Freyja - 01.04.1908, Page 15

Freyja - 01.04.1908, Page 15
X. 9- FREYJA 215 hver koemi, henntist íaöir hennar inn, berhöföaöur oglafinóð- og hvœsti þessum oröum út úr sér: ,,Hún kemur, hún kem- ur!“ Þó þetta vœri ekki sem. alira greinilegast, voruþauekki iengi í vafa um hva'ð það meinti, því áður en hann hafði lokið erindinu, sáu þau Rómu standa kafrjóða og móða af hlaupun- um upp stigann og í kvöldbúningi sínum að baki hans. ,,Má égtala við herra Rossi?" sagði hún og horfði áhann þarsem hann stóð yí:r barninu undrandi yfir þessari óvœntu heimsókn og kafrjóður, „Gjörið svo vel að koma inn, Elín kemur með ljósið og ég kem rétt strax“ sagði hann seinlega og bar svo drenginn inn í rúmið hans og hagrœddi honum þar eins og bezta móðir hefði gjört. Að því búnu kom hann aftur og gekk þá eins og í leiðslu inn í setustofuna. Róma leit í kringum sig og sá fátæktina skínaút úröllum hlutum. Vélina hafði Rossi látið á sinn stað án þess að taka plötuna. Rómu lá við að snúa sveifinni og setja vélina af stað en í því heyrði hún fótatak Davids og setti sig því ( stelling- arnar til að mæta honum. Hún sá sjálfa sig í speglinum með mikla hrafnsvarta hárið í körfu uppi á höfðinu, allt nema einn lokk, sem laumast hafði út undan og hringaði sig á fannhvítu enninu. Hún var ekki laus við einhverjar ónota tilfinningar er hún hugsaði um erindi sitt í hús þessa manns. Og þegar hann kom inn og benti henni að fá sér sœti en hallaðist sjálf- ur þegjandi og alvarlegur upp að arinhillunni, fór um hana ó- nota titringur. og þó hafði hún fullt vald yfir sér er hún á- varpaði hann. „Egveit að ég með komu minni hingað brýt á móti ab mennum siðvenjum, en þér hafið neytt mig til þess.“ David hallaöi sér svo, að hann sœi sem bezt framan í hana en svaraði engu, svo hún hélt áfram: „Egheyrði til yðar í morgun og duldist ekki, að mér var ætluð sneiðin. “ Enn þá þögn frá Rossis hálfu og enn hélt hún áfram: ,,Væri ég karlmaður hefði ég líklega skorað yð- ur á hólm. Eins ogástatt er verð ég að láta mér nægja, að segja yður, að þér hafið haft mig fyrir rangri sök. “ , ,Rangri sök, “ endurtók hann.

x

Freyja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.