Bjarki - 24.12.1902, Síða 7
B JARKI.
7
þeir fái fiskinn með gjafverði. »Vjer eigum
von á fimm gufuskipaförmum frá Copeland og
Berrie«, segja þeir.
Afleiðingin af þessu hefur verið sú, að skip,
sem komið hafa frá Islandi, hafa orðið að bíða
í ráðstöfunarhöfn erlendis, af því að ekkert
boð hefur feingist í fiskinn, eða þá alls ekkert
viðunandi boð.
Um miðjan ágúst komu skipin »Christian«
(frá Bryde), »Asta« (frá Duus), og »Hebe«
(frá Á. Ásgeirssyni) í ráðstöfunarhöfn, og voru
farmarnir loks seldir til Bilbao, eftir 6—io
daga bið, á 65 rígsmörk f. o. b.1, og sama
verð fjekk Ásgeirsson fyrir farm sinn með
»Union«, 4. sept. síðastl.. eftir að skipið hafði
legið 6 daga í ráðstöfunarhöfn.
Málfiskur sá, er Duus og Lefolíi sendu með
»Vonin«, seldist í sept., eftir 8 daga bið í
ráðstöfunarhöfn, á 64 rígsm. (Duus) og 62
rígsm. ((Lefolíis) og eftir síðustu fregnum fara
þó horfurnar enn versnandi.
Það eykur og mjög á áhættuna, að heita
má allsendis ómögulegt, að selja fisk fyrirfram,
eða fyr en skipin eru í ráðstöfunarhöfn kom-
in, og lendir því tjónið á verlsunarstjett vorri,
ef farmurinn verður fyrir sjóskemdum á leið-
inni, án þess skip nemi grunn.
Að því er snertir smáfisk og ísu, þá hafa
söluhorfur að vísu verið rokkru skárri, en
verðið þó einnig lækkandi um þessar mundir.
Smáfiskur seldist 1' ágúst á 52 — 54 kr., al-
geingast, en nú ekki von um hærra verð, en
50 og 40 kr. f. o. b. (Þjóðviljinn.)
Gvendur og Glói
—o—
Hann Ovendur sat og Glói hjá;
þeir gættu báðir saman ánna.
Og Gvendur sat í grænni lá
með grautarask á niilli hnjánna.
En Glói lá þar hægur hjá
húsbóndanum. Rakkinn væni
mjakaði sjer maganum á
og mændi eftir hverjum spæni.
Þetta er dygðin, dreingur minn,
- dilla skotti, kunna’ að bíða.
Horfðu vel á hundinn þinn,
hann er að kenna sjálfum þjer að skríða.
Og vittu til, þín bíða bein
og bitur frarn í skauti tíða,
blessun guðs og auðna ein,
ef þú bara lærir vel að skríða.
Fl.
Búnaðarframfaragrein
Björns Jenssonar kennara, sem Bjarki flutti í haust
útdrátt úr, hefur vakið mikla eftirtekt. í Reykjavík
var í haust haldinn umræðufundur, sem Búnaðarfje-
lag íslands stofnaði til, til þess að ræða um innihald
greinarinnar.
1 f. 0. b." þýðir: auk vanalegrar fraktþóknunar.
^5 rj’gSmarka sala svarar til 55-56 kr. netto.
Ýmsum af þeim sem þar tóku til máls þótti B. J.
krefjast helst til víðtækra breytínga. Þeir vildu ekki
láta byrja á þvi að plægja túnin og sá í þau gras-
fræi, heldur nota þessa aðferð fyrst og fremst við alla
nýa túnauka, t. d. í þurrum móum og á ræktunar-
litlum útskæklum.
Stefán Stefánsson kennari á Möðruvöllum ritaði
móti grein B. J. í „Norðurland" og sagði þar, að
aðferð hans ætti vel við Suðurland, því þar er jarð-
vegur blautur, en miklu síður við Norðurland.
En grein B. J. er mjög merkileg, og ættu allir
sem við jarðrækt fást að athuga vandlega efni hennar.
Með Agli
fóru til útlanda um daginn Stefán Guðmundsson
verslunarstjóri á Húsavík og Jósef Björnsson skóla-
stjóri á Hólum. Jósef ferðast í vetur um Noreg,
Svíþjóð og Danmörk til þess að kynna sjer búnað og
búfræðiskennslu í þessum löndum.
Biarki.
Með þessu tölublaði er lokið VII. árg. Bjarka og
kemur blaðið ekki út milli jóla og nýárs.
SMÁVEGIS
—o—
Fólkstalan í Argentínu í Suður-Ameríku var
um síðastl. nýár 48.000,000. Lángmestur
innflutningur er þángað frá rómönsku þjóð-
unum, ítölum, Spánverjum og Frökkum.
Landið tekur á síðustu árum mjög miklum
framförum, mest með tilstyrk enskra auð-
manna. Þeir eiga þar ógrynni fjár í allskon-
ar fyrirtækjum, járnbrautum, jarðræktunarfyrir-
tækjum o. s. frv. Höfuðborgin í Argentínu
hefur nú 800,000 íbúar Og kvað vera mjög
skrautleg borg.
27,887 kirkjur eru í Englandi og Wales;
þar af eru 15,309 engilsaxneskar.
•
Þann heiður hlaut Ungverjinn Gezsa Mar-
oczy í mars í vetur á skákþínginu í Monakko,
að verða fyrsti skákmeistari heimsins. Annar
í röðinni er ameríkumaðurinn Pillsbury, þriðji
pólverjinn Jannovski og fjórði Þjóðverjinn
Teichmann.
Qísli póstur
varð fyrir hrakníngi í Eyvindará á leiðinni norður
uin daginti, segja Hjeraðsmenn. Hann sendi með
pósthestana yfir á brúnni, en reið sjálfur beina leið
frá Eyvindará í Egilsstaði og út í ána á vaðinu, eða
þar í nánd. En dimmt var orðið og áin í miklum
vexti og kom hann úr henni votur frá hvirfli til
ilja og klökugur heim í Egilsstaði, en sakaði þóekk-
ert og hjelt áfram ferð sinni morguninn eftir.
Kolaframleiðsla heimsins var árið 1901 um
840 miljónir tonna. Þar af var frá Bandarík-
unum 290 mill, Bretlandi 246 millj. Þýskalandi
200 millj, tons; Frá Bandaríkjunum var flutt ý1/^
millj. tonna, mest til Kanada og Suður-Ameríku,
og nokkuð til Evrópu, þannig !/4 mill tons til
Frakklands. — Þar voru grafin úr jörðunni
53^/2 millj. tonn af antracitkolum; önnur kol
er bannað að brúka i hinum stærri bæjum,
Newjork og Boston. At venjulegum steinkol-
um var frá Pennsylvania 85 mill, Illinois 26
B æjarst jórna rf undur
var haldinn í gær. Samþ. var að kaupa af Sig.
kaupm. Johansen götuljósker það, sem stendur fram-
anvið hús hans, fyrir 25 kr. Bæjarfógeti skýrði fráað
hann hefði samið við Jónas póstafgreiðslumann
Stephensen um pössun á götuljósunum, fyrir 12 kr.
endurgjald, það sem eftir er vetrarins.
Samþ. að taka tilboði frá Fr. Gíslasyni og Andr.
Rasmussen um að leggja vatnsleiðslu um Ölduna og
út að Goodtemplarahúsi sunnan megin fjarðarbotnsins.
Bæjarfógeta og þeim Stefáni Jónssyni og Eyólfi
Jónssyni var falið að semja við þá um verkið.
Samþ. að taka 9000 kr. lán gegn ábyrgð bæjarfje-
lagsins til að koma vatnleiðslunni á og bæjarfógeta
falið að útvega lánið.
I
Sig. Johansen og Tryggvi Guðmundsson kosnir í ;
kjörstjórn með bæjarfógeta við kosníngu tveggja
manna í bæjarstjórn eftir nýárið í stað E. Th. Hall-
grímssonar og Eyólfs Jónssonar, sem búnir eru að
vera lögákveðinn tíma í bæjarstjórninni.
Kosníng í bæjarstjórn
á tveim fulltrúum fer fram 3. jan. næstkomandi.
Sjúkir læknar.
Eins og áður hefur verið skýrt frá í Bjarka hafa
þeir íngólfur læknir Gíslason á Einarsstöðum í Reykja
dal og Sigurður læknir Pálsson á Sauðárkrók leingi_
legið sjúkur á spítalanum á Akureyri, lngólfnr í botn-
lángabólgu, en Sigurður í beinátu í kjálkanum. Þeg-
ar Egill fór að norðan um daginu voru þeir báðir á
góðum batavegi.
485,000 kr.á hvert eintak af skrautútgáfu af
ritum Charles Dickens, heimsfræga söguskálds-
ins, að kosta, sem kostað er af forleggjaranum
G. D. Sproul í New York. Það eru að eins
prentuð 15 eintök, svo ólíklegt er að kostn-
aðarmaðurinn komi til að liggja með mikið óselt.
Alls koma út 130 bindi og kostar hvert 1000
; dollara (3750 kr.). í hverju bindi er inngángur,
kritík, sjerstaklega um það saminn, eftir fræg-
? ustu höfunda, t. d. Bret Harte, William Ross-
ett, Edmund Goose og George Gissing,
Myndirnar sem fylgja, eru einnig búnar til af
frægum listamönnum. Þær eru bundnar inn
sjer í 7 — 8 bindi. Þar að auk fá kaupendur
eftirgjörðir af hinum eldri, frægustu Dickens
myndum; t. d, Cruikshank o. fl.
Hin nýja brú milli New Jork og Brooklyn,
sem verður fullger eftir tvö ár, er áætláð að
kosta muni 29 milljónir kr. Hún verður 2200
metra löng (sú, sem nú er, er 1858 m.) og
36 metra breið.
Brúarstöplarnir eru úr stáli og eru 100 met-
ra háir; hver þeirra vegur 3000 tonn. Brúin
sjálf vegur 20,000 tonn. Þegar hún erfuilgerð
verður búið að eyða 2 millj. metra af timbri
að lengd, 130000 ferhyrningsmetrnm múrsteypu
og 450000 tonnum af stáli.
Fegursta postulínssafn heimsins seldi James
A. Garlund nýlega fyrir 2,160,000 krónur.