Freyja - 01.11.1908, Qupperneq 8

Freyja - 01.11.1908, Qupperneq 8
So FREYJA XI 4 Stórar auglýsingar meö oróunum: ,,Atkvœði {yrirkonur11, prentuöum á, voru hengdar upp í ýmsum stórborgum Banda- ríkjanna fyrir og um kosnrngarnar. Mörg stórmenni studdu konurnar meö ráöi og dáð til að koma þeim á hentuga staöi þar sem þeirra gætti sern allra bezt. Sexhundruð konur gengu í skrúðgöngu á ársþingi kvenn- réttinda kvenna í borginni Boo'n í Iowa ríkinu nýlega, íbroddi. þeirrar fylkingar var presturinn, Anna Shaw, forseti Hins sameinaða innanríkis kvr. kvennfélags f Bandaríkjunum. Einn- ig var hún fnlltrúi á síöasta alheimsþingi kvenna og ber hlut- taka hennar í nefndri skrúögöngu meðal annars vott um áhrif Alheimsþingsins og sérstaklega brezkra kvenna á baráttu að- ferö kvenna í öörum löndum. Nauðugur v iljugur viðurkennir heimurinn, aö aöferð þeirra sé eini vegurinn til sigurs. En verið getur aö konurnar á Englandi kenni öörum þjóðum svo nytsama lexíu aö þær, margar hverjar aö minnsta kosti veiti kvennfólkinn fullar réttarbœtur án þess aö neyða þaö út í samskonar baráttu, Frá Nokvegi. Ráðaneyti hans hátignar, Norvegs konungs, sendi þing- inu tillögu um að það veitti kvennfólkinu kjörgengi og kosn- ingarrétt meö sömu skilyrðum og karlmenn hafa það, Síöast liðið ár veitti norska þingiö þremur fimmtu allra kvenna á landinu þessi réttindi. Þetta bendir á að reynzlan hafi sann fcert Norðmenn um að hluttaka kvenna í stjórnarfarinu sé holf fyrir þjóðina. Jafnvel Tómas trúöi, þegar hann tók á. En hvenœr skyldu vestur Islendingar trúa því aö kvennréttindamálið vœri xlheimsmál,og EinarHjörleifsson að þaö,,sé viðalþýðuhœfi?1* ------o------ VOR OG HAUST. Vorið getur búning breytt —blómgað svœðið auða. Ilaustið sýnir að eins eitt, syðíng, sorg og dauða. —byRNiK. - o-

x

Freyja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.