Bjarki


Bjarki - 22.10.1903, Page 2

Bjarki - 22.10.1903, Page 2
2 BJ ARKI. skorar á stjórn Eiðaskólans að sjá um að Hagelands mjaltaaðferð verði kend við skólann® var samþykkt. Tillaga frá sama: »Framkvæmdanefnd bún- aðarsambandsins falið að beina þeirri áskorun til hreppsnefndanna á Fljótsdalshjeraði: að þær hlutist til um hver í sínum hreppi að hin nýja mjaltaaðferð útbreiðist hið fyrsta« var samþykkt einnig. 5. Stœrri jarðabœtur. Fundurinn skorar á búnaðarfjelög sambandsins að senda framkvæmd- arnefndinni skýrslur um stórfeldar jarðabætur sem væru hugsanlegar á fjelagssvæðinu. 6. Fundurinn felur framkvæmdanefndinni að skora á hreppsnefndir þeirra hreppa, þar sem eingin búnaðarfjelög eru nú, að gángast fyrir stofnun slíkra fjelaga á næsta vetri. 7. Væntanlegri framkvæmdarnefnd er falið að semja frumvarp til laga fyrir Búnaðarsam- bandið og leggja það fyrir næsta fulltrúafund þess. 8. í framkvæmdarnefnd Búnaðarsambands- ins voru kosnir: sjera Einar Þórðarson, Jónas skólastjóri Eiríksson og sjera Magnús Bl. Jóns- son. Fleira kom ekki til umræðu. Fundi slitið. Magnús Bl. Jónsson Jón Jónsson T.rT Bækur. —o — H. ANQELL: SVARTFJAL.LASYNIR. — SÖGUR FRÁ MONTENEGRÓ. Helgi Valtýsson þýddi Prentsmj. Seyðisfjarðar 1Q03. Það er hr. Davíd Östlund sern gefur þessa bók út. Og heiður má það kallast fyrir Seyðisfjörð, að frá prentsmiðju hans hjer koma nú þær bækur sem einna vandaðastar eru að útgáfu af því, sem nú er út gefið hjer á landi. Pó prentsmiðjur tvær hafi verið hjer undanfarandi • um allmörg ár, þá er það sannast sagt, að ekkert hefur komið hjer út með sæmilegum frá- gángi fyr en Östlund setti hjer niður prentsmiðju sína. Seyðisfjörður hefur ekki verið bókmenntabær fyr en nú síðustu árin, þegar honum er að förl- ast að flestu öðru leyti. En nú er ekki hægt að neita því, að hann leggi fullkomlega sinn skerf til bókmenntanna, þar sem hjer koma út, auk margs annars, ljóðmæli sjera Matthíasar, eitt hið stærsta og besta bókaútgáfufyrirtæki hjer á landi á síðustu árum. Þessi bók, sem hjer er um að ræða, er eftir norskan herforíngja, sem ferðast hefur um Montenegró, eða Svartfjailaland, fyrir nokkrum árum, en Svartfjalla- land er lítið, sjálfstætt ríki norðvestantil á Balkan- skaganum og hefur um margar aldir eitt sjer varið sjálfstæði sitt gegn ofsóknum Tyrkja. Bókin er eigin- lega ferðasaga höf. um landið, en í henni er ágrip af sögu þjóðarinnar um margar aldir, lýsing á nú- tíðarháttum hennar og landinu sem hún byggir. Svartfellingar eru mjög merkiíeg þjóð, þótt fámenn sje. Þeir eru Spartverjar vorra tíma ; sparsamir, hraust- ir og herskáir. Höfundur þessarar bókar lýsirþeim sem fyrirmyndarþjóð í mörgum greinum. Bókin er allstór, 185 síður í stóru 8 bl. broti, og prýdd með fjötda af myndum frá Montengró, manna- myndum og landslagsmyndum, og framanvið er mynd höfundarins. Kápan er óvenjulega skrautleg. Yfir höfuð er bókin eiguleg og á skilið að vera vel keypt. Málið á þýðíngunni er ekki vandað, reyndar fjör- ugt og smellið víða, en íslenskan er hvergi nærri hrein, setníngaskipun og orðalag fremur norskt en íslenskt, enda er þýðandanum tamara að rita á norsku en íslensku. Stjórnarbyltíng, EFTIR GUY DE MAUPASSANT. ~ Niðurl. Læknirinn rjeð sjer ekki fyrir gleði og ánægju, hendur hans skulfu af geðshræríngunni. En Picart, fyrverandi undirforíngi hans, kallaði til hans úr mannþyrpíngu, sem nærri stóð: »Þetta er nú gott og blessað út af fyrir sig; en ef þeir neita að víkja úr húsinu, hvað hjálpar þá þessi pappírsmiði ?« Massarel bliknaði. Ef þeir ekki færu burtu viljugir, þá sá hann ekki annað, en að hann yrði að ráðast á þá. Hann hafði nú ekki einasta rjett til þess, beldur var það einnig skylda hans. Hann leit upp til ráðhússins, vandræðalegur á svipinn, eins og hann byggist við hálft í hvoru að sjá dyrnar opnast og mótstöðumann sinn gánga út og gefa upp vörnina. En dyrnar opnuðust ekki. Hvað átti hann þá til bragðs að taka? Múgurinn færðist nær og nær hersveitinni. Háreystin óx o£ hlátrarnir. Ein hugsun skaut lækninum einkum skelk í bríngu. Plann sá, að ef hann gerði áhlaup á húsið, þá yrði hann sjálfur neyddur til þess að gánga fram fremstur í flokki. Og þar sem öllu stríðinu mundi lokið við fráfall hans, þá mundu hermenn de Varnetots skjóta á hann og eingan annan, og hann þekti, að þeir gátu skotið vel. Picart minnti hann lfka enn að nýu á það. F.n nú datt honum ráð f hug; hann sneri sjer til Pommels og sagði: »Hlauptu strax til lyfsalans og biddu hann að lána mjer hvítt bandklæði og gaungustaf.« Lautinantinn hljólp strax á stað. Læknirinn ætlaði að bregða upp hvítum fána , friðarfána; hann bjóst við ;:ð slíkt mundi mýkja lund hins gamla, keisarabolla yfirvalds. Pommel kom aftur með handklæði og kústa- skaft. Ur þessu var gerður fáni og Massarel læknir greip hann báðum höndum, gekk síðan til ráðhússins og hjelt fánanum framundan sjer. Hann nam staðar frammi fyrir dyrunum og kallaðí: »Herra de Varnetot!« Hurðinni var lokið upp og de Varnetot kom fram á þrösk- uldinn og hermennirnir þrír með honum. Læknirinn hörfaði ósjálfrátt aftur á bak, en náði sjer fljótt, heilsaði fjandmanni sínum kurteislega og mælti í ákafri geðshræringu: »Herrar mínir, jeg er hjer kominn til þess að tiíkynna ykkur fyrirskipanir þær sem jeg hef feingið.« Aðalsmaðurinn svaraði án þess að taka undir kveðju hans : »Jeg vík, herra minn, en það skuluð þjer vita, að hvorki geri jeg það af ótta nje hlýðni við hina andstyggilegu stjórn sem hrifsað hefur til sín völdin.« Og með sterkri áherzlu á hverju orði bætti hann við: »Jeg vil ekki að það líti svo út sem jeg hafi verið í þjónustu þjóðveldisins einn ein- asta dag. Þetta er orsökin.« Massarel varð hissa og svaraði eingu. De Varnetot hjelt strax á stað og hvarf skjótt við næsta götuhorn ásamt hermönnum sínum. Læknirinn gekk aftur til flokks síns og var hinn regingslegasti. Á miðri leið hrópaði hann: »Húrra! húrra! Þjóðveldið hefur al- staðar yfirhöndina!« En svo var að sjá sem þetta hefði eingin áhrif á múginn. Læknirinn bætti við : »Þjóðin er frjáls. Pið eruð frjálsir, óháðir. Verið þið nú glaðir!« En þorpsbúar voru seinteknir; þeir horfðu á hann, og það var ekki á þeim að sjá, að þeir væru hið minnsta hrifnir af orðum læknis- ins. Hann horfði á þá aftur á móti og honum gramdist kæringarleysi þeirra. Hann vissi ekki upp á hverju hann átti að finna til þess að vekja fjör og áhuga hjá þessum trega og sljóva lýð. En eitthvað varð hann að gera sem forgaungu- maður hins sigrandi þjóðveldis. Honum datt skjótt ráð í hug; hann sneri sjer til Pommels og sagði : »Lautinant, farið þjer og sækið þjer brjóstmyndina af keisaran- um, afsetta keisaranum; hún stendur í ráðhús- salnum; komið þjer híngað með hana og líka með stól.« Maðurinn kom aftur að vörmu spori með gipsmynd af Napóleon á bakinu og reyrstól í hendinni. Massarel gekk á móti honum, tók stólinn, 'setti hann þar á torgið og myndina á hann, gekk svo nokkur skref aftur á bak og ávarpaði myndina með drynjandi röddu á þennan hátt: »Harðstjóri, sjá þar liggur þú fallinn, þar liggur þú í saurnum og sorpinu. Undir hæl þínum andvarpaði áður föðurlandið í kvölum sínum; nú hefur hnefi hins hegnandi rjettlætis lostið þig. Ósigur og skömm mun loða við nafn þitt; þú fellur sem fángi Prússa, En á rústum þíns hrunda keisaradæmis rís nú í geisladýrð hið únga þjóðveldi og tekur upp korða þinn brotinn . . .« Plann bjóst við, að þessum orðum mundu fylgja fagnaðaróp lýðsins. En einginn gafhljóð frá sjer og eingínn klappaði. Bændurnir stóðu hissa og þögðu, og myndin stóð kyr á stóln- um, eins og ekkert væri um að vera, gljá- kembd og með yfirskeggsbroddana beint út í loftið, eins og auglýsíngahöfuð í rakaraglugga, og virtist virða Massarel fyrir sjer með óbreyti- legu, hæðandi gipsbrosi á vörunum, þarna stóðu þeir hvor andspænis öðrum, Napóleon á stólnum og læknirinn svo sem þrjú skref frá honum. Læknirinn minntist herforingjatignar sinnar og varð óður af reiði. En hvað átti hann nú til bragðs að taka tii þess að tendra áhuga hjá þessum lýð og afla máli sínu fylgis? Usjálfrátt studdi hann höndinni f mittið og undir lófanum fann hann hvar marghleypan lá í beltinu. Hugsanaafl hans var þrotið og hann fánn eingin viðeigandi orð. Hann dró þá fram marghleypuna, gekk tvö skref móti myndinni

x

Bjarki

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.