Freyja - 01.08.1898, Blaðsíða 8

Freyja - 01.08.1898, Blaðsíða 8
8 FREYJA, ÁGÚST 1898. SELKIRK. Herra G. A. Dalmann frá Minneota Minn. heimsótti oss eftir íslendingadaginn 2 ágúst í TFinnip. Eins og menn hafa seð á Hkr, var hann einn af ræðumönnunum þar þann dag. Mr. Dalmann var hér nýr gestur. Templarar höldu opin- hera samkomu meðan hann var hér og gafst honum þar tækifæri til að sjá fólkið og fólkinu að sjá hann. Mr. Dalm. var heðinn að láta þar til sín heyra, sem hann gjörði mjög rögg- samlega. Hann talaði um félagsskap og félagslyndi, með fl. Hann er alveg nýr maður að öllu leyti; hann flutti nýjar skoðanir með nýju fjöri, nýju hreinlyndi, nýrri einurð og nýrri skarpskyggni. Mr. Dalmann er fjöl- hæfur, skemtilcgur, virkilegur og mannúðlegur maður. Yör þökkum honum fyrir komuna og'óskum hon- um allra heilla. Herra S. B. Jónsson var hér á ferð fyrir skömmu síðan með hinn nýja gluggalás sinn sem hann hefur þegar tekið einkaleyfi fyrir í Cana- ada. hann hafði þenna lás á sýning- unni í Winnipeg. Þessi lás fær allra viðurkenningu sem sá allra bezti sem til er. Herra S. B. J. hefur nú fengið einn hinn mesta og ötulasta ,business‘ mann þessa fylkis í lið með sér; Capt. Fm. Rohinson hér í Selkirk, til þess að „manufactura“ þenna lás í stórum stíl í Can, og Br. uppá vissan hlut af ágóðanum. Það er því ástæða til að húast við að þessi lás komist í ahnenn not, um allt þetta meginland, áður langt um líður. Um leið og þetta er hr. S. B J. til frægðar og hagsmuna, er það líka öllum íslendingum til sóma. Þetta er þjóðernislegur hagur, og hefur stóra þýðing fyrir þjóðflokk vorn í þessu landi. Yér óskum hr. Stefáni til lukku með fyrirtæki sitt. Leiðréttingar. í kvæðinu „Fermingarbörnin“ i IV parti 6 1. að ofan er „ætti“ les- ist— ætla. í 5 núm. Freyju er kvæði með fyrirsögninni „Ragnheiður á hurð- arbaki“ lesist „Syndarinn á hurðar- haki“. í 7. erindi síðustu l.er „Fylt- ust þá augun með viðkmæmnis tár“ lesist—Og festi á vin sínum elsku hlýjar hrár. Lesendur Freyju eru vinsamlega beðnir að festa þetta í minni. Jeg undirskrifuð votta hér með þakklæti mitt nokkrum meðl. kv.fé. „Vonin“ sem með samskotum er námu liðugum $6. hjálpuðu mör svo drengilega í fátækt minni. Mrs. Snjófríður Kristjánsson. Hr. Þorsteinn Antoníusson kom með fjölskyldu sína frá Montana fyrir sköinmu síðan. Oss er sagt að hann séþegar seztur að á ljómandi engjalandi hér niður með ánni og farinn að heyja. Hr. Þ. A. er þekt- ur að góðum dreng; vér bjóðum hann því velkominn, og óskum honum til lukku á hinni nýju ábýlis jörð sinni. Rev. M. J. Skaftason messaði hér í Goodt húsinu 21 Agust. Samadag messuðu þeir Rev. J. Bjarnason, og Rev. St. N. Thorláksson tvisvar í kyrkju Lúth. safnaðarins. Búð þeirra félaga Oliver og Byr- on er bráðum fullgjör hið ytra. Það er stór og vönduð bygging, og þeim til hins mesta heiðurs. Smiðirnir sem við hana hafa unnið eru allir ísL Oss er sagt að Capt. M. Thórðar- son sé yfirsmiður. Unnustan: „Mister djonn; hvað nefnist sá maður sem er allan dag- inn að tríta manni?“ Nýyrða Jón: „Látum okkur sjá, tríta er sögn og hnegist svo: tríta, tríta, trítað, trítandi. Ja, nafnorðið verður trítill, oghnegist: trítill ,trítil, trltli, trítils. flt. trítar, trítla, trítl- um, trítla,og með greinirnum trítill- inn.“ Unnustan við sjálfa sig:—„Trítill" hnegir sig til J. og segir: „Þeink jú, gúdd bæ, trítill minn bíður mín úti.“ HVERNIG EIGI AÐ ALA KÁLFA ÁN MJÓLKUR. Eg het alið kálfa mína á þann hátt að sjóða 3 pd. af góðu smára heyji í vatni, og gefið þeim lögin (sem er sterkur og nærandi) tvisvar á dag, og ætíð ný tilreiddan, og vel nýmjólkur heitan. Suðutíminn sé ei minna en 1 klt. Eg gaf kálfum mín- um nýmjólk fyrstu tvær vikurnar, 3ju vikuna sinn helming af hvoru hey-lög og nýmjólk, og eftir það, hey-lög aðeins. Ég kendi þeim einn- ig að éta hey snemma, lukkaðist mér þessi aðferð afbragðs vel. Hoarb’s Dairyman. BRAGÐSLÆM MJÓLK. Bragðvond mjólk orsakar bragð- vont smjör og slæman ost. Þetta bragð stafar af óhreinindum sem komast í mjólkina á beinan eða ó- beinan hátt. Á beinan liátt af óhrein- um höndum, spenum, þvottaríum, ílátum, og vondu húsrúmi; og á ó- beinan hátt, af vondu vatni sem skepnan drekkur. Öll slík ólirein- indi eru mjög skaðleg, því í þeim niyndast bacteriur hættulegar fyrir beilbrygði mannsins. Þessi smákvik- indi hafa hvergi beiri jarðveg en í mjólkinni, og inargfaldast þar með voðalegum hraða. The North British Agrieulturist. FLUGUR í MJÓLK. Dr. Schultz, hinn þýzki bacteríu- fræðingur í Berlín, hefur með hjálp sjónaukans gjört merkilegar upp- götgvanir um flugur; fætur flugna, segir hann að séu holir að neðan, í þessu holi eru bacteríur svo nemur 100 í hverjum fæti. Öllum er kunn- ugt um að flugur hafast við á úldnu kjöti, gömlum hræjum og allakonar óþverra, holið í fótum flugunnar dregur að sér óheilnæmið úrþessum óþverra, síðan myndast af því bac. teríur í þúsundatali sem berast með flugunum í mjólkina. í mjólkinni ná þessar bacteríur brátt miljóna- tali og mynda svo skaðlega sótt- næma sjúkdóma. Af þessu sézt hve afar nauðsyn- legt það er að vernda mjólkina frá þessum skaðlegu kvikindum. S.S. Þó sért fremur þunn á kinn, þetta vil ég segja: Auðnu vegur eflist þinn, endurborna „Freyja.“ Þessi vísa barst oss í hendur þeg- ar blaðið var að fara í pressuna; vér þökkum höf. bæði fyrir hana og það sem henni fylgdi. Ritst. ■ssssse**- ^ernln eitii- I;T'<\vj n.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.