Lísing - 01.12.1898, Qupperneq 6
22
en þá kom Guð almáttugur með hrút einn þangað til að fórnfæra
í stað hans, og festi hrútinn á hornunum í runna einum. Þessi
runnur er nú orðinn að ákaflega miklu tré, eitthvað þrjú þúsund
ára gömlu, og er það sínt firir dálitla þóknun á vissum stöðum f
Jerúsalem. Er auðvelt að fá vottorð um að tréð sé hið sama
sem hrúturinn var fastur í. En engir aðrir en vantrúarmenn
æskja þessa. Til sínis eru þar grafir þeirra beggja Davíðs og
Salómons. En ekki höfðum við tíma til að leita að gröfúm hinna
sjö hundruð eiginkvenna og þrjú hundruð hjákvenna hins síð-
arnefnda. Hefðum við þó vafalaust fengið að sjá þær, ef að við
hefðum þægt túlknum okkar eitthvað firir, því að hin heilaga
borg er bókstaflega umgirt af gröfum og legstöðum. Skamt
þar frá hefur hlotið að vera kvennabúrið, og þar hafa þær með
dillandi ástarrómi sungið hið dásamlega Lofkvæði Salómons,
sem heimurinn stendur undrandi ifir sem guðdómlegum inn-
blæstri Til allrar ógæfu sáum við ekki baðker Batsebu hinnar
fögru, konu TJria, sem hún í sakleisi var að baða sig í þegar Da-
víð, maðurinn eftir Guðs hjarta, sá hana og varð hugfanginn af
indisleik hennar. En vafalaust hefur þessi dírmæti menjagrip-
ur, eins og svo margir aðrir, verið fluttur til gripasafnsins í Vati-
caninu í Rómi. »
Þar er stitta ein skrautleg og fögur, er á að sína miðju jarð-
arinnar, og er hún sínd pílagrímum öllum. Er þar Adam graf-
inn undir. Og vissulega fer enginn að verða svo djarfur að
efast um það. Um gröf Evu spurðum við ekki. Sínt er þar,
hvar musteri Salómons var, þar sem tvö hundruð og sjötíu þús-
und páskalömb voru etin í einni máltíð. Nú er þar ekkert must-
eri, en lambaket alt er etið á gistihöllum. Svo lækkar vegur
hinna voldugu. Enn þá má þar sjá staðinn þar sem þeir Abra-
ham, Elías, Davíð og Salómon voru vanir að biðjast firir. Er
staður sá ágætlega valinn. Hægt er að sjá hvar Jeremias gróf
sáttmálsbókina. Síndur er mönnum staðurinn þar sem hásæti
Salómons stóð. Við komum einnig í hin feikna miklu hesthús
undir jörðunni sem höggin eru í klettinn. Er þar nóg rúm firir
heilan riddaraflokk, en það liggur í augum uppi, að ef að Saló-
mon fór á hverjum degi út að keira með konum sínum eins og
annar snirtimaður, þá hefur hann þurft^alt þetta rúm firir hesta
sína. Skamt í burtu í áttina til Bethlehem er fjallið Hóreb,
þar sem Guð talaði við Elía og hinn síðarnefndi lenti í æfintír-
unum öllum með englunum, og vindurinn, jarðskjálftinn, eldur-