Alþýðublaðið - 01.02.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.02.1927, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 2 [alþýbublaðibI | kemur út á hverjum virkum degi. t j Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við l | Hverfisgötu 8 opin irá kl. 9 árd. ► | til kl. 7 síðd. I * Skrifstofa á sama stað opin kl. t I9Va—10V2 árd. og kl. 8-9 siðd. { Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 > (skrifstoian). í Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á ► 4 mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 ► J hver mm. eindálka. * f ! Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan í < (í sama húsi, sömu símar). ? Alþýðuprenísmiðjan ársgðmul. í dag er liðið rétt ár, síðan Al- pýðuprentsmiöjan tók til starfa. Á þessu fyrsta ári hennar hefir Alþýðublaðið stækkað um h. u. b. helming frá því, sem áður var, og jafnframt hefir prentsmiðjan prentað fjórar allstórar bækur, þar á meðal hina ágætu bók „Rök jafnaðarstefnunnar", auk ýmislegs smálegra. Um leið og þessa er minst, skal enn með þakklæti minst þess stuðnings, er fjöldi ,góðra manna hér og annars stiöar á landinu veittu til þess að koma prentsmiðjunni upp. Vonandi auðnast þeim líka sú þökk, er þeim mun bezt þykja, að sjá þetta alþýðufyrirtæki vaxa og vel dafna. Ósamræmi eða iilgirni? Svar til „Morgunblaðsins'í Síðast liðinn laugardag birtir „Mgbl.“ greinarkorn, sem á víst að vera nokkurs konar svar til mín út af grein, er ég ritaði í AI- þýðubl. s. 1. föstudag. Athuga- semd „Mgbl.“ er í raun og veru ekki svara verð, því að sýnilegt fer, að hún er að eins gerð til þess, að ekki sé hægt að segja, að blaðið hafi þagað við greininni í Alþbl. „Mgbl.“ kvartar yfir því, að ég beri sér á brýn, að það vilji að eins kauplækkun hjá verkamönn- lum. í því sambandi segir „Mgbl.“, að það sé „með öllu tilhæfulaust" og: „Vildi t. d. Alþbl. lesa grein í Mbl. 16. þ. m., sem heitir „Húsa- leigan“, og skýra síðan frá niður- stöðu sinni.“ Enn fremur segir „Mgbl.“, að það geti bent á „margar greinar“ í blaðinu, þar sem það sé skýrt fram tekið, að það vilji lækkun á öllum launum og kaupi, sem í krónutali sé greitt. Fyrst og fremst er þetta ekki rétt hjá blaðinu, því að greinin, sem birtist 16. þ. m, í „Mgbl.“ er fyrsta og síðasta grein, sem frá blaðsins hálfu hefir birzt í þá átt, að alt kaup verði að lækka. Hvers vegna minnist blaðið ekki á þessa iækkun fyrr en rétt- um mánuði eftir, að starfsmenn ríkisins áttu með sér fundinn urn launauppbótarlækkunira? Hvers vegna þagði „Mgbl.“ þar til ein- mitt 16. jan.? Svarið við þessum spurningum er auðfundið. Grein sú, sem „Mgbl.“ vitnar í, kemur fyrir sjón- ir almennings sama dag sem „HerÖubreið“ auglýsti eftir tilboð- Um í „akkorðs“-vinnuna. „Morg- unblaðið“ hefir gengið út frá því sem vísu, að við þessa vinnu myndi kaupið lækka. Einnig hefir það séð það fyrir, að leiðtogar alþýðu myndu ekki gera sér það að góðu, þar sem engir sanmingar voru komnir á fyrir árið 1927. „Mgbl.“ hefir því viljað hafa vað- ið fyrir neðan sig með því að fara að þvæla um kauplækkanirn- ar til þess að hafa betri högg- stað á verkalýðnum. Þegar „Mgbl.“ vitnar í þessa grein, þá he'ir það ekki athugað, að það var til þess að rýra, en ekki styrkja málstað sinn. Það hefir ekki at- hugað, að grein þéssi kom of seint fram í dagsljósið, til þess hún gæti á nokkurn hátt réttlætt framkomu „Mgbl.“ Hefir „Morgunblaðið“ kornið til formanns , Dagsbrúnar" núna, eft- ir að kauptilboð útgerðarmanna kornu til, og spurt eins og i við- talinu við fulltrúa starfsmanna rikisins: „Hvað er nú til úrræða fyrir ykkur?“ eða samsint því, „að minna grand megi nú finna í mat sínum“ en kauplækkun verkafólksins, er útgerðarmenn krefjast. „Mgbl.“ veit þó vel, að kröíur útgerðarmanna eru ekki í samræmi við þá lækkun, sem hef- ir orðið á kaupi á öðrum sviðurn. „Mgbl.“ veit vel, að nú er farið íram á meiri kauplækkun hjá verkamSnnum en nokkurri ann- ari vinnustétt landsins. Vilji „Morgunblaðið“ vera sjálfu sér samkvæmt í kaup- gjaldsmálunum, þá ætti það að krefjast þess fyrir hönd verka- manna, að kauptaxti sá, sem , Dag brún“ hefir auglýst, yrði samþyktur af útgerðarmönnum, því að sú lækkun, sem þar er gerð, er í fullu samræmi við kauplækkun á öðrum sviðum. „Morgunblaðið“ bað mig að skýra frá niðurstöðu minni eftir að hafa lesið grein þá, sem það viínaði til. Ég hefi nú skýrt frá þeirri niðurstöðu hér. Hún helzt er.n óbreytt, sú skoðun mín, að „Mgbl.“ sé í sama ósamræminu við sjálft sig, eins og það hefir 1 verið. Öðru máli er að gegna, ef „Mgbl.“ tekur rögg á sig og krefst þe :s, að kaup verkamanna lækki eki.i meira en h’utfallslega á við k; up annara starfsmarma. Þá er ,.Mgbl.“ komið í samræmi við það, sem það hefir nú haldið fram. J. Fánamál í Suöar-Afrlkií. Gvo sem kunnugt er, er fáni Bret'ands rauður dúkur með merkjum Englands, Skotlands og írlands saman fléttuðum í horninu (Union Jack). Öll hafa sambandsríki Bretlands, Kanada, Ástralía og önnur sérfána. Er hann oftast ríkisfáninn með merki sambandsríkisins í eða öðru því líku eða að minsta kosti með sambandsmerki í horninu, sé hann öðruvísi gerður. Nú leggur for- sætisráðherra Suður-Afríku, Hert- zog, fyrir þingið þar frumvarp um nýjan fána. Á hann ekkert skylt við alríkisfánann, heldur er í hon- um skjaldarmerki konungs. Segir hann alríkisfánann vera þjóðern- isfána Breta, en hann sé óhafandi í Suður-Afríku, því að þar séu Búar (Hollendingar) í miklum meiri hluta. Eru um þetta miklar fdeilur í Suður-Afríku sem stend- ur, og óvíst er, hverjum betur vegnar. Þjófgefin sendisveit. Ungverska sendisveitin í Paris eigði pjófa til að stela leyndar- skjöium flóttamanna. Tveir nafntogaðir ungverskir stjórnmálamenn, Karolyi greifi og jafnaðarmannaforinginn Garami, hafa borið þungar sakir á ung- versku sendisveitina í París. 1 dezembermánuði var brotist inn í skrifstofur „Ungverska rnann- rétíindafélagÁns" í París, og var þá stolið þar áríðandi skjölum. Því var í fyrstu lítill gaumur gef- inn, en nú bera þeir Karolyi og Garami það á Koranyi barón, sendiherra Ungverja í París, að hann hafi leigt menn til verknað- arins. Ungverskur flóttamaður, Vertes áð nafni, játar, að hann hafi í peningavandræðum látið aðstoð- armann hjá ungversku sendisveit- inni í París tæla sig til þess með mútum að stela bréfum þeim, sem ungverskir jafnaðarmenn er- lendis höfðu skifzt á við jafnaðar- menn í Budapest. Þjófnaðinn framdi hann á jóladaginn, og tók sendisveitin við plöggunum og sendi þau heim. Þetta þykir auðvitað stór- hneyksli alls staðar. Sinn er slðor I landi hverjn. Berlínarborg tekur 150 mi ljóna gulhnarka lán til atvinnubóta. Hvað er hér gert? Á fundi borgarstjómarinnar í Berlín 7. dez. var samþykt í einu hljóði tillaga frá íhalds- mönnum um ad taka 150 milljónir gullmarka ad lúni til atuinnubóta. Fgrir féd skyldi byggja 15 500 nýjar íbátdir til ad bæta úr hús- nœdis3klumti. Nemur atvinnubóta- fé þetta 50 gullmörkum á hvern Berlínarbúa, því að í torígmni eru 3 milljónir manna. Ölíkt víðsýnni virðast þýzkir íhaldsmenn, þó í- haldsmenn séu, eftir þessum bók- um vera helduren samherjar þeirra hér á landi, því að hvað hefir íhaldsflokkurinn í bæjarstjórn Reykjavíkur gert til að bæta úr atvinnuleysi ? Sama sem ekkert! Og hvað hafa þeir gert til að bæta úr húsnæðiseklu og hús- næðisokri? Alls ekkert! Sinn er siður í landi hverju! Erleiafll -sin&ske y tf » Khöfn, FB., 31. jan. Frönsk blöð óánægð með Marx. Frá París er símað: Blöðin á Frakklandi eru mjög óánægð yfir myndun Marx-stjórnarinnar. Ött- ast frakknesku blöðin, að stjörn- arþátttaka hinna svæsnu þjóðern- issinna og keisarasinna muni spilla fyrir fransk-þýzkum sátta- málum. Bretar að linast upp. Frá Lundúnum er símað: Cham- berlain hefir sagt það í ræðu, að England sé reiðubúið til að slaka til við Kínverja og viðurkenna, að núgildandi samningar séu orðnir úreltir. Krefst hann að verzlun Breta þar eystra sé látin óáreitt, en segir að liðssendingin breskaaust- ur hafi verið nauðsynleg til þess að gyrða fyrir sams konar athæfi í Shanghai og framið hefði verið í Hankow. ' IÞmfpiaálafsiíadiir á Akureyri. var haldinn í gærkveldi, og var Svo| í pottinn búið af íhaldinu, að hann hlaut að verða ómerkilegur, litlausar tillögur og svo sniðnar að öllum hæfðu. Var þetta auð- sæilega gert til þess, að svo skyldi sýnast sem stjórnin hefði einróma fylgi þar. Þó voru það 50 atkv. mest, sem íhaldsmenn gátu skafið upp með tillögum sín- um, enda hafði því verið lýst yfir af hendi Alþýðuflokksins, að hann myndi ekki skifta sér af fimdinum, nema á flokkinn væri ráðist. Utan dagskrár urðu nokkr- ar umræður um síldveiðalöggjöf- ina. Var samþykt tillaga um að slaka ekki til við erlenda menn um landhelgisréttinn. (Eftir símtali.) Um dagfinaa og vegimuic. Næturlæknir , er í nótt Árni Pétursson, Upp- sölum, sími 1900. Togararnir. „Tryggvi gam’i“ fór á veiðar í gærkveldi. „Draupnir" fór einn- !ig í gær, fyrst á veiðar til við- bótar, en fer síðnn til Englands. „Arinbjörn hersir“ kom af veið- umi í morgun með 1300 kassa og fer til Englands í dag. „ Vetrar æf intýr i “ verður leikið annað kvöld, — alpýdusýning.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.