Freyja - 01.07.1900, Side 1
VOL.3. SELKIRK, JULI 1900. NR 6.
MORGUN.
Eftir J exnie Betts Hartswick*
Sem fögur rós úr dukku djúpi' er grœr
svo dags á kinnum roðar ástar blossi,
er Lœvirkinn mót sólu Jlogið fœr,
þá fagnar nóttin deginum með kossi.
Freyr
LJÓÐEGGJAN.
(1882.]
Sing þíi ei með sorg og t&r
saknaðsljóð um horfna æsku,
þetta vor með veður gæzku,
litla framkvæmd, fáar þrár;
þessi fvrstu' í frið og leik,
fótspor stignu’ á lífsins vegum —
lofsæl æskan er við tregum,
fögur er hún, en völt og veik.
Þá er hennar hrós um of,
hinna’ ef skyldum geta að engu
manndóms ára mikilfengu,
sem þó eiga æðra lof.
Þó þau boði strit og stríð,
störfin örðug, vinnu langa,
*) Það glevmdist að setja nafn
höfundarins í síðasta blaði við þýð-
ingu Myrrah.
sólbrennt enni, sveittan vanga;
þau eru samt vor sumartíð.
Ekki’ er neinu ætluð hör,
æfi löng af hvíld og friði.
Það, að vinna, verðá’ að liði,
mannsins hæsta hlutverk er.
Ei má heimsins lof nö last
letja þig í góðu verki,
ljóss og sannleiks sigurmerki
skyldur ertu að fylgja fast.
Sinnar æsku’ ei sakna mun
sá, til þessa takmarks bjarta
keppir fram, með heilu hjarta,
vinnur ei með vol og stun;
hann veit mannsins anda er
eðli það, að vaka, stríða,
og að framför lands og lýða,
einnig hvíli’ á sjálfum sér.
Sumri þínu’ ef vel þú verð
verka til sem fagurt skína,
ellihaust þitt heiðri krýna
manndóms árin mikils verð.
Laun þín verða fríð og fræg,
fegri konungs tignar skrúða,
hetja ljóssins hæruprúða,
öllum gagnleg, góðum þæg.
Fegra’ en æskan þín er þá
þetta sumar lífsins blóma,
ef með drenglund, dáð og sóma
vinnur þú að vökva’ og sá.