Bjarki


Bjarki - 22.10.1903, Síða 3

Bjarki - 22.10.1903, Síða 3
Bj AR K I. á stólnum og hleypti hverju skotinu á fætur öðru í andlit hins afsetta keisara. Fyrsta kúlan hjó aðeins litla dæld í ennið; það leit út eins og hann hefði feingið litla skráma og hennar gætti varla. Þetta gerði eingin áhrif. Læknirinn skaut öðru skoti til, sem myndaði nýa holu, síðan þriðja skotinu og svo þrem hinum .síðari hverju á fætur öðru. Hvítt duft þyrlaðist í allar áttir. Það var ennishvelfíng Napóleons. En augun, nefið og yfirskeggið hjelt sjer allt heilt og óskaddað. í reiði sinni hratt læknirinn stólnum um koll, stje öðrum fætinum ofan á það sem eftir var af myndinni, sneri sjer síðan með sigurvegara- svip til lýðsins og sagði með drynjandi rödd: »Þannig ætti að verða endalykt allra föður- landssvikara !« En áhorfendurnir ljetu eingan fögnuð í ljósi. Þeir virtust vera orðnir mállausir af undrun. Læknirinn hrópaði til flokks síns : »Nú getið þið farið, nver heim tilsín!« Sjálfur gekk hann hratt á stað eins og heill hópur af fjandmönn- um væri í hælunum á honum. Þegar hann kom heim sagði vinnukonan, að þrír menn hefðu leingi beðið hans inni á skrifstofunni. Hann hljóp þángað strax. Það var bóndinn, sem verið hafði þar daginn áður, og kona hans með honum. Þau höfðu komið strax með birtu og beðið læknisins með þolinmæði allan þennan tíma. Og gamli maðurinn byrjaði strax sögu sína á sama hátt og deginum áður: »Það byrjaði svoleiðis, að mjer fannst eingu líkara en að flugur skriðu niðureftir lærinu. . . .« g>) (© Steindep ihljó ð. Jeg hef gist þar sem saunggyðjan sjálf átti völd, og jeg sá hennar töfrandi lönd; fyrir heimsfrægum saungvunum kvöld eftir kvöld hefur klappað hver einasta hönd. Yfir 200 fiðlum jeg syfjaður sat, og við svefninn jeg barðist þá eins og jeg gat. Jeg sá stórskáldið lesa sín ljóð; eins og ljómandi hani það stóð. Það var hljóð, það var hljóð, og það hvarf, eins og hljóð, og þau hrifu’ ekki hin ágætu ljóð. En jeg kynntist við hjón, ogsú kynníng var laung, er í kotinu mínu jeg var; upp um lambhúsaburstir þau buðu’ upp á saung, því þau bjuggu inni’ í kömpunurn þar. Og þau súngu þar vor eftir vor, eins og ný, þó þar væri ekki klappað, þau skeyttu ekki því; margt eitt kvöid saung hann aleinn sinn óð, og hún ein átti að heyra þau ljóð. Þessi ljóð, þessi hljóð voru vökudreing góð — mjer er vel við þau sleindepilsljóð. fi. 6. Rödd frá Bandaríkjunum, — o— Ameríku blaðið „Vínland", sem út kemur í Minne- ota í Bandaríkjunum, flytur útdrátt úr grein, sem komið hefur fram í tímaritinu „The Independent" í Newjork og er talið með merkustu tímaritum þar í landi. Qreinin er eftir mann, sem ferðaðist hjer um í fyrra, dr. Clark. „Vínland" getur hans á þessaleið: „Hann hefur borið Íslendíngum vel söguna, hvar sem hann hefur farið, og þar sem um svo víðfrægan mann er að ræða, þá er mikið mark tekið á orðum hans." Tillaga höfundarins er, að Bandaríkin reyni að eignast Island. Hann segir að Island sje miklu eftirsóknarverðari eign en Vesturheimseyjar Dana, sem Bandamenn hafi viljað fá keyftar. Að stærð sje ísland 14. eyland í heimi, aðeins Iitlu minna en höfuðeyjan í Filippseyjaþyrp- íngunni, sem Bandamenn hafa nú eignast. Þó mikill partur landsins sje hraun og jöklar, þá sje ísland alls ekki eyðilegt land nje óálitlegt. Hann segist hafa sannfærst um það á ferð sinni um ísland síðastliðið sumar, að það geti átt mikla framtíð, en staða þess á hnettinum sje þannig, að það gæti verið dýrmæt eign. Hann segir að nú sje landið skóglaust að mestu,en einginn efi sje á því, að skóg megi rækta þar á ný, enda tilraunir í þá átt nú byrjaðar. Málmar sjeu litlir í landinu að því er kunnugt sje, en þetta sje enn ekki rannsakað. Dalirnir á íslandi gætu fram- leitt miljónir nautgripa, tugi milljóna sauðfjár og urnuil af hesturn. Hann hefur það eftir lögfræðing í Rvík, að !/3 landsins mætti yrkja, en nú sje aðeins yrktur þJoo. Ekki kveðst hann vilja ábyrgjast þá áætlun, en fullyrðir, að með nútíðar vinnuaðferð og nægum peningum mætti margfalda iðnað og verslun lands- ins. Hafið kringum strendur íslands segir hann sje ómetanleg auðsuppspretta, hvergi í heimi önnureins fiskisæld, en ár fullar af silúngi og laxi. Hvalveiði sje þar og mikil. Um landsmenn segir hann meðal annars, að „betri borgara gæti ekki frjálst lýðveldi eignast." Honum þykir mjög mikið varið í fornbókmenntir íslands og segir, að frá því sjónarmiði mundu Íslendíngar verða „merkilegasti partur þjóðar vorrar," og telur hann það sæmd fyrir Bandaríkin ef þau eignuðust á þennan hátt fornbókmenntir og skáldskap, „sem er eldri en skáldskapur Chaucers." Afarmikla þýðíngu segir hann að ísland gæti haft sem herflotastöð. Kæmi ófriður upp milli Aineríku og Norðurálfunnar, þá væri ísland ómetanleg eign þeirri þjóð sem það ætti. Eftir legu sinni heyri landið freraur til Ameríku en Evrópu. Af þessum ástæðum telur hann það mjög æskilegt fyrir Bandarílþn að ná eignarhaldi á fslandi. Auð- vitað detti sjer þó ekki í hug, að þau taki það með vopnum. En honum þykir líklegt, að Danmörk vildi selja Island, ef góð borgun væri í boði, þar sem hún hvorki gcti sjeð fyrir því á friðartímum nje verndað það í ófriði. Hann heldur áfram: „En þó nú samþykki Danmerkur fáist til þessa ráðahags, mun þá ísland sjálft vilja taka „Samúel frændá," ef hann fer þángað bónorðsför? Því verður ekki svarað fyr en reynslan leiðir það f ljós. En eitt er víst: ísland ber einga sjerstaka ást til móð- _______________________________3 urlands síns. Hið rjetta móðurland íslands er Nor- egur, en ekki Danmörk." Hann telur eingan efa á því, að íslendingar tækju því vel að eigendaskiftin yrðu, ef þeir ættu víst, að fyrir það batnaði efnahagur þeirra til muna. Hann segir að margir Íslendíngar líti hýru auga til Einglands, og sjer hafi verið sagt, að margir mundu fagna því, ef Eingland slæi eignarhendi sinni á ísland. ísland hafi meiri viðskifti við Eingland en nokkurt annað land. En þó kveðst hann ekki hafa orðið var við nokkra hreifíngu í þá átt að sameinast Bretum. Hann segist „ekki efast um, að biðist Íslendíngum samein- íng við Bandaríkin, og þeim væri heitið því, að landið skyldi ræktað og atvinnuvegirnir auknir, þeir skyldu hafa fullt frelsi og ísland vera sjálfstætt fylki í lýð- veldi voru, þá mundu þeir glaðir gánga að þeim boðum." . -—' Camberlain er nú á ferðinni í fyrirlestraleiðangri um Eingland til þess að vinna tollmálum sínum almenníngsfylgi. Snemma í þessum mánuði boðaði hann íyrirlestur í Qlasgow og hafði feingið húsrúm, sem rúmar 5000 áheyrendur. Aðgaunguseðlum var í fyrstu útbýtt ókeypis. 60,000 manna gáfu sig’þá fram og báðu um aðgaungumiði og að síðustu var verðið á aðgaungu- miðunum komið upp í 100 shillíngs. Chamberlain minntist fyrst á afstöðu sína til ráða- neytisformannsins, Balfours, og lýsti yfir, að þótt hann hefði sótt um lausn úr ráðaneytinu, væri eingin snurða á vinfeingi þeirra Balfours. Þá lýsti hann tollmálauppástúngu sinni og kvaðst þó enn ekki hafa hana til í fullkomnu frumvarpsformi. En hann kvaðst vilja leggja 2 sh. toll á útlent korn og hlutfallslegan toll á útlent mjel, eri korn frá nýlendum Einglands skyldi tollfrítt. Ennfremur 5 pc. toll á kjöt og mjólkurafurðir frá útlöndum, en eingan á flesk. Hann vildi ívilna nýlendunum viðvíkjandf sölu 'á víni og ávöxtum, lækka tetollinn um 3,/4 og Sykur- tollinn um helming. Ennfremur vildi hann lækka toll á kaffi og kakaó. Lessa niðurfærslu kvað hann mundu nema 2,800,000 pd. sterl. En 10 pc. tollur á unnum vörum frá útlöndum sagði hann að mundi nema 9 millj. kr. tekjuauka. Balfour sagði opinberlega um Chamberlain eftir að hann vjek úr ráðaneytinu, að það hefði þar misst þann duglegasta nýlendumálaráðherra sem Eingland hefði nokkru sinni átt. Gagn það sem hann hefði unnið Einglandi væri ómetanlegt. Einginn maður væri fær um að skipa þar sæti hans. Milner, land- stjóra í Suðurafríku, var boðið nýlenduráðherra- embættið, en hann neitaði að *taka við því, kvaðst best geta sinnt málefnum Suðurafríku, ef hann sæti þar syðra. Enska ráðaneytiO. Breytíngin sem á því hefur orðið er þessi: Austen Chamberlain (sonur fyrv. nýlendumálaráðherrans) er fjármálaráðherra, Alfred Lyttleton nýlendumálaráð- herra, Arnold Forster hermálaráðherra og Broderik Indlandsráðherra. Makedonía- Oeyrðunum á Balkanskaganum heldur enn áfram. Uppreistarmenn hafa eyðilagt heil þorp tyrknesk og Tyrkir drepið fólkið á öðrum stöðum þúsundum saman. Kína- Milli Rússlands og Japans standa yfir þrætur um ráðin á Koreu. Japansmeun hafa sent her upp þángað. Talað er um að Rússar og Japansmenn skifti Koreu milli sín, taki Japansmenn suðurhlutann, en Rússar norðurhlutann.

x

Bjarki

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.