta þess, að á hátíðinni í Svíþjóð hitti ég flokksbróður minn, Hakkilla frá Finnlandi, en hann var einn af fulltrúum á Aiþingshátíðinni 1930. Hann sagði, að finski Alþýðu- flokkurinn væri nú búinn að yfirstíga afleiðingarnar af klofningi kommúnista og ráða niðurlögum Lappó-hreyfingar- innar að mestu. Og hann kvað það sína skoðun, að ekki myndi líða mörg ár þar til að finski Alþýðuflokkurinn tæki við völd- um svo að hægt væri að segja, að Alþýðuflokksstjórnir sætu að völdum á öllum Norðurlöndum. NORRÆNT KVÖLD í PARÍS. Frh. af 1. síðu. 1 fyrirlestrinum sýndi prófessor Jolivet fram á, að íslendingar eru ekki eingöngu merkileg þjóð vegna hinnar fornu siðmienningar vorrar, heldur einnig sökum nú- tíma rnenta vorra, sem væru þess verðar, að þeim væri fullur gaunr- ur gefinn. Fór hann nokkrum orð- um um Einar Benediktsson; taldi hann víst, að Einar væri eitt hið mesta ljóöskáld, sem nú er uppi, og að hann hefði ótvírætt náð heimsfrægð, ef hann hefði ort á máli einhverrar annanar stærri þjóðar. Því næst mintist hann á skáldsagnagerð. Dvaldist honum mest við Guðmund Friðjónsson, Guðmund Kamban og þó einkum við Halldór Kiljan Laxness. Þá var sýndur kafli úr þriðja þætti leikrits Kiljans: Straumrof. Var því mjög vel tekið af áheyrend um. — Mun nú í ráði, að leikrit Kiljans verði þýtt á frönsku. Það ber ekki oft viö, ef norræn- ar bókmentir eru kyntar í út- löndum á slíkan hátt og þennan, að Islendinga sé þar að nokkru getið; því síður, að verk þeirra séu kynt umheiminum með jafn- milrium skilningi sem hér. Er oss það einkum mikils virði, hve mjög ant prófessor Jolivet lætur sér um að auka þekkingu Frakka á nútímabókmentum vorum. IÁ hann í alla staði mjög vinveittur þjóð vorri, og njóta allir íslend- ingar, sem koma á heimili hans, hinnar alúðlegustu gestrisni. — Þarna var og dálítil norræn listasýning, en ekki munu h.afa verið þar verk eftir íslenzka lista- menn (að eins myndabók af verk- um Einars Jónssonar), en í fyrir- lestri sínum mintist prófessor Jolivet á allmarga þeirra. Skemtunin var vel sótt og stóð' yfír fulla þrjá tíma. S. A. Gamanvísaasafa Bjarna Bjöms&onar, vísur þær, sem hann syngur nú ásarnt beztu vísum þeim, sem hann áður hefir sungið, eru nýlega komnar út í einni heild, og mun alla þá, sem hlustað hafa á Bjarna, langa til að eignast þær, svo sem „Vísur um útvarpsráðið", „Minnisvarða- vísurnar“, „Hvað amar að?“ „Só'l úti, sól inni“, „Sogsvísurnar", „Jón í hjáleigunni", „Sumir gera það aldrei“, „Sjómannasöngur", „Alveg eins og ég“, „Framfarirn- ar í Reykjavík“ o. fl. ágætt. — Sumar vísurnar eru snjallar, en hinar alls ekki verri en annár skáldskapur, sem þykir fullgóður'’ og selst vel. En aðalkostur vísna- safnsings er, að það ber með sér hreim hins ógleymanlega Bjarna, enda er mynd hans sem eins konar filmstjörnu framan á bók- inni; en hún er 64 síður, kostar að eins eina krónu. Kaupið bókina og lesið hana. Hún fæst hjá öllum bóksölum. Krossfiskurinn. Hjónaefni. í gærkveldi opinbemðu trúlofun sína ungfrú Guðbjörg Sigurjóns- dóttir (Ólafssónar alþihgismanns) Hverfisgötu 44 og Sigurður Jóns- son flugmaður. Friðrik Hjartar skólastjóri á Siglufirði, fiytur erindi í útvarpið kl. 18,45 í kvöld, er hann nefnir: Um Siglufjörð. Málverkasýningu hefir Magnús Á. Árnason list- málari opna í Iðnskólanum. I DAG Næturlæknir er í nótt Jón Nor- land, Skólavörðustíg 6 B, simi 4348. Næturvör'ður er í nóÍLt í Laugn- vegs- og Ingólfs-apóteki. MESSUR: í dómkirkjunni ver'ður guðs- þjónusta til að setja kirkjuþingið. Séra Eiríkur Brynjólfsson á Út- skálum predikar, en séra Gar&ar Þorsteinsson í Hafnarfirði verður fyrir altari. í fríkirkjunni verður messað kl. 5. Séra Árni Sigurðsson pre- dikar. ÚTVARPIÐ: 10,40 Veðurfregnir. 11,00 Messa í dómkirkjunni (séra Garðar Þorsteinsson og séra Eiríkur Brynjólfsson). Setiur almennur kirkjufund- lur. 15,00 Tónleikar (frá Hótel Is- land). 18,45 Barnatími: Um Siglufjörð (Friðrik Hjartar skólastj.). 19,10 Veðurfregnir. 19,10 Tónleikar: Sönglög eftir Schubert (plötur). 20,00 Fréttir. 20,30 Erindi (úr dómkirkjunni); (jm skipun prestakalla (séra Friðrik Rafnar). 21,15 Tónleikar: a) Sumarlög (plötur); b) Endurtekin lög (plötur). Danzlög til kl. 24. Á MORGUN: Alþýðublaðið kemur ekki út. Næturlæknir er Daniel Fjeld- sted, Aðalstræti 9, sími 3272. Bjarni Björnsson endurtekur skemtun sína í kvöld í Iðnó. TU Hallgrímskirkju í Saubæ. Áheit afhent af Bjarna Helgasyni, frá Kristínu kr. 3,00. Beztu þakkir. Ásm. Gestsson. Stefán Guðmundsson söhg í kirkjunni á Siglufirði á miðvikudagskvöld við feikna aðsókn. dónas Sveinsson læknir er meðal farþega til útlanda með íslandinu í kvöld. Verður hann fjarverandi um mánaðar- tíma og gegna þeir læknarnir, Kristján Sveinsson, Gísli Páls- son og Júlíus Sigurjónsson læknisstörfum hans, á meðan. Fór upp í hrepp fyrir skömmu, hafði margt heyrt um pólitíkina þar. Kom að Apavatni. Þar er Helgi, gamall félagi frá skak-árunum; rifjuð- um gamlar endurminningar. Fór um Tungur og Grímsnes. Á Hömrum var einu sinni sterkur maður sem glímdi fyrir biskup- ana. Ég talaði við leikmenn og lærða, sagði þeim um einstæð- ingsskap minn og urðu lærðir menn hissa við að heyra, að bæjarráðið léti mér ekki með- hjálp í té og sögðu, sem satt er, að sjálfur guð hefði fyrir löngu séð, að ekki væri gott að mað- urinn væri einn. Þetta kann að lagast. Oddur Sigurgeirsson. Ath. Var 2 nætur í Reykja- dal, þaðan er hesturinn ættaður. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfs-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 10,00 Veðurfregnir. 12.10 Hádegisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 19.10 Veðurfregnir. 19,20 Erindi: Athyglisverðar mál- farsbreytingar (Friðrik Hjartar skólastjóri). 20,00 Fréttir. 20,30 Erindi (úr dómkirkjunni): Ijm safnaðarfræðslu (Valdi- mar Snævarr skólastjóri). 21,15 Tónleikar: a) Alþýðulög (Útvarpshljómsveitin); b) Einsöngur (Einar Markan); c) Brahms: Kvartet í B-dúr (plötur). Málaflutningur. Samningagerðir Stefán , Jóh. Stefánsson, hæstaréttar málaflm. Ásgeir Guðmundsson, cand. jur. Austurstrætl 1. Innheimta. Fasteignasala Verftsmlðjan Rún Selur beztu og ódýri stu LlKKISTURNAK. Fyrirliggjandi af öllum stamðum og gerðum. Séð um jarðarfarir. mr Sími 4094, Ef yður vantar smurt brauð, þá munið eftir Smurðsbrauðs- búðinni, Laugaveg 34. Sími 3544.' 9 Balilla. | J gær birtir Morgunblaðið langa : grein eftir danska höfundinn J. i Jörgensen, sem býr á ítalíu og er þektur fazistaaðdáandi, og fjallar greinin um Balilla eða ítölsku barnahersvieitirnar. Maður skyldi ætla, að íslenzkt blað myndi ekki geta skýrt frá því í fréttum að í einu landi séu smábörnin alin upp samkvæmt vísindum hernað- arlistarinnar, alin upp til haturs og morða, án þess að láta x ljósi andúð sína og viðbjóð á slíku at- hæfí. En Morgunblaðið er í sjö- unda himni yfir þessari grein og biríir hana með ýmiskonar útflúri til að vekja athygli á henni. Á- stæðan er sú, að hér á fazisminn í hlut, og hér er agitasjón fyrir nazismanum á ferðinni, og hér er verið að reyna að hafa áhrif á Jiugi íslenzkra drengja, til að að- hyllast félagsskapi mazista og faz- ista. Hefir nokkur nokkurn tíma séð í Morgunblaðinu grein urn starf þeirra mannia, sem fórna allri æfi sinni til þess að kenna þjóðunum að lifa í sátt ,hver við aðra. Eða hefir nokkur nokkurn tíma séð grein í Morgunbl. ,um þá hætíu, sem barnssálunum staf- cir frá hernaðarsinnum og ofbeld- isflokkum. Þetta er eins og svo svo margt annað, sem sýnir ,þ.að og sannar, að Sjálfstæðisflokkur- inn er þess albúinn að taka upp starfsa'ðferðir nazista þegar hon- um finst tækifærið komið. Athyglisverðar málfars- breytingar heitir erindi, sem Friðrik Hjart- ar skólastjóri flytur i útvarpið kl. 19,20 annað kvöld. Valdimar Snævarr skólastjóri flytur erindi í út- varpið annað kvöld kl. 20,30. Nefnir hann erindið: Um safnað- arfræðslu. Æskan, júní heftið er nýkomið út. Er þar meðal annars grein, sem heitir Sundíþróttin, og fylgja henni 4 myndir. Þá er önnur grein, sem heitir Islenzkir sund- garpar, með myndum af þremur sundgörpum. Óli Snarfari, saga eftir Erika Mann, þýdd af Guð- jóni Guðjónssyni. Dvergurinn, framhaldssaga. Sundkunnáttan, eftir Svan, skrítlur og margt fleir-a. NÝJA BÍÖ Æíiiijffi tonskáldanaa. StiSSiSÍ! Bráðskemtileg og fjörug tal- og sönjjvamynd l'i á Paramount um tvo unga menn, sem þykjast til þess kjörnir að græða á hljóm- myndasamníngu, og lend x þeir þvl í mörgurn skringi- legum æfinl.ýrum. Áðalhlutverkin leika: Jack Oakte, Taek Haíey. Ginger ííogers og Thehna Todd. Aukamyndin: FRÉTTABLAÐ og TEIKNÍMYND. Sýningar kl. 5, 7 og 9. (Bai nasýning kl. 5. Álþýðusýning kl. 7). Bíladekk* Síerkasta ameríkðnsk tegimd, mjög ódýr. Skoðið þau. Þórður Péturs- son & Co. ALLA venjulega matvöru og lireiniæiisvöm, sel eg með lægsta verði. Fljót og góð afgreiðsla. Sent wfl allan bæixm. Cæsa? lar, ilmi 2587. Alúðar þakkir fyrir sýnda samúð við fráfall og jarðarför Magmisar Vigfússonar verkútjóra, Kirkjubóli. Solveig Jónsdóttii* 1, börii og tengdabörn. Reykjavík, Akiirejrrl Akiire$rlf Me^kjawlk Alla Mánudaga, Miðvikuílaga ©g Föstudaga. Frá Akureyri sömu daga. Afgreiðsla á Akureyri er á Bifreíðastöð Oddeyrar. BifreiðastilO Stelndöra. Sími 15807

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.