Freyja - 01.07.1900, Blaðsíða 4

Freyja - 01.07.1900, Blaðsíða 4
108 FREYJA róttindi mæðra mannkynsins. Star'semi og áhuga, sem konur al- mennt sýna í þarfir stjórnmála- flokka, kyrkna, minnisvarða eftir ýmsa ménn. geistlega og verslega, heimili presta og biskupa, vildi óg að þær sýndu og leggðu fram alla slfka krafta, til þoss að fá sjálfar sig viðurkenndar senr jafningja bræðra sinna, í því að byggja upp og halda við sönnu lýðveldi. Mér vitanlega hefur William Mc- Kinloy aldrei sagt eitr. einasta orð með menntun, menningu og kjör- gengi kvenna og í stjórn þans hafa E. C. STANTON. þær engan fulltröa haft, þó ver höf- um ár eftir ár, I meir en fjórðung aldar flutt réttarkröfur vorar í höf- uðstað sambandsins, og bænarskrár, mn að fá XVI. lagagrein bætt inn i löggjöf þjóðarinnar, þess efnis að veita oss jafnrétti í öllum greinum við karimenn þjóðarinnar, þá erum vér enn þann dag í dag óbænheyrð- ar. Vér höfum enga fulltrúa eða frelsisvini til að berjast fyrir mál- efni voru í hvorugri stjórnardeild- inni. I 27. kapítula 4. Mósesbókar, er oss sagt að dætur Zelophehad hafi komið í stjórnarsctrið og beðið um erfðarétt gagnvart bræðrum sínum. beim var sýnd öll virðing; og Jlóses hinn mikli löggjafi varð snortinn af réttmæti beiðni þcirra og fór inn í klefa sinn og lagði hana fyrir drott- inn, og drottinn sagði: „Beiðni þeirra er sanngjörn, lát þær erfa með bræðrum sínum.“ Oldungur gyðinganna hlýddi þeirri skipun tafarlaust. Og fyrsta bæn þessara Uyðinga dætra var heyi’ð. En dætur Jeffersons, Han- cocks og Adams biðja og öðlast ekki tænheyrslu, þó að allar grundvall- arréglur rikisstjórnarinnar séu brotnar með íéttleysi þeirra. JTorfeður vorir sögðu: ,,Engin iéttlát stjórn getur orðið til án samþykkis þeirra sem stjórn- að er.“ „Skattálögur £n hluttekningar í ríkisstjórninni, er harðstjórn.11 Og þó ei' lielmingur þessaíar þjóð- ar undir stjórn og skattálögum, án hans samþykkis. Meðan þessu fer fram, geta for- setar og flokkarekki verið oss neitt áhugamál. Orðsending mín til allra kvenna í þessu landi er sú, að þær leggi fram alla þá krafta, sem þær nú nota í þarflr kyrkju, stjórninálaflokka og hátiðahalds, til að ávinna sér þá dýrmætustu eign sem til er í heimi þessum, þegnlegt og þjóðíélagslegt jafnrétti. Elizabeth Cachj Stanton. (Free Thought Magazine.)

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.