Freyja - 01.10.1900, Blaðsíða 8

Freyja - 01.10.1900, Blaðsíða 8
ruurjA 1 72 Skeði það á þann hátt, að eitt sinn er hann stóð á bökkum Gulu árinn- ar, kom til hans vængjaður gammur eða flugdreki með bó!tfell,á því voru rúnir þær eða leturtegund sem enn þann dag í dag eru hafðar á guð- fræðis og vísinda bókum Kína. Við þenna dreka kenndi Euh-hí hermenn sína, og sá dagur er kominn að hinir miklu drekar—hin A'ín- verska keisaralega hersveit verði dýrðleg. benna dag eru þjóðræknis- tilflnningar A’ína í mestum spenn- ingi, þó marseraði hið útlenda her- lið óáreitt í gegnum borgina. Smá bærinn Feng-tai sem svo oft liefur verið nefndur í málþráðaskeytum í sambandi við hinar kínversku ó- eyrðir, er 5 mílur fyrir sunnan Pek- ing, nálægt norðvestur horni kon- unglega dýragarðsins. bar var einu sinni endastöð Peking og Tien-tsin járnbrautarinnar, nú rennur Luh-an járnbrautin þar í gegn og suðvestur til Pan-ting-fu. Þar brenndu Boxers vöruhús járnbrautarf'ölagsins. Fyrst leyfði keisaradrottning ATína ekki að járnbrautin kæmi nær Peking en til Feng-tai, svo þegar þangað var komið varð að hafa brögð í frammi til að fá leyfl hennar til að halda brautinni áfram til Peking. Þá var drottningunni sagt frá hinni undar- legu skepnu — vélinni.sem æti kol og andaði frá sér gufu og eldi og boðið að sjá liana. Vakti þetta for- vitni hennar svo hún til tók dag er liún skildi koma, skyldi þá allt vera undirbúið komu hennar. En þá kom hver afsökun eftir aðra og hún fékk ekki að sjá hana. Loks heimtaði hún að vita hverju það gengdi, var licnni þá sagt að vegurinn til Fang- væri svo vondur að hún gæti ekki farið þangað, en ef hún vildi,skyldu útlendingarnir koma með vélina upp að borgarhliðinu,svo hún gæti séð hana. Skipaði hún þá að gjöra það. Þannig var þá leyfið fengið, og járnbrautin var lögð upp að suður- hliðinu. rétt hjá Himna musterinu. Þangað fer keisarinn árlega til að biðjast fyrir. Tíu mflur vestur af Feng-tai er hin heimsfræga Lu-kao brú. Áhenni eru ellefu bogar. Iiún var byggðtil þess að herinn sem sendur var til að byggja Kína múrinn mikla, kæmist yflr Hun ána. Brúin er 2000 ára gömul. Marco Polo sem ferðaðist til Kína á 13. öldinni, lýsir henni I rit- um sfnum. Samhliða henni liggur nú stálbrú Lu-han járnbrautar- innar. En svo mikið mannvirki sem á henni er, þolir hún ekki saman- burð við þá gömlu, sem enn er dag- lega notuð, og líklegtil að endast í önnur 2000 ár. Skammt fyrir vestan brúna er átta mustera liæðin, sem nú er nefnd Burlingame fjall, til endurniinnirg- ar umAnson Burlingame sem einu- sinni var sendiherra Bandaríkjanna til Aína, en síðar fór sendiför fyrir Kínastjórn til Evrópu og dó þar. Musterin á hæðinni eru fyrir löngu síðan orðin að sumarheimili erlendra trúboða, sendiherra og annara út- lendinga frá borginni. Þar var sum- arheimili sir McDonalds sem Boxers brenndu. Hæðin er einn stór listl- garður með steinlögðum vindings- stigum upp alla hæðina. Austur af- fFramhald.]

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.