Freyja - 01.01.1899, Blaðsíða 4

Freyja - 01.01.1899, Blaðsíða 4
FkEYJA, JANÚAR TST»Í>. ________ FKEYJA. íslenzkt kvennblað gefið út af Mrs. M. J. Benedictsson Selkirk Jlan. Kemur út einusinni í mánuði og kostar: um árið..................$ 1 >CX)> um 6 mánuði................$ 0,50, am 3 mánnði.................$0,25. Borgist fyrirfram. Auglýsinga verð: þumlungur í ein- ffildum dálki 25 c. á stœrri auglýs- ingum afsláttur eftir stærð og tíma. lengd. Hvenær sem kaupandi skiftir um bústað er bann beðinn að láta oss vita það. Allar peninga-sendingar eða ann- að, sem ekki snertir ritstjórn aðeins, sendist til Freyju. Utanáskrift til blaðsins er: Freyja Selkirk P. 0. Man. Canada. Eitstjóri (Editor). Mrs. M. J. Benedictsson. Meðferð á skepnum. „Af áoijxtunuM skuluð þér þekkja þd.“ Af ávöxtunum þekk st sérhvert tré, hvort sem það er ræktað eða ekk . Ræktunin gjörir ávextiua fínni, stærri og smekkbetri, séu þeir góðir; betri í innsta eðli sínu, hvað sem feg- urð líður. En séu þeir ills eðlis, þá gengur þroskunin eðlilega í öfuga átt. Mannfélagið er akur, og verk ein- staklinganna eru blóm hans. Ymsir taka ávalt að sér vissar deildir hans til ræktunar, og af ávöxtunum þekk- ist bezt hvort þessir akuryrkjumenn eru góðir eða ekki góðir. Heimilin eru smálönd; akurvrkjumenn hvers heimilis eru foreldrar og Iiúsbændur. Börnin vaxa upp og verða einnig akuryrkjumenn á sínum tíma, og framleiða góða eða vonda ávexti, eft- ir því hvort þau sjáli eru góð eða vond. ,,Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá.“ Öll verk hvers einstakl- ings, eru ávextir hans innra manns, góð eða ill, þá er það vottur um eðli mannsins og uppeldi. Þessir ávextir sjást hvervetna i daglega lífinu; í umgengninni við n'iungann, umtal- inu um hann og viðskiftunum við hann. En ef til vill sézt það hvergi betur en í meðferð hans á skepnum þeim sem hann hefur undir bendi, þvi þar er hann einvaldur herra. Komi rnaður í ókunnann bæ, verður manni ósjálfrátt að skoða það sem almennast ber fyrir augun, á- samt framkomu bæjarbúa gagnvart sjálfum manni og öðrum, vott um siðmenningu þess bæjar. Sjáimaður margar ogásjálegar kyrkjur,dregur maður af því þá ályktun,að í þessum bæ sé kristið fólk. Sjáimaður fjölda fólks streyma til þeirra, dregur maður af því þá ályktun, að í þess- um bæ sé kyrkjurækið fólk. Heyri maður vantrúarfólki þunglega álas- að, dregur maður út úr því þá álykt- un, að í þessum bæ sé sá flokkur í stórum minnihluta. En göfug eða ó- göfug breytni meiri hluta gagnvart minnihluta, er og glöggur spegill um siðmenningu meirihlutans í hvaða tilfelli sem er. Og ókunni maðurinn lítur til hægri og vinstri, þegar hann geng- ur um götur bæjarins, og dregur ályktanir um velmegun bæarbúa út úr byggingunum sem hann sér, og búningi og látbragði fólksins. Út úr því, hvort gangstfettirnar eru breiðar ‘og margar, eða mjóar og fá- ar. Út úr því, hvort mikið eða lítið er um slark og drykkjuskap með fl.þ.h. dregur hann stjórnsemi bæar- ins. Og út úr leikjum og orðbragði barnanna, dregur hann hið virki- lega andlega innra líf heimilanna. Höfuðskeljafræðingurinn Próf. Alexander sagði einusinni í ræðu sem hann liélt í Victoria Hall í Winn- ipeg. „begar þú sérð mann keyra hest, þá getur þú séð á því hvernig hann fer með hestinn sinn eða hest- ana, livort hann yrði góðuí' og sam- vizkusamur húsbóndi og eiginmað- ur. Séu sv ipuför sjáanleg á hestinum, verða þau einnig á þér, hvort heldur þú værir þjónn hans eða eiginkona. Séu hestarnir horaðir, vrðir þú einn- ig andlega og líkámlega horaður í sambóðinni við hann.“ Og svo tíndi hann til nokkur dæmi sem hann hafði sjálfur rekið sig á 1 Winnipeg, á einni viku sem hann dvaldi þar. Hvað mvndi hann segja, ef hann kæmi í þá bæi, þar sem hundar eru notaðir sem vinnudýr? Þar sem maður getur ckki gengið svo milli húsa, að maður ekki reki sig á æp- andi hunda; æpandi undan svipu- höggum harðgeðja drottna, sem stundum eru lítið stærri en hundarn- ir, og það þótt þeir sfeu ekki stórir. Þar sem liópar af unglingum, safn- ast utanum einn eða tvo vesalings hunda og keyra þá áfram meðþung æki; æki sein engum samvizkusöm- um manni, með fullu viti, kæmi til hugar að leggja á svo lítil vinnudýr. Ilvað myndi hann segja ef hann heyrði öll þau hræðilegu eymdaróp sem þrýsta sfer gegnum hús manna, inn í hjarta ogtilfinning-ar allra sem ekki eru orðnir tilflnningarlausir af samneytinu við þá sem valda þess- um hljóðum? Hefur þú aldrei lesari góður, sfeð hundinn litabænaraugum til húsbónda síns, um leið og hann örmagna tiegir sérniður á klakann? Ení staðinn fyrirvægð, ríður „hund- asvipan“ með blýhöglum í endan- um, um höfuð og kropp aumingji- ans. svo rykkir hann í, með öllum þeim kröftum sem eftir eru, en get- ur samtekki hreyft ækiðWftur ríður svipan um höfuð hans, og enn þá rykkir hann í. Þaðer á þessum augn- ablikum sem þú heyrir þessi voða- legu neyðaróp. Og örvæntingin stendur svo átakanlega afmáluð í augnm hundsins; bundsins, sem ef t.il vill hefur eins mikið vit. og sá sem níðist á honum; hundsins, sem væri ef t.il vill fús til að láta lífið fyrir húsbónda sinn, væri hann í hæt.tu staddnr. Hefur þú, lesari góðnr, aldrei heyrt sögur nm menn- ina sem fara í langferðir með svo og svo marga hunda, en koma hcim aftur með miklu færri? Veiztu hvern- ig þeir fækka? Það hefnr komiö fyr- ir að ferðamenn sem farið hafa með hesta sömu leið, hafa stundum fund- ið hnnda frosna niður í gaddinn; stundum steindauða, stundum hálf- lifandi. Þeir höfðu verið skildir eft- ir á gaddinum, þar sem þeir upjigáf- ust, til þess að deyja þar úr hungri og kulda. Eigendurnir t.ímdu ekki að eyða blýi á þá til þess að stytta þeim eymdarstundir, eða hugsuðn ekki út í það. Kristnu foreldrar! Þér sem fá- ið börnunum hunda til að leika sfer

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.