Freyja - 01.02.1901, Qupperneq 13

Freyja - 01.02.1901, Qupperneq 13
FllEYJA 1.-! horainu stóðu liundrað byssur, og rétt hjá smákassar, scm þeir följig-n vissu að geyma mundu skotfæri; þcir voru auðsælega við dllu búnir. Þegar Bright og þeir fölagar komu inn, litu allir á þá, en sáu ekkcrt er þeim þútti varúöarvert, þvi hvorki var ljósið gott, né heldur var þar nokkur einn maður sem þekkti alla hina. Svo þeir sem ekki þekktu komumennina, gizkuðu á, að einhverjir hinna gjörðu það, og voru því ánægðir. 0g er þeir félagar urðu þess varir, þótti þeim vænt uin, að hermannabúningar þeirra sáust ekki, og voru þeir nú óhultir. Þegar hljótt var orðið, stóð gráhærði maðurinn upp og sagði með rödd, sem auðsjáanlega var ekki hans eigin. „Bræður mínir! Enn þá einusinni hefur oss fyrir guðs náð, auðnast að koma hér sarnan. Smátt og smátt gefur hann óvinina á vald konungs vors, og innan skamms sigrast hans hátign á þeim, er berjast á móti hinu eina sanna stjórnarfyrirkomulagi, þér skuluð fá tækifæri til að sýna drottinhollustu yðar og drengskap, þvl þér verðið kallaðir áður en langir tlmar líða, til hersins, og verið þá reiðubúnir. Eins og þör sy'áið, hafa skotfærin verið send, til þess þér hefðuð dálítinn tíma til að æfa yður, áður eu kallið kemur. Og nú skulu þeir, sem á slðasta fundi voru settir til að vakta hreyftngar uppreistarmannanna,segja livers þeir hafa orðið varir. Og eitt enn: Tve'.r uppreistarinenn sluppu úr varðhaldi I Brunswick, seul enn þá hafa ekki fundist. Annar þeirra heitir Karmel, en hinn er ungur maður, og heitir liobert Pemberton.“ „Eg þekki þá báða,“ sagði stirðbusalegur maður, sem þeir fölagar sáu að þeir höfðu einhversstaðar séð áður. „liefurðu séð þá innan tveggja vikna?“ spurði foringinn. „Nei, en ég skal líta eftir þeim. „Það er rétt. Eg vona að þör gjörið það allir,“ sagði foringinn. „Áreiðanlega er þessi maður yngri en hann sýnist vera“ hvlslaði Kobert að Karmel. „Ég var eimitt að hugsa um það,“sagði Ivarmel. I þessu stóð miðaldra maður upp, og kvaðst hafa orðið þess var, að Adam Warner væri starfandi uppreistarmaður, hefði hann séð liann á gægjum eins og engum heiðvirðum manni sæmdi. Með það reis upp annar.og kvaðst viss uin að gamla Salka Bronton hefði falið uppreistarmenn I kjallara sínum, þessu til sönnunar fylgdi það, að Salka ætti tvo sonu I hernum h.já landráðamanninum Washing- ton. Svo þeim var skipað að hafa sterkar gætur á þessum grunuðu pei-sónum. Og gaf foringinn þeim til kynna að þeir mættu taka og nota eignir uppreistarhuudanna. „Annarhvor okkar verður að fara út, þvi menn okkar flnna okkur aldrei tilsagnarlaust," hvíslaði Robert að Karmel. Við verðum að fara varlega, því þessi grái þrjótur frá herbúðum Breta vaktar okkur vel, er

x

Freyja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.