Freyja - 01.11.1908, Blaðsíða 23

Freyja - 01.11.1908, Blaðsíða 23
XI. 4- FREYjA 95 tnerkja og var baö sem hann sagði eðlilegast, hlýlegast og beztaf þvf er opinberlega var sagt í garð skáldsins það kvöld. Ég veit að með þessari stjórnsemi á samkomu þessari hetir engum dottið í hng að misbjóða gestinum. Líklegra er 3ð það hafi verir gjört í virðingarskyni að s ýna hann þar einann. En þá skil ég ekki tilfinningar mannlegs hjarta, ef tnanninoin er ekki mestur sómi og innilegust vinátta sýnd ineð því, aö þeir standi sem nœsíir honum —þyrpist kringum hann, sem hafa orðið fyrir því láni, að hafa verið kosnir til að taka á móti honum. Og svo kunnugir eru menn hvorir öðr- um í Winnipeg, að lítil hœtta er á, að fólk sem kom til að sjá og heyra skáldið hefðu vilist á því og nokkrum hinna til iengdar, þó þeir sem sáu um samkomuna og rœðumennirnir iiefðu setið hjá honuin uppi á pallinum, því engir þeirra hetðu getað ort þau kvæði, sein skáldið flutti þar eftir sjálft sig. Að lýsa þeim kvæðum er óþarft. Flestir verða búnir að heyra þau þegar Freyja kemur út. Sagt er að fyrir tveggja klukkutíma húslán hafi verið beð- ið um $10 og fyrirað spila tvö eða þrjú lög $5 á þessari sam- komu skáldsins, sem í fyrsta og líklega síðasta sinni á œfinni kom til að heimsækja landa sína í Winnipeg, Hver vill segja að baráttan gegn skáldskapnum beri ekki glœsilega ávexti? Ég þori að fullyrða, að óvíða annarstaðar en í Winnipeg gat slíkt átt sér stað, né heldur eiga Winnipeg-íslendingar ó- skilið mál að þessu, því bæði stóð hús Unítara til boða fyrir nefnda samkomu frítt, ogsvo mun móttökunefndin sjá um samkomu-kostnaðinn. Að borga Freyju. Margirhafa vel og drengilega orðið við beiðni minni að borga Freyju á útlíðandi mánuði, og aðeins ein kona gjört það að uppsagnarsök. Það var rentan af fjögra ára umlíðun. Hinum öllum þakka ég innilega fyrirgóð skil og vinsamlegorð, sem þeim hafa fylgt. Einnig óska ég að sem flestir fylgidœmi þeirra, ég þarf þess með og held því fram, að ég vinni fyrir andvirði Freyju. Enda njóta kaupendurnir þess, ef blaðinu gengurvel. ■o

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.