Alþýðublaðið - 11.03.1920, Síða 4

Alþýðublaðið - 11.03.1920, Síða 4
i ALÞÝÐUBLAÐIÐ Nokkur hús hefi eg til sölu. Sömuleiðis hefi eg verið beðinn að .útvega nokkur hús til kaups, einkum lítil. Þeir sem kynnu að vilja kaupa, selja eða skifta húsum eða lóðum, ættu að snúa sér sem fyrst til éxunnars Sigurðssonar, Jra SaíaíœR. Simar: 12 (skrifstofan) og 151 heima. Tilkynning. Að gefnu tilefni tilkynnist hérmeð að eg er að- alumboðsmaður fyrir KODAK AKTIESELSKAB, Köbenhavn og að Kodaks vörur verða ekki afgreidd- ar til landsins nema fyrir mína milligöngu. Verðlistar og allar upplýsingar látnar þeim í té sem óska. Virðingarfylst. Ilans Petersen. Auglýsin Um öll erindi viðvíkjandi sóttvörnum, sem varða sóttvarnarnefnd Reykjavíkur, eru menn beðnir að snúa sér til lögregluvarðstofunnar í Barnaskólahúsinu. Inn- gangur i hana er úr skólaportinu um miðdyrnar gegnt Laufásvegi. Sími 193. Varðstofan er opin dag og nótt fyrst um sinn. Lögreglustj órinn. Prjár duglegar kaupakonur JColi konnngnr. Bftir Upton Sinclair. Önnur bók: Prœlar Kola konungs. (Frh.). En þau sneru sér brátt að efn- inu aftur og urðu ásátt um, að sendinefndin færi næsta dag um nónbilið til verkstjórans; jafnframt skyldu hin öll breiða fréttina út meðal allra verkamanna. „Þetta mun breiðast út, eins og eldur í senu“, sagði Edström, „eftir hálftíma mun enginn ganga þess dulinn í öllum námunum, að sendinefnd verkamanna er komin til verkstjórans, til þess að krefj- ast vogareftirlitsmanns". Hingað til hafði Tom Olson þagað. En nú stakk hann upp á því, að þau skyldu ákveða hvað taka ætti til bragðs, ef valdi yrði beitt. „Heldurðu að hætta sé á þvír" spurði frú Davíðs. „Það geturðu reitt þig á“, sagði Mike. „í Cedar-fjöllum fórum við einu sinni til verkstjórans og sögðum, að loftrásin væri í ólagi. Hvað haldið þið að hann hafi gert við þá sem komu? Hann gaf sérhverjum þeirra á hann og sparkaði svo í þá og kastaði þeim á dyr“. „Já“, sagði Hallur, „ef til þ'ess kemur, verðum við að vera við 'því búin“. „Hvað ætlarðu að gera?“ spurði Jerry „Ef hann slær mig, ber eg hann aftur, og ekki minna". Menn Iétu í Ijósi samþykki sitt, í lágum hljóðum. Svona átti það að veral Hallur sá, að hann hafði haft áhrif á þau. Hann var þegar orðinn hreykinn af foringjahæfi- ieikum sfnum. En ekki leið á löngu, unz hann fékk kjaftshöggið, sem hann hafði nýskeð minst á. Hægt og ömurlega kvað við konu- rödd úr einu horninu: „Ójá — ®g verða svo drepinn fyrir alla fyrirhöfnina!“ Hann leit á þung- búin og gremjulegan svip Mary Burke. „Hvað áttu við?" spurði hann. „Vilt þú, að við snúum við og tilaupumst á brott?" „Já", sagði hún, „fremur en að fáta drepa þig. Hvað ætlar þú að gera, ef hann dregur upp skamm- byssuna sína?“ „Mun hann skjóta á sendi- nefndina?" ÁUar samkomur eru bannaðar hér í bæ, en þó mega menn safn- ast saman f stórhópa á uppboðum! Hvað veldur? Spnrnll. Srari þeir, sem hlut eiga að máíi. og kaupamaður óskast á gott heimili í Laugardalnum. Afarhátt kaup. Finnið Guðgeir Jónsson, bókb. Laugaveg 17 (bakhúsinu). Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafnr Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.