Freyja - 01.04.1907, Síða 5

Freyja - 01.04.1907, Síða 5
IX. 9. FREYJA 223 A5 lcvknum fyrirlestrinum voru lagöar fyrir hana spurn- ingar viðvíkjandandi því, af hverju óregla sú stafaði, er leikrit Shaw’s fjailaöi um og hvernig hægt væri aö útrýma hennú Svaraði hún hiklaust og einarðlega. Ástæðurnar kvað hún margar, en aðailega voeru þær hagfrœðislegs eðlis, og yrði mein það ekki að fuflu bœtt meðan núveraudi þjóðfélagsskipu- iag héldist. Merkilegt þótti mér að sjá þenna stóra sal þétt skipað- ann vel búnu fólki, sem hlustaði með athygli á allt þetta, ÁN þess að hneykslast, og ég spurði sjálfa mig, hvort þe ta fó k væri virkilega komið lengra en íslenzk alþýða? Ég ætla ekki að svara þessari spurningu hér, en geta má þess, að þónokkr- ir íslendingar, bœði konur og karlar, lilustuðu á fyrirlestur þenna og voru allir sem ég hafði tal af, ánægðir. Ég vii skjóta því hér inn, sem einn af merkustu mönn- um heimsins sagði fyrir löngu síðan, af því að fólk vort virð- ist annaðhvort aldrei hafa heyrt það, eða eklci heimfœra til sín sannindin sem í því felast þá um einhver ógeðfeld alþjóða inál er að ræða. Hann sagði eitthvað á þessa leið: ,,Sann- asti mœlikvarði j fir siðmenning hverrar þjóðar og sérhverrar stéttar í mannfélaginu er meðferð þeirra á vandrœðamálum þeirra. Vitrar þjóðir og vitrir menn. eins og vitrir og sam- vizkusamir lœknar, grannskoða allt, og þess vegna m. n þeim auðnast að lækna þjóðarmein sín. En heimskingjarnir loka augunum fyrirþvísem afiagafer, ana biindandi út í hvert for- æði sein á vegi þeirra verður, óhreinka síðan alla er þeir koma nærri, þar til öll þjóðin er smittuð. “ En því minnist ég nú þessa, að Islendingum hættir við að vera óþarflega til- tektasamir og viökvæmir fyrir ýmsum rnálum séu þau opin- berlega rædd í blöðum eða á mannfundum, og hvað helzt þeim, er menn skyldu ætla, að sjálfra sín vegna heiðu vit áað þegja. En það eru einmitt þeir, sem ekki skilja h1nn gull- væga sannleika: ,, Allt er hreinum hreint, “ og að yfir sér- hverja hugsun hins hreinhjartaða, sanna manns og sérhvert verk hans má dagsljósið skína, hann hefir ekkert að fela íyrir neinum. Þess vegna má og hver hans hugsun segjast í heyranda hljóöi.

x

Freyja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.