Freyja - 01.01.1899, Qupperneq 8

Freyja - 01.01.1899, Qupperneq 8
FLEYJA, JANUAR 1899. með, stundum til að kyssa og kjassa, sem bæði er viðbjóðslegt og getur verið skaðlegt; eða til að þrælka þá. Eruð þer vissir um að það söu ekki börn yðar sem misbrúka þá? Börn yðar sem framleiða þessi örvænt- ingar og kvala hljóð þeirra. Þér seix takið svo hart á náunganum ef hann f'ylgir yður ekki að málum, eða trúir öðruvísi á hinn sama guð, sem þér þó ailir tilbiðjið og dýrkið undir mismunandi nöfnum, og mis- munandi ytri búningi aðeiiis. Vitið fyrir víst að börn yðar, sem þér fáið hunda til að ltika sér að, séu ekki í þeirra hóp sem misbjóða þessum vesaiings vitru, tryggu og geðgóðu þjónum sínum? Af hverju bergmála þessi neyðaróp ágötum yðar? Ef það eru ekki yðar böi'n, þá samt ættuð þér samvizkunuar og mannúðarinnar vegna að gjöra eitt- hvað til að hindra þa meðterð adýr- um sem framkiða þessi særandi kvalahljóð. Þér getið mvndað dýia- verndunar félög; og þéi getið he.mt- að af bæja og sveitastjómum dýra verndunailög, sem gjön mögulegt aðgegna klögunum aýraiina. og tak- a þau frá böðlum þeirra; sem gjöri mögulegt að hegna þrælnum, en launa góðmenninu. Það eru hljóð hundanna sem bera sorglegann vott um siðmenn- ingarskort þeirra seni liða, eða láta afskiftalausa slíka meðferð. Það mætti draga margar sorgiegar álykt- anir út úr þeim, og það er hætt við að ókunnugt fóik gjöri það vægðar- lítið. í mannúðarinnar nafni, takið þetta til yfirvegunar. Með samtök- um má bæta úr þessu, eins og öllu sem afiaga fer. Það er auðvitað fleii'i dýrum misboðið, en ef til vill í fáum tilfellum eius átakanlega eins og hundinum fyrir æk- inu. 0g þó, þegar maður lítur til baka á allar þær myndir sem liðni timinn felur í skauti sínu, af hor- dauðum og afvelta hestum og fé, og hundbeittum heftum hesturn, og ám og kúm komnum að burði með fl. þá fer um mann ónota hrollur, og maður vildi feginn geta gleymt. En það er ómögulegt; daglegar endur- tekningar rifja upp hið liðna, með allri sinni sorg og beiskju yfir grimmd mannanna. TÍR BRÉFI TIL RIT3T. FREYJU. „Af alhug óska ég þér og þín- um gleðilegs nýárs, jafnframt því sem ég þakka þér innilega fyrir starf þitt á gamla árinu; það hefur verið þér til mikils sóma, og ég er viss um, mörgum til gagns. Já, ég þakka þér fyrir ferðasöguna hennar ungfrú J. A. Húnhefur oft stvtt mér stundir, og flutt hugann burt úr skarkalanum og heim til gömlu fjall- anna og lækjanna og vatnanna, sem okkur öllum þykir svo vænt um, enda þó okkur liði ekki öllum sem bezt í kringum þessanáttúrufegurð. Eg þa-kka þér líka innilega fyrir allar fallegu sögurnar í barnakrónni, en þó mest fyrir þá síðustu. Hún er ljómandi, og •mnarlega eftirtekta. verð fyrir bæði unga og gamla. Líka væri gaman að fá í sem flestum blöð- um Freyju, e:ns falleg kvæði og ,Vorkvöld á Rauðirbökkum— * * * Ath. Oss er gleði að minnast þess við lok þessa fyrst árgangs Freyju, að mörg slík bréf hafa heimsótt oss á þessu liðna ári. Bréf sem hafa bætt og grætt allar þær þyrnistung- ur, sem öfund og ofsóknir annara hafa valdið oss. Vér höfum notið þeirrar ánægju, að heyra hvaðanæfa velþóknun lesenda vorra yfirFreyju, sérstaklega þó „Barnakrónni.“ Þökk fyrir sérhvert lilýlegt orð. Vér ósk- um enkis framar, en að Freyja megi endurgjalda þau með því, að flytja ljós, huggun og gleði inn í hvert hús sem hún kemur í,—Gleðilegt Nýár. Ritst. KVENNASKÓLAR OG STEFNA ÞEIRRA. Collegiate stúdenta kv. fölagið hélt sína árlegu samkomu í Phila- delphia. Spursmálið sem það aðal- legaræddi, var ,Menntamál kvenna.1 Konur þær sein tóku þátt í umræð- unum, voru skólakennarar, og há- skóla stúdentar. Þær halda því fram, að í hærri skólum (collage og collegi- ate) ætti að kenna stúlkum undir- stöðu atriði hús stjórnar og barna uppeldis, jafnframtþví sem þeimeru kennd undirstöðu atriði almennrar menntunar. Þær halda því fram, að þjóðin þur'fi að koma sér upp víð* sýnum konum sem ekki þyki sköm m að því að læra algengan matartil- búning. Félag þetta er að verða eitt með atkvæða mestu kv.félögum rikisins. Það telur nú um 2000 meðlimi af háskóla stúdentum. Skýrslur um starfsemi þessa. íé- lags, sýna að áhrif þess eru allmikil í málum þeim er það gefur sig við, Verksvið þess nær yfir allt sem lýtur að almennum framförum,allt frá því, hvernig næra skuli ungbarnið, til þess, hvernig hreinsa skuli götur bæjarins. (The Outlook.) EFTIRMÆLI. Oddur Eiríksson var fæddur á Islandi 1873 í Heiðarseli, Hróars- tungu, N -Múlasýslu. Eiríkur faðir hans er sonur Sigurðar Benedictsson- ar frá Rangá, Grímúlfsonar Bessa, sonar prests á Eiðum, þess ,er ortist á við Hans Víum. Albróðir Eiríks er Benediet hoinöopathi Sigurðsson_ faðir S. B. Benedictssonar í Selkirk. Móðir hans var Ingun Bjarnad., ættuð úr Fljótsdal. hún dó 1893 í Vogi, Mikley Ný-íslandi, þar sem þau hjón höfðu numið heimilisiétt- arland, og Eiríkur enn býr. Fjögur svskini hans lifa hann: Mrs. G. Evjólfsson, Mrs. Kr. Finns- son, Icvl.River, Guðrún, hjá föður sínum í Vogi og.Bjarni, heima á Isl. Oddur var fremur náttúrugreind- ur, og ekki gæddur miklum trúar- hæflleikum, en var uppalinn á út. kjálka byggðar, og gat engri menntun náð til bóka. Hann var hraustmenni að burðum og vel að verki farinn. Ifann var ósérhlífinn og kappgjarn, og það varð líklega honum að bana. Hann dó úr lungna tæringu, sem byrjaði með lungna- bólgu og fyrir slæma meðferð ekki gat batnað fyr en í gröfinni. Oddur var vandaður, tryggur og vinfastur, hugprúður'og hjartagóð- ur, hans er þvi minnst með eftirsjón af öllum er þekktu hann. Aldur hniginn faðir og fjögur syskin syrgja.

x

Freyja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.