Freyja - 01.10.1900, Blaðsíða 17

Freyja - 01.10.1900, Blaðsíða 17
FBEYJA 181 Umheimurinn. (Eftir Review of Reviews.) L'PPTÖK ÓEIRÐANNA í KÍNA. Það er sorglegt en engu að síður satt, að trúboðin f Kína eru aðal or- sök til óeiðanna og morðanna sem þar hafa verið framin. Þrályndi og þolgæði Búa, sem síðast liðið ár lief- ur A'erið aðal umtalsefui Ueimsins hverfur og gleymist sem smámunir einir, fyrir þessari stórkostlegu hreif- ingu sem orðin er á hinu elsta keis- aradæmi heimsins. Flest þau ríki sem nú eru við líði í heiminum hafa orðið til, og mörg önnur eldri og stærri liðið undir lok á dögum hins mikla Dreka. En hjá honum liafa tiltölulega litlar breytingar orðið. Nýjar heimsálfur hafa fundist og byggst, og flestar þjóðir hafa lagt sinn skerf til að rnanna þær. Þar liafa þó Kínar verið olnboga Mrn heimsins. Kínar sem eru mannflesti kynflokkur heimsinn, eru tiltölulega fámennir í hinum nýju heimsálfum. Þeir þykja ekki nógu góðir til að búa meðal annara þjóða. Samt hafa þeir ekki fengið að vera í friði heima hjá sér. Hópar af trúboðum tilheyrandi öllum mögu- legum deildum kristninnar hafa far- ið til Kína til að níða hin eldgömlu trúarbrögð þeirra og reyna af öllum mætti að snúa þeim til kristni. Við þessu ömuðust þeir ekki, fvr en trú- læðarnir fóru að skifta sér af lifnað- arháttum þeirra og stjórnarfyrir- komulagi. Kaþólskur maður, Marshall að nafni, segir f trúboðs sögu sinni [History of mission bl. 101») að hver einasti sannkristinn Kfni kosti Breta og Bandarlkin £25,000,000. Þessi voðalega upphæð kemur að mestu frá fátækri alþýðu, þegarsvo þar við bætist herkostnaður og manntjón sem trúboðs óeirðunum er samfara, og nú ná til yztu endimarka heims- ins, liggur í auguin uppi hve nauð- synlegt væri fyrir þjóðirnarað taka í taumana og hindra eða tempra trú- boðs ákefðina. Eða, að þjóðirnar hættu að vera ábyrgðarfullar fyrir gjörðum þeirra einstaklinga sem endilega vilja liefja trúarbragðastrfð meðal annara þjóða eða þjóðflokka. Hvlli ábyrgðin á trúboðunum sjálf- um sem einstaklingum.en ekki borg- urum, yrðu máskefleiri píslarvottar en minni stríð, blóðsútheilingar og tilkostnaður. L&varður Salis- Liv.SalUhury bury ltélt merki- og trúboðið. lega rajðu viðvík • jandi ofangreindu málefni, á trúboðsfélagsfundi, sem haldinn var í júní stðast liðinn. Hann bað það að tempra trúboðs á- kafa sinn. Hann sagði að slíkt hefði getað staðist meðan trúboðarnir sjálf- irgengu út frá því, að leggja líflð í sölurnar fvrir málefni sitt. Nú væri það allt öðruvísí. Því í hvert skifti sem heiðingjar mvrtu einn kristni- Ixiða, tæki sú stjórn sem liann til- heyrði, land eða lönd heiðingjanna f staðin. Sú skoðun væri þess vegna orðin rfkjandi meðal heiðinna þjóða, að þegar kristnar þjóðir girnast lönd þeirra, sendi þær trúboða sína á und-

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.