Freyja - 01.02.1910, Qupperneq 6
FREYJA
XII 7
374
En Ólafur sá ekki neitt
hvað inst í huga bjó—,
er sátu þarna saman tvö
í sumars morgun ró
A hugar vængjum hcerra sveif
en himni lyfta fjöll,
uns stóð í ljóma Breiðabiiks
við Baldurs goða höll.
Nú var hann ástar engli hjá
og um hann knýtti hönd.
þó stóð hann við það heljar haf,
er húmlands girðir strönd.
«!
En mærin fylgdi hels á haf
þeim hugum kœra svein,
því harmalífsins himin-þyngd
gat hún ei borið ein.
Hún hvarf sem dropi í djúpa unn
þá dagsól byrgðu höf,
er sá hún Ólafs liðið lík
var lagt í sína gröf.
E. S. Wíum.
*
Ath.— í kvœði þessu er á einum stað vikið að hinum
elsta fundi íslands fyrir hérumbil 3450 árum eða meir en 14
öldum fyrir Krist. Því miður eru nú engar sannanir til framar
fyrir þeim íslands fundi, því fornritið sem geymdi frásögn
þessa, mun hafa glatast annaðhvort seint á 17. öld eða snem-
ma á þeirri 18.
Handrit þetta skýrði frá því að Sýró-Caldeiskir flótta-
menn, er flýðu land sitt á dögum Jósúa og undan ránskap
hnns er hann var að vinna Palestínu handa Gyðingum, hefðu
fundið ísland fyrstir allra manna og gefið því hið einkennilega
nafn ,,Thule'1, er enginn hefir vitað hvað þýddi fram á þenna
dag. Eftir því œtti nafnið að vera komið úr sýró-caldeisku
fornmáli. Það er a'l-sennilegt að nafnið þýði Sólarland, því
hafi þessir flóttamenn komið þangað um sumarsólstöður
munu þeir hafa gefið því fagurt nafn. —Höf.