Freyja - 01.02.1910, Side 17

Freyja - 01.02.1910, Side 17
xn 7 FREYj'A TSj Andvökur— Kftirmœli skáldsins eru og- sérkennileg'. 1 þeim er engin kvörtun, en tilfinning engu aS síöur, án þess þó aö hún beni .skynsemina ofurliöa. Þag fagnar 1 eimkomu Játins fnenda síns næstum meö móöuilegri viökvæmni. Það sættist við hcrra Kvöldskuggalandsins af þvi það geyrnir Jík sonar þess sjálfs Þar kenvur fram hin æðrulausa direngilega lífsskoðun, aö sætta ■sig við það sem verður að vera. En á bak v.iö liggur þö tilfinn- ingin — þráin —- djúp og einlæg, sem ávalt stjórnast af skyn- seminni, hinui eina óbrigðuia atkeri manmegrar tilveru. Því meira sem vér .esum, þvi rugiangnari verðuni vér, og finnum að umtalsefnið er ótæmandi, hugðnæmt og fræðandi. En þó þegar sé meira sagt en vér ætluðum, og þó margfalt m nna en vér vildum segja, viijum vér iauslega minnast á eitt stutt kvæði enn þá, því um mörg ár hefir það vakað í liuga vorum, því það minnir oss ávalt á annað kvæði eftir annan höt.. sem fyrir mörgum árnm siðan fékk hrós rnikið í ísl. blöðum, en vér getum aldrei lesið það án gre-mju og kinnroða. !>etta kvæði St. G. St. er ‘ Vikasteipan’. Og uvæðið, sem það rninnir oss a, er “Smalastú'.kan". Munurinn á meðferðinni er svo stór, að fram hjá því má ekki ganga. “Vikastelpan" sýnir unglinginn, sem náttúrufegurðin laðar að sér, hina leitandi þrá barnssálar- innar, o g skilning göfugs, þroskaðs mannsanda, sem gleynnr gremjunni sem biðin hefir vakið, við að heyra. “Svo hiartnæm skáld-barns morgunljóð". Vér höfum áður sagt að allir, seni unna íslenzkum skáld- skap — eða nokkruni skáidskap, ættu að kaupa verk St. G. St. Hvorki hér né heima e.iga ísftendingar hans lika„ þegar á alt ei litið. Með því meinum vér ekki, aö til séu ekki önnur íslenzk skáld, sem yrki eins vei um j,að, sem þau yrkja. Hin afbragös- fögru náttúruljóð St. 'Th. líða ekkert við það. “Þyrnar" Þor- steins eru jafn-einstakir og ágætir i sinni röö fyrir það, ástaljóö G. G. einnig. Heimsáde'hir og h'luttekning Sig. Júl. Jóhanne - sonar, andagift Matthíasar o. s frv. En Stephan myndar nvtt tímabil í scgu ísl. skálda. og þó önnur kunni'að vera oss eir, hugðnæm og sumum máske bugðnæmari, tekur ekkert honum fram, sem realistisku skáldi. Kvæöi hans eru heilbrigð, hug- sjónarik og djúpsæ. Þökk eiga þeir skilið, sem hafa komiö þeim á framfærið og ógleymanleg viðbót við bókmentir íslendinga verða þau svo lengi sem íslenzka er lesin.

x

Freyja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.