Bjarki


Bjarki - 24.12.1902, Qupperneq 5

Bjarki - 24.12.1902, Qupperneq 5
B J A R K I. 5 henni og skipaði henni bistur að tala. Eftir lánga bið svaraði hún með mikilli áreynslu : »Nei, nei!« — »Hver hefur bannað þjer að tala? segðu mjer það!« sagði hann, »Nei, nei,« svaraði hún, Hann skipaði henni að gráta og tárin komu strax fram í augun á henni. Hann skipaði henni að hlæja og hún hló hátt. Hann skipaði henni að lyfta hægri handleggnum, sem var stirður og harður eins og járn. Handleggurinn varð strax beygjan- legur og hún lyfti honum upp. Síðan skip- aði hann henni að segja, hvar frú F. væri nú meðan þau töluðu saman. Stúlkan sagði að hún væri að heingja þvott upp í garðinum sínnm. Það var rannsakað hvort þetta væri rjett og stóð það heima. Foreldrar stúlkunnar ákærðu nú frú F. fyr- ir að hafa beitt barnið töfrabrögðum og vildu láta hana sæta ábyrgð fyrir það fyrir dómstól- unum. Almenningsálitið var einnig móti frú F., svo hún neyddist til að flytja burt úr bæn- um. Sömu tilraunirnar og áður eru nefndar voru endurteknar við stúlkuna síðar, hún var látin hlæja, gráta, lyfta handleggnum, og gekk það eins og áður. Líka gat hún nákvæmlega sagt, hvaða peningi sá hjelt í lófa sínum sem hún talaði við, hvort það var fránkapeníngur, tveggjafránkapeningur o. s. frv. Þetta hefur verið staðfest í nærveru dr. Rigaillands. Sjúklingurinn lá þá í svefni í almennu stjarfaflogi. 22. maí var henni skip- að á meðan á floginu stóð, að vakna, en hún svaraði: »Nei, nei!« Hún sagðist vakna á föstudag, 24. maí, kl. 3. e. m Þennan dag kl. 2^/2 dró hún andann nokkrum sinnum þúngt, og smátt og smátt fór stirðleikinn að hverfa úr líkamanum. Hún heyrði þá allt sem talað var til hennar. Og rjett um Ieið og klukkan varð þrjú vaknaði hún allt í einu fullkomlega og hafði þá sofið stöðugt síðan 16. maí, eða í 8 daga. Daginn eftir var hún alveg heilbrigð; það lá vel á henni og hún hafði góða matarlyst. Fyrstu dagana eftir að hún sofnaði hafði hún nærst á dálitlu af kjötsúpu tvisvar eða þrisvar á dag, en síðustu dagana hafði hún alls ekki smakkað mat. Maginn var samt sem áður vel heilbrigður á eftir. Frá 26. mai til 10. júlí kom ekkert fyrir. En 11. maí sagði hún, að hún hefði allt í einu eins og í »opinberum« sjeð frú F., sem hún hefði nú ekki hugsað um leingi. A sömu stundu fjekk hún flog og fylgdu því andköf og grátur Foreldrar hennar stóðu yfir henni ráðalaus. I því kom maður inn og sagði frá, að frú F. hefði verið að koma rjett í þessu, en hún hafði þá ekki komið til bæjarins síð- an 18 maí. Stúlkan var þá send til Angouléme til dr. Fourmiers og var hún þá stöðugt tiifinn- ingarlaus. 14. júní dáleiddi hann hana með því að horfa skarpt á hana. Eftir tæpar 5 mínútur fjell hún í svefn og líkaminn varð harður og stirður eins og í stjarfaflogunum. Síðan skipaði hann henni að trúa ekki framar á áhrif frú F. og vakti hana svo strax með því að blása á augnalokin á henni. Síðan hefur hann ekki sjeð hana. En í nóvember í fyrra skýrði móðir hennar honum frá, að hún hefði ekkkert flog feingið síðan hún kom frá honum, en væri veik í maganum. Læknirinn, sem um þetta ritar, segir að frú F. eigi ekki með vilja neinn þátt í þessu. Það eru að eins ímyndanir stúlkunnar, að frú F. hafi einhver yfirráð yfir henni og áhrif á hana. Hann kveðst tveimur árum áður hafa orðið var við hið sama hjá 18 ára gamalli stúlku sem hann hafði til lækninga. Hún hafði feing- ið þá ímyndun, að ef kona, sem bjó í næsta húsi, væri nærstödd, þá hyrfu taugaveiklunar- köst þau sem þjáðu hana. Og hún gat ná- kvæmlega sagt á hverri stund sem vera vildi hvar þessi kona væri stödd. 25 ára gamla konu hafði hann einnig einu sinni til lækn- inga. Hún var flogaveik. Einu sinni sagði hún honum, að flogin kæmu í hvert sinn sem teingdamóður sín heimsækti sig. »Jeg eins og verð vör við hana lángt 1' burtu« sagði hún, »og flogin byrja einmitt um leið og hún stígur inn úr dyrunuui og inn í gánginn.« (Ur Kringsjá). Ifm oefurnætur. —o— Gnauður alda um græðis hyl, glymja kaldir vindar, blómin halda Heljar til, hvítu falda tindar. Hjartadul og hörð og forn, heljarkul er selur, veðra — hulin — hrikanorn hræsvelgs þulur gelur. Dvínar Ijós og dagur þver, dregst að ósum klaki, plantast rós á gluggagler, gaddur hrósar taki. Norðra gammur geysar fram, gráa hramma skekur, tröllarammur Þjassa-þramm þreytir, glamm og vekur. Þó að bresti af frosti Frón, feiknum verstu skarti röst, skal ei festa1 á lyndis-ljón, laungum best er stillíng föst. Því að sporin Þjassa hörð þiðna* af orum hlíðum, þegar skorar þrúðhelg. jörð þýtt á vor með blíðum. Ben. Þ. Gröndal. 117 Hesturinn nam staðar meðan hann var að skrifa. Pegar prestur var búinn að skrifa, var hann svo lopp- nn að hann gat varla haldið á blýantinum. Haun ætlaði að hreifa fætuma, en þeir voru alveg stirðnað- ir og tilfinníngarlausir lángt uppeftir. Nú fann hann fyrst til kuldans. Hann stakk brjefinu og blýantin- um með hendinni inn í vetlínginn, greip pískinn, kallaði: „áfram!" og hjelt svo á stað aftur. Of seint, prestur! Alltof seint! Hefurðu tekið eftir hríðarbakkanum á bakvið þig? Hann hefur setið um þig, hann hefur elt hæla þína og hann mun kremja þig í hinum ísköldum örmum sínum. ' Með óteljandi nálarodda, sem eru miklu oddhvassari, miklu kald- freðnari en nokkur setníng í kreddukerfi þínu, kemur hann eins og EHasarkápa fallandi yfir þig frá himr.i. Hann þarfnast hvorki 97 eða 79 greipa um aftur- hvarfið; hann snýr öllu við á svipstundu. Hann stígur upp aftaná kerru þína með grásköllótt höfuðið og íllileg augu. Og óðar en varir slær hann út kápu- löfum sínum og hylur sjóndeidarhrínginn allt í krín ,. Snjójel og þokubólstrar ryðjast fram í þjettum, óstöðv- andi fylkíngum og troða yfir hús og menn, kirkjur og klerka; himinn og jörð verðaað óendanlegu, gráu 118 hafi. Oerðu upp reikníng þinn í flýti, prestur! áður lángt um líður stendur þú frammi fyrir dómara þín- um. ísþokan er farin að anda á þig, þreingja sjer inn í augu þín og eyru, anda kalt á varir þínar, smjúga niður í lúngun; ætlarað grípa með járnkaldri lúkunni uin hjarta þitt og stöðva það. Embættis- bræður þínir bíða þín til einskis kríngum borðið í fundarsalnum. Ræðu þína um Elísarkápuna heyrir aldrei nokkurt eyra. Hún er á stormguðsins valdi eins og sjálfur þú. Hjer á sljettunum hefur þú lif- að og hjer skalt þú deyja. Eftir fyrirskrifuðum regl- um hefur þú kuldalega og kærulaust leitt söfnuð þinn inn í kirkjutrúarinnar stóra íshús og hamast móti lögmáli náttúrunnar eins og væri það afguð trúleys- íngjanna. Nú kemur þetta náttúrulögmál og leiðir þig jafnkæríngarlaust og hlýðið forskrift sinni inn í sitt eigið ísmusteri, lokar augum þínum og lætur stormana sýngja sálmana yfir líkinu. Og eitigin bæn til guðs getur frelsað þig úr höndum þess. Ekkert kraftaverk er gert til að hjálpa þjer. Á meðan situr konan þín heima skjálfandi af hræðslu og kvíða, ekki vegna þín, heldur vegna sjálfrar sín og þeirra hugsana, sem á hana stríða. Nú 119 verður að hrökkva eða stökkva. Hún ætlar að skrifa manni sínum á prestafundinn til þess að búa hann undir það sem til stendur. Þegar hann kemur heim aftur, ríður þruman yfir. Hún hefur vakað, hún hefur grátið, hún hefur beðið, hún hefur rifið sundur hverja byrjunina á brjefinu eftir aðra. Nú situr hún aftur við skrifborðið og skrifar: „Kæri Kristinn! Elskulegi eiginmaður minn! Jeg verð að trúa þjer fyrir einu, sem leingi hefur kvalið mig, en jeg hef allt til þessa ekki þorað að segja þjer: Jeg hef tapað þeirri trú, sem þú hefur-jeg er komin yfir í flokk vantrúarmannahna." Hún var í efa um, hvort hún ætti áð setja þetta hræðilega orð í brjefið, því hún vissi, að það mundi slíta sundur hvert band, sem teingt hafði þáu saman og slaungva henni út í eilífa glötun. Hún gat ekki látið það standa. Hún stökk á fætur, hljóp að glugganuin og leit út - myrkur, myrkur. Snjórinn var farinn að þyrlast um húsið' og stormurinn lagðist fast á gluggana. Hvertátti hún að flýja? Skaflarnir lögðust að húsveggjunum allt í kríng. Hún hljóðaði upp, fleygði sjer í rúmið, dró sængina upp yfir höf- uðið og lá skjálfandi undir henni.

x

Bjarki

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.