Freyja - 01.11.1908, Page 21

Freyja - 01.11.1908, Page 21
XI. 4- FREYJA 93 Ilér og þar strá, sem höfðu orðiö út undam tannlausa munn- inum á Grána og hann var nú að reyna að elta uppi. Miló hljóp þá inn f hesthús, því undir því vissi hann af kjallara, sem geymdir voru í alls konar garð-ávextir. Þar tók hann vœna næpu og rogaðist með hana að girðingunni til Grána. Gráni seildist í nœpuna og bruddi hana upp. Þá fór Miló eftir annari og svo hélt hann áfram þangað|til Gráni var búinn að fá nóg. Þá voru báðir ánœgðir og lögðust sinn hvoru megin við girðinguna svo nærri hvor öðrum sem þeir máttu. Þetta gekk í nokkra daga, en þá komst vinnumaðurinn að því. Varð hann þá ákaflega reiður, tók keyri mikið og ásetti sér að gefa Miló eftirminnilega ráðningu. Miló þekkti strax á svip vinnumannsins á hverju hann átti von og hljóp með laf- andi rófuna hringinn í kring um girðinguna, og Gráni hljóp það sem hann komst inni í girðingunni og hneggjaði ákaft, eins og hann skildi hvað um væri að vera og þœtti nú súrt í brotið að geta ekki endurgoldið vini sínum liðveizluna. En þegar leikurinn stóð sem 'hæðst, ók húsfreyjan heim, sá að- farirnar og spurði hvað um vœri að vera. Vinnumaðurinn sagði henni frá næpuþjófnaðinum og fór hörðum orðum um Miló. Þá sagði húsfreyjan og var heldur en ekki í þungu skapi: „Sérðuekki aö Miló er sannkristnari en þú. Þú setur Grána inn í girðingu til þess að þurfa ekki að hafa neitt fyrir honum og sveltir hann víssvitandi. Þannig launar þú honum samvinnuna. Miló leggur fjör og frelsi í sölurnar til að bjarga honum. Þannig launar hann forna vináttu. Komdu nú heim með mér og taktu við kaupinu þínu, svo skalt þú fara. “ Vinnumaðurinn varð að fara, Grána var fengið betra fóst- ur og Miló fékk þá viðurkenningu, sem hann átti skilið svo að hí>nn var áncegður. Þeir félagar héldu saman meðan báðir lifðu og voru báðir uppáhald húsfreyjunnar. Enginngóður maðurgleymir því, að allar skepnur eiga heimtingu á að þeim líði þolanlega vel. Og því betur sem þér setjið yður inn í k;ör annara, mauná eða dýra, því betra og fuiikomnara fólk verðið þér. Yðar einlæg —Amma.

x

Freyja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.