Bjarki


Bjarki - 24.12.1902, Side 2

Bjarki - 24.12.1902, Side 2
2 B J A K K I, Sólar/ag. Vor blessaða sól er nú hnígin hafs við bnin, en logagylta’ á himininn ritar hún rún. Og inndælum kvöldroða’ hún dreifir yfir dröfn, á smáöldunum dans stiga gullin geislasöfn. Og aftanblær andar svo yndislega hlýr, á himni, jörð og hafi guðs helgur friður býr. En kvöldroðinn dofnar og hverfur ótt, svo ótt, hin þögla, kyrra, draumhýra nálægist nótt. Það skyggir, það skyggir, hinn bjarti dagur deyr og himintjöldin dimmblána altaf meir og meir. En þá koma stjörnurnar, þúsund sólna fjöid! Ó, yndislega guðdómleg eru svona kvöld! Hve ljúft væri' og inndælt að festa feigðar blund svo fagurlega’ og rótt eins og þessi er aftanstund! Ben. Þ. Gröndal. Vinsalan á Seyðisfirði í 42. tbl. Austra þ. á. hefur síra Björn Þorláksson á D mrgasteini svarað greininni með þessari fyrirsögn í 38. tbl. Bjarka í haust. Hann mótmælir fyrst og fremst þeim um- mælum Bjarka, að árángurinn af samtökum kaupmanna hjer í fyrra, um að hætta áfeingis- sölu, hafi orðið allt annar en til var ætlast, og segir bæði áfeingisnautn hjer í kaupstaðn- um og áfeingissölu til nærsveitanna hafa verið mun minni þetta ár en undanfarandi Jeg skal ekki um þetta þrátta. En að þv> er snertir áfeingisnautnina hjer í bænum, þá verð jeg að segja, að jeg sje ekki muninn, sje ekki, að hún sje minni en áður. Hinu er jeg ekki kunnugur, en bygði ummæli mín um það á trásögn ýmsra Hjeraðsmanna. En þótt potta- talan hefði verið nokkru lægri, þá vegur það í mínum augum ekki upp á móti því, að áfeingið, sem nú hefur verið selt, er dýrara og verra en áður og verslunin með það leyni- leg, eða ólögleg. Annað það sem sjera Björn mótmælir í grein Bjarka er tillagan um fyrirkomulag vín- sölunnar framvegis. En ágreiníngurinn er þar fólginn í því, að hann er bannlagamaður, en jeg mótfallinn bannlögunum. Hann segir fyrst og fremst: Af því að það er rángt hjá Bjarka, að árángurinn af samtökum verslananna í fyrra, um að selja ekki áfeingi, hafa orðið allur annar en til var ætlast, þ. e: af því að minna hafi verið selt næst undanfarið ár en áður, — þá sje ekki ástæða til að hverfa frá þeirri aðferð sem upp hefur verið tekin. Þetta er mjög athugaverð vörn fyrir mál- stað hans. Því þar er aðeins tekið tillit til þess sem unnist hefur við samtökin f eina átt, en ekkert til hins, hvað illt hefur af þeim hlotist í aðra átt. Setjum nú svo, þótt jeg telji það ekki rjett, að vínkaup hefðu minnkað að miklum mun hjer í kaupstaðnum eftir samtök kaupmann- anna, en að megnið af því víni sem síðan I hefði verið keypt hefði verið selt með ólög- legri verslun. Því sú mundi verða reyndin á, ef sölubanninu yrði framgeingt. I hans augum ætti þá þetta einga þýðíngu að hafa, eða, það væri vel ti! þess vinnandi, úr því að vínnautn og vínkaup minnkuðu um leið. I mínum augum horfir þetta mál allt öðru- vísi við. Jeg játa, að það sje gott og æski- legt að vínkaupin minnki sem mest. Og með þessu getur unnist að hefta þau nokkuð, en það vinnst með því, að leiða inn annan ósið og miklu verri. »Er það t. d. sama, hvort tollur er goldinn til landsjóðs eða ekki af vmi því sem keyft er og se!t í landinu, úr því að víníð er á annað borð tollað ? Er það sama, hvort vín- salarnir komast hjá að borga lögboðið gjald fyrir vínsöluleyfi sitt, eða ekki? Og loks : Er það einskisvirði fyrir bæjaríjelag kaupstaðarins, hvort ágóðinn af þeirri ví nsölu og vínnautn, sem á annað borð fer fram í bænum, lendir í honum, eða utan hans ? Þessu öllu verð jeg að svara neitandi. Jeg tek þetta fram til að vekja athygli manna á því, að eftir skoðun þeirri se m fram kemur i grein síra Björns í Austra, er allt þetta lítilsvirði, ef aðeins hefði tekist með samtökum kaupmanna að færa niður pottatöl- una sem seld hefur verið af áfeingi í kaup- staðnum, Og einmitt út frá þessu sjónarmiði berjast formælendur sölubannsins fyrir því. Það liggur í augum uppi, að komist sölubann á, þannig, að bannað verði með öllu að selja vín í Iand- inu, þá verður afleiðíngm óheftanleg og óvið- ráðanleg leynisala. Það er nokkurnveginn hægt að gerasjer grein fyrir því fyrirfram, hvernig sú leynisala mundi koma upp og magnast. Allir eiga að hafa leyfi til að panta vín. Og þeir hafa einnig leyfi til að panta vín fyrir aðra. Nú er ekki ólíkiegt, að í kaupstöðum landsins, t. d. hjer á Seyðisfirði, tæki einhver viss mað- ur eða vissir menn, einkum að sjer að ann- ast um þessar vínpantanir fyrir náúngann. Og þegar svo er komið, hefur maðurinn allt- af vín til. Þeir sem koma til hans til þess að biðja hann að panta fyrir sig geta þá feing- ið það að láni hjá honum þángað til pöntun- in kemur. Lögin geta ekki bannað einum að lána öðrum af því sem hann hefur pantað fyr- ir sjálfan sig. Og þau geta ekki bannað honum að taka um leið og hann lánar þetta við peningum fyrir pöntuninni, peníngum sem eftir samkomulagi milli kaupanda og seljanda eru fyrir það sem látið er úti jafnframt og vínið er afhent. A þennan hátt verður vín- pöntunin að vínsölu, leynilegri og ólöglegri sölu. Síra Björn segir, að til þess að komast al- veg hjá leynisölunni sje ekkert annað ráð, en að gera vínsöluna alveg frjálsa; gjaldið fyrir vínsöluleyfið sje nægilega hátt til þess, að allir vilji gjarnan komast hjá því, og þetta sje þeim því alltaf hvöt til leynisölu. Þetta getur verið að nokkru Ieyti rjett, en að öllu leyti er það ekki rjett. Það er sjálf- sagt rjett, að vínsölugjaldið síðasta hefur skap- að leynisölu í smáum stíl, einkum í þeim kaup- stöðum þar sem einginn verslun hefur keyft vínsöluleyfi. En algert vínsölubann mundi skapa leynisölu í stórum stíl. Jeg tel víst, að meiri hluti manna kaupi miklu síður hjá þeim sem þeir vita að selur ólöglega, en hjá öðr- um við hliðina á honum, sem selur með fullu lagaleyfi. Leynisala magnast einkum þegar menn finna að óeðliieg bönd eru lögð á frjálsa sölu vör- unnar. Og sú mundi verða ástæðan til þess að leynisalan yrði óheftanleg og óviðráðanleg, ef bannlagamönnunum tækist að koma sölubanni á. Hún mundi þroskast í skjóli þeirrar skoð- unar hjá fjölda manna, að það væri rjett og sjálfsagt að fara allt hvað unnt væri í kríng- um lög, sem, eins og þessi, væru knúin fram í trássi við alla sanngirni. Það er þetta sem skiftir mönnum í tvo flokka þegar um bindindismálið er að ræða. Því allir viðurkenna starf bindindismannanna meðan þeir láta sjer nægja að vinna í þá átt, að hafa áhrif á sannfæring og sómatilfinning manna að því er snertir nautn á víni. En þegar þeim tekst að fá lagavaldboð með sjer til þess að þraungva kosti þeirra sem ekki geta fylgt þeim að öllu leyti, þá er sigurför þeirra á enda. Þá hafa þeir vakið rjettmæt- an mótþróa gegn málefni sínu, sem uppruna- lega var gott. Vínsölubannlög mundu hafa íllar afleiðingar en ekki góðar og ættu aldrei að komast á. En hitt er rjett, að reynt sje á allan eðlilegan hátt og með sanngirni, að draga sem mest úr vínkaupum og vínnautn. Og í þessa átt fór tillaga Bjarka um að bærinn tæki að sjer vínsöluna. Því þá væri það alltaf í höndum bæjarstjórnarinnar að setja henni þær reglur og þau takmörk sem hún álítur að heppileg- ast sje. JCeimastjórn - þjóðræði. -0- Hvað er þessi „heimastjórn"? — Heimsku vorrar dreypifórn; niðurskurður níðs og rógs; not hins sanna menntaplógs; fjörbaugsgarður fólskujags, fyrirmunun stundarhags; sveitadráttar dauðasök; Drottins nýu stjórnarrök! Hvað er þings og þjóðræði? Það er fólksins rjettvísi. Siðabót þess betri manns, byggð á rökum sannleikans; eiginviljans fúsa fórn fyrir rjetta lagastjórn —- fyrir allt, sem ljettir lýð líf og dauða, rúm og tíð!

x

Bjarki

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.