Lísing - 01.12.1898, Qupperneq 5

Lísing - 01.12.1898, Qupperneq 5
21 í Kóraninum. Því að þær hinar síðarnefndu filla upp og stað- festa báðar hinar firri. Þeir, sem kunnugir eru bðkmentum kristinna manna. vita það vel, að þ<3 að Jehóva oft og tíðum gengi um á jörðunni og talaði við mennina, þá lót hann aldrei saman taka neina skrif- lega opinberun firri en nálægt tuttugu og fimm hundruð árum eftir sköpunina. Firir tilstilli guðlegrar forsjónar fanst þá lítið barn af G aga kini, falið í sefinu á Nílárbökkum, þar ná- lægt, sem nú stendur Cairó. Var lífi hans bjargað firirguðdóm- legt tilstilli, og var hann svo alinn upp við hirð Faraós í þeim tilgangi að taka móti og færa í letur hina firstu guðdómlegu op- inberun, og gjörði hann það seinna í hinum firstu fimm til átta bókum ritningarinnar. Reindar er það satt, að þegar hann komst á fullorðins aldur, þá var hann í firstu vondur maður, mirti egifskan mann með köldu blóði, strauk á burtu og var í mörg ár flóttamaður frá réttlæti því, sem hann seinna skipaði öðrum að hlíða sem guðlegu boði. ’Hver sem úthellir inanns- ins blóði, hans blóði skal af manninum aftur úthelt verða'. En miskunsemi Guðs var svo mikil, að honum var létt um að firirgefa eitt mannsmorð. Brot þetta gleimdisfr einhvernveginn eða var firirgefið, og Móses tók á seinni árum til starfa þess, sem hann hafði verið frelsaður úr sefinu til að vinna. A seinni tímum hafa nokkrir efunarseggir verið svo djarfir að efast um sannleika sögu þessarar. En merkin sjást þar enn í dag. Eg hef sjálfur séð Nílána, og á bökkum hennar voru sefin. Já, sefin eru þar enn í dag. Hver sem efast um það getur séð þau á eiju einni nálægt Cairo og kostar það ekki nema tíu pjastra. Og auk þess eru síndar múmíur af ótal faraónum firir sama verð. En þegar menn nú vita þetta alt saman, og svo sjáif- sagða löngun konungsdóttur til að bjarga ungbarni frá dauða, hver getur þá framar efast um grundvallarsannindi hinnar hei- lögu trúar vorrar. En hafi Móses ekki verið bjargað þar úr sef- inu, þá er ’öll vor prédikun til einskis', og alt er tapað. Enn þá frekari staðfestingar á atburðum þeim, sem þessi hinn göfugi maður og aðrir hafa í letur fært í gamla testament- inu, eru sjáanlegar um alt hið firirheitna land. Til dæmis: eng- inn getur efast um að Israelsmenn bjuggu í Palestinu í marg- ar aldir. Og ef að Móses ekki leiddi þá þangað, hver gjörði það þá? Brottinn bauð Abraham að fórna þar ísak sini sínum á fjalli einu, og blessaður maðurinn ætlaði að fara að gjöra það,

x

Lísing

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lísing
https://timarit.is/publication/35

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.