Freyja - 01.10.1900, Blaðsíða 10

Freyja - 01.10.1900, Blaðsíða 10
174 riiúYJA því hann átti að geta sagt eftinnanni sínum hvernig liði. Þeir skiftu þá með sér verkum. Karmel ætlaði að narra hann inn, en Robert átti aðsjá um lntnn úr þvf. Rfctt á eftir var járnboltanum ýtt frá, ljtísglampa lagði inn til þeirra, og varðmaðurinn rak hðfuðið inn og spurði, hvort allt væri með lagi. „Nei, komdu og vittu hvort þessi náungi cr dauður,“ sagði Karmel. „Ilvað er nú á seyðií“‘ sagði Bretinn og gekk inn. En hann varð enkis vísari, þvi þá fekk hann rothögg í höfuðið. 3Ieð það bundu þeir liann á höndum og fótum ineð hans eigin leðurbelti, og stungu svo klút upp í bann. Svo klæddu þeir sig í snatri, tóku tvær skammbyssur og- sverð af varðmanninum, og báðar sagirnar, því skeð g;eti að þær kæmu þeim enn að gagni.,, Eigum við að taka ljósið?“ spurði Robert. ,,.Já, meðan við erum að komast út og finna stigann, en ekki lengra það gæti komið upp um okkur.“ Robert tók luktina og lokaði dyrunum hljóðlcga á eftir sér, og héldu svo áfram þar til þeir komu að stiganum. Þeir stönzuðu augnablik til að hlusta, en allt var hljótt, svo þeir héldn enn áfram. V:'ð liinn er.dann á loftinu var autt verelsi, sem nú var aðal stöð varðmannanna. Þar urðu þeir félagar að fara gegnum. „Við skulum fara hiklaust gegnum varðmanna herbergið og líta hvorki til hægri né vinstri. Þeir sem þar verða fyrir, eru sjálf sagt nýir og halda liéfað að við höfum vcrið sendir ofan í heiðarlegum erinda- gjörðum. Kömdu nú og fylgdu mér(“ sagði Karmel. Robert gjörði svo. Inni voru fjórir hermenn og geispuðu þeir ó- lundarlega. Mátti af því sjá að þeir væru nývaknaðir. Enginn þeirra tók cftir fióttamönnunam fyren þeir voru f þmn veginri komnir út. Þá ■leit einn upp og sagði: ,,Hvað er nú um að vera? Ilverjir eruð þið?“ „Frá sir William," sagði Robert án þess að líta við. ,,Það á þó ekki að náða uppreistarmennina?“ „Þeir hafa gjört skringilegar játningar og verða ekki hengdir á morgun.“ svaraði Robert. „Geturðu ekki stanzað augnablik og sagt okkur fréttirnar?“ sagði Bretinn. Robert heyrði ekki, því hann varkom- inn út og þeir fölagar báðir. „Komdu hörna, við meigum ekki verða á vegi varðlíðsins,“ sagði Karmel. „Okkar verður bráðlega saknað,“ bætti hann við. ,,Það kernur einhver á eftir okkur þarna hinuméigin á brautinni," sagði Robert og leit aftur, er þeir höfðu gengið nokkur skref. „Við skulum láta sem við sjáum hann ekki. Hann er líka einn.“ Þeir voru á aðalgötu þorpsins og mitt á milli fangah ússins og heim- ilis sir Arthurs. Skamrnt þaðan voru krossgötur, aðra hvora þeirra ætl- uðu þeir að taka, því þeim var um að gjöra að verða ekki á vegi varð- mannanna sem mundu heimta af þeirn einkunnarorðið, en það höfðu þeir ekki. Þegar þeir komu að krossgötunum, heyrðu þeir sagt í lágum

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.