Freyja - 01.08.1898, Blaðsíða 3

Freyja - 01.08.1898, Blaðsíða 3
FREYJA, ÁGÚST 1898. 3 En hann svaraði; „Hann veit það ekki. Þegar hún brýzt um þá herðir hún á ólinni sem bindur þau saman og meiðir hann, en þá vill hann fara fjær henui, Sá dagur mun þó koma að hann mun skilja hana, og þá. veit hann hvað hún er að gjöra þegar hún loksins hefur brotist- á kné, þá mun hann standa hjá henni og líta í augu hennar fullur löngunar eftir að hjálpa henni.“ Þá teygði hún fram hálsinn og svitadroparnir hrundu af henni. Reis þá skepnan upp aftur svo sem þumlung frá jörðu, og hné svo nið- ur aftur. En ég hrópaði; „0, hún er of máttvana; hún getur ekki gengið. Hin löngu ár hafa svift hana öllum mætti hennar. Getur hún aldrei hreift sig?“ En hann svaraði mör. ,,Sjáðu glampann í augum hennar.“ Og hægt og hægt stumraði þessi skepna á knén upp. Eg vaknaði, og frá austri til vesturs breiddist út gróðurlaus jörð- ín með hinum þurru skrælnuðu skógartoppum. Mennirnir hlupu fram og aftur í rauðum sandinum, en hitinn ætlaði allt að steikja. Eg leit til hins bláa upphimins á milli hinna þunnskipuðu greina trjánna. Eg teygði úr mér og velti í huga mér draum þessum. Eg sofnaði aftur með höfuðið á hnakknum; og í þessum ofsa hita dreymdi mig enn annann draum. Eg sá álengdar eyðimörk eina og kom kona út úr henni, Kom hún að bökkum á fijóti einu dökku, og var bakkinn hár og brattur. Þar mætti henni maður einn gamal 1 með hvítu síðu skeggi og staf í hendi og var letrað á hann: skynsemi. Hann spurði hvað hún vildi. En hún svar- aði; „Eg er kona ein, og er komin hingað til aðleita að landi frelsisins." „Það er framundan þér;“ svar- aði hann. En hún mælti: „Eg sé ekk- ert framundan mör nema myrkt fljót með þungum straumi og bröttum bökkum og háum skörðum hér og hvar, með þungum sandi.“ „En lengra fram?“ spurði hann. Hún svaraði: Eg sé ekkert; en þegar ég skyggi fyrir augun, sýnist mör stundum sem ög sjái á bakkan- um hinumegin tré og hæðir sem sól- in skín á.“ Þá mælti hann; „Þetta er land frelsisins." „Hvernig á ég að komast þang- að?“ spurði konan. „Einn er vegur til þess,“ svarar hann, „aðeins einn. Þú verður að fara niður bakka starfsins og erfið- isins og yflr vötn þjáninganna. Þang- að er enginn annar vegur. „Er þá engin brú?“ spyr hún. „Engin.“ svarar hann, „Er vatnið djúpt?“ spyr hún. „Djúpt,“ svarar hann. „Er botninn háll?“ spyr hún. »Hú 11 er hann,“ svarar hann „þú mátt jafnvel búast við að skripla í hverju spori og tínast alveg.“ ,,/fefur nokkur farið hér yfir?“ „Sumir hafa reyntþað,“ segir hann. Þá segir hún, „Er hér enginn stígur til að sýna hvar vaðið sé bezt?“ „Það er eftir að gjöra hann,“ svaraði öldungurinn. Hún skygði fyrir augun og sagði; “Égætla að fara.“ Þá mælti hann: „Þú verður að fara úr fötum þeim, sem þú klæddist í eyðimörkinni, þau draga alla niður sem fara út í vatnið í þeim. (Framhakl næst.) FEliÐASAGA UNGFRÚ J. A. TIL ÍSLANDS. (Framhald frá síðasta númeri.) Hið mesta eldfjall á fslandi er flekla, liún er um 5,000 fet á hæð; hennar síðasta gos var 1843. í 17 ár d eftir var hún heit, og 1875 bjugg- ust menn við öðru flóði, samt varð ekki af því. 0g nú er hún þakin í snió, snjó sem sólin með öllum sín- um hita ekki vinnur d. Síðast þeg' ar hún gaus runnu hraun og eld- strauinar hálfa aðra mílu út fró henni, þá klofnaði hún í tvennt, og féll inn síðan. Loksins komum við í fagrann dal, riðum heim á bónda bæ og brfð- umst gistingar, bóndi neitaði, svo við vorum neydd til að halda lenfra okkur var óttalega kalt; nóttúrufeg- urðin með sínum tröllslegu breyt- ingum hafði nú engin óhrif á okkur. Þegjandi cins og steinarnir í kring um okkur héldum við þannig áfram yfir háls nokkurn. Loksins kl. 8 um kvöldið komum við að öðrum bónda bæ þar vorum við um nóttina. Næsta dag héldum við ferðinni áfram endurnærð af hvíld nœturinn- ar. Allt var fegurra en kvöldið áð- ur. regnið hafði endurlífgað allt, og miðsumar sólin vakti náttúruna mcð brennandi ástar kossum. Blómaríkið er auðugt á íslandi. Mörg af hinum viltu Englands blómum þroskast þar. Undra sægur af yndislegu blómgresi gægðist upp með steinun- um meðfram veginum. Síðdags komum við að stórri á scm rann til sjávar; yfir liana er liengibrú-100 feta löng og kostaði $10,000. Á íslandi er grúi af fljótum og ám, sem renna úr jöklum þess; á vorin eru þær oft ófærar, er það óhagræði fyrir ferðamanninn, og oft og einatt lífshætta. Einar 2 ár eru brúaðar á fs- landi. Loksins komum við að Eyrar- bakka og dvöldum við hjá kaup- manni einum meðan við vorum þar. Eyrarbakki er svo settur, að í 6 mánuði af árinu er hann í beinu sambandi við útheiminn, en grynn- ingar gjöra lendingu þar mjög tor- velda, jafnvel ómögulega, þann tíma árs er dagur er stuttur. Aðal erindi okkar með þessari ferð var að setja upp bindindis fána á einhverju hæsta fjalli hins norð- læga lands, Samkvæmt því, lögðum við áleiðis til fjalla. Fyrstu nóttina gistum við hjá bónda einum. Næsta dag héldum við enn áfram, og rið- um fyrst hratt; sólin var heit og björt og vegurinn brattur og ervið- ur. Bráðum mættum við tveimur mönnum, sem áttu að leiðbeina okk- ur upp fjallið, bar annar þcirra flaggstöng, en hinn flagg. 7/já bónd- a þeim, scm næstur var fjallinu, fengum við okkur hressingu, og hvíldum hesta okkar. Enn lögðum við af stað, hér voru vanalega eng- ar mannaferðir. Við höfðum öngan veg, ekki svo mikið sem gangstíg. Brattinn var svo mikill að okkur ægði við. Lengi héldum við svo áfram að við. bjuggumst við að þá ogþegar yrði hestunum fótaskortur. (Framhald næst.)

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.