Lísing - 01.12.1898, Page 3
3
Liktin er svo óþolanni, að ekki verður því líst. Einhver var sá
gárungi að hann gat þess til, að náþefur þessi, sem var um alla
borgina og hin heilögu stræti, væri liktin af líkömum hinna
helgu manna, sem komu út úr gröfum sínum við uppris-
una, ’gengu inn í borgina og birtust fyrir mörgum‘, og hver
veit hvort þeir hafa nokkurn tíma farið í grafir sínar aftur. Það
er hvergi sagt frá því, að þeir hafi farið í þær aftur, og vissulega
hefur þá ekkert langað til þess, cg þikir snmum mönnum það
því ekkert undarlegt, einkum þeim sem finna þenna ifirnáttúr-
lega þef, að þeir séu enn að ganga inn í borgina og leggi af þeim
þessa heilnæmu likt til héilsubótar trúuðum sálum. Sannarlega
ætti slíkt að geta firir komið og miklu fremur í Jerúsalem en í
nokkurri annari borg. Ekkert er ómögulegt eða óhugsandi er
til kraftaverka kemur.
Það er sagt að í borginni séu um 80,000 manns og eru af
þeim 8 þúsundir Tirkir og Arabar — Máhómetsdírkendur — 2
þúsundir rómversk-kaþólskir, 4 þúsundir rétttrúaðir (irikkir. 1
þúsund Armenar, nokkur hunðruð Koftar, Eþiopar og Sírar, og
hérumbil 3 hundruð prótestantar. Af hinum, sem eftir eru, eru
60 þúsundir Giðingar,og hefur helmingur þeirra komið frá Kúss-
landi, verið rekinn þaðan firir fáum árum, og hafa því hingað
farið af því að þeir gátu ekkert farið annað. Barón Hirsch og
nokkrir ríkir menn í Englandi og öðrum löndum fæða þá og
klæða að miklu leiti í guðsþakkarskini- Tirkir hafa öll borg-
araleg ifirráð og firirlíta af öllu hjarta bæði Giðinga og kristna.
En þeir gjalda þeim allir í sömu mint. Þannig er því varið, að
fólkið í hinni heilögu borg bír ekki saman í neinu bróðurlegu
samkomulagi eða kærleika. Það er eins um flesta menn þar á
hvaða aldri sem þeir eru, hvort heldur þeir eru ungir eða gaml-
ir, karlar eða konur. þá eru þeir allir ákaflega sóðalegir, þeir eru
sínishorn af hinum aumustu betlurum heimsins, rifnir og tætt-
ir, óhreinir, ógreiddir, berhöfðaðir og berfættir, svo að ekki eru
aumari menn hugsanlegir. Mikill fjöldi manna er þar augn-
veikur. Eina atvinnan sem þar er, að undanskildri atvinnu á
gistihúsum, er tilbúningur á talnaböndum og krossum úr olíu-
við og perlumóður, á líkneskjum helgra manna úr tré, ljósminda-
gjörð af helgum mönnum og stöðum, biblíuspjöld úr olíuvið,
pressuð blóm úr landinu helga og eldiviður úr úlfaldataði. Eins
og eðlilegt er, er þar markaður firir úlfalda- og geitaket, sauða-
ket og garðmeti af ímsu tagi. Eru kálhöfuð þar stærst og best