Freyja - 01.11.1908, Side 10

Freyja - 01.11.1908, Side 10
FREYJA XI. 4 82 ,, Já, herraminn. “ ,,Um hva5?“ ,,Þetta bréf, “ sagði Brúnó og benti á bréfið frá Rómu. ,,0g 'nvað um það?“ Brúnó varð vandræðalegur en sagði þó: ,,Fólk er farið að tala um yður, herra minn. “ ,,Og hvað segir það;“ , ,Að þegar hermaðurinn horfi í móti sól, sé ósigur vís. “ ,,Svo fólkið segirþetta!'1 , ,Já, og er það ekki von? Þegar Lýðveldisbaráttan hófst, byggði fólkið allar sínar vonir og allt sitt traust á yður. Síð- an er heill mánuður og hvað hafið þér gjört?“ David lét höfuðið síga ni.ður á bringuna en svaraði engu. ,,Þolinmœði! Þér segið fólkinu að hafa þolinmæði, Hvað þýðir það? Stjórnin hefir enga þolinmæði, Hún hefir safn- að sér 40,000 hermönnum til að skjóta fólkið niður ef það reynir að andmœla brauðskattinum, og þegar hann verður að lögum 1. nov. má gizka á afleiðingarnar. Næstu viku höldum vér fundinn í Coliseum. Þér kölluðuð þenna fund og fólkið er farið að veðja um að þér komið þangað ekki. Hvarverðið þér þá, herra minn? Heima, hjá þessarivondu konu---------“ ,, Þei! — Hvaða rétt hefir þú tilaö bera mig brigzlum?, “ sagði Davið í svo hvössum tón að Brúnó hrökk við, en áttaði sig þó og sagði: ,,Hvaðarétt! Þann rétt sem vinur hefir til að aðvara vin, sem verið er að svíkja, því nú á líka að svíkja fólkið gégnum þrekleysi leiðtogans. Aðferðin er jafn gömul heiminum. Það er Delila og Samson á ný. Éða hafið þér ekki heyrt gamla rómverska málsháttinn: ,Maðurinn er púðrið, konan er bandið, svo kveikir kölski í við hjúskapar- standið. David starði steinþegjandi á Brúnó, sem var orðinn sót- rauður af ákafa og hálf sneipulegur er húsbóndi hans svaraði engu, samt hélt hann áfram: ,,Ég veit hvað ég segi, David Rossi! A bak við allt þettastendur innanríkismálaráðgjafinn. Hann veit hvar og hvenær þér sjáið Rómu, þauskrifast á dag- lega og ég pósta bréfinþeirra. Hennar hús með öllu sem því tilhevrir er hafs. Eða haldiö þér máske að hún gæti lifað

x

Freyja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.