Freyja - 01.04.1907, Page 4
222
FREYJA
IX. 9.
staka áherzlu á voru Afturgöngurnar. Var auöheyrt aö
hún skildi til hlýtar tilganghöf. meö því að sína arfgengi sið-
ferðislegra synda,—áhrif þeirra á soninn, eins og þau eru
sýnd á Osvald Alving. Og þó að sjúkdómurinn í þessu til-
felli lægi í blóöi föðursins aðeins, vœri móðirin samt ekki á-
byrgðarlaus gagnvart barninu sínu, og þó hún geröi allt sem í
hennar valdi stóð til að frelsa soninn, eftir aö hafa gefið
honum tilveru, reyndist það of lítið. Fyrsta skilyrðið fyrir
því, aö konur fullnœgi skyldum sínum sein niœður mannkyns-
ins, er að þær séu vandar að faðerni þess og sínu eigin heils-
ufari. Nœsta skilyrðið, eru hæfilegar ytri kringumstæður til
að tryggja börnunum heilsusamlegt uppeldi, því það stendur
alls ekki á sama hver hin ytri lífsskilyrði eru. Vitaniega
liggja sömu skyldur—eða ættu að liggja áfeðrutn mannkyns-
ins. En af hverju það kemur, að svo lítur út, sem Ibsen ætl-
ist sérstaklega til þessa af rriœðrunum, getur hver ráðið fyrir
sjálfan sig. Mín hugmynd er, að hann sé að sýna, hve von-
laust verk þetta sé, rneðan konan viðurkennir eins marga
drottna og'énn gjörir hún, og skyldurnar við þessa drottna
hrekja hana ýmist á þenna eða hinn veginn, og útkoman
verður of oft sú, að hún ekki einungis fórnfærir sinni eigin
velferð, heldur og einnig velfeið barnanna sinna, með ávtxt-
arlausri tilraun til að fullnægja þeirn ölLin, einsogdæmi Mrs.
Alving í leikriti þessu sýnir.
Eitt af ritum Ibsens sem Emma taiaði um var ,,Brand-
ur, “ strangleiki hins unga piests og virkileiki þeirra kenn-
inga sem hann flutti, eins og hann skildi þær, sem gekk svo
langt, að hann neitaði móðursinni á deyjanda degi imaflausn
synda hennar. Eftir þessa menn nefndi hún fjögur yngri
skáld og meðal þeirra fyrstan og mestan Bernard Shaw,
enskan ieikritahöfund, sem talinn er eftirmaður Ibsens í Re-
alism. Minntist hún sérstaklega á tvö leikrit hans, Man and
superman og Mrs Warrens profession. BϚi hafa leikrit
þessi verið leikin á Englandi og víðar og fengið mjögmisjafna
dóma ekki síður en ,,Afturgöngurnar“, þá er þœr voru leikn-
ar í Winnipeg. Síðara leikritið fjallar 11 m ,, fallnar ‘ konurog
sýnir hvers konar öfl knýja þær út á lastanna brautir.