Lísing - 01.12.1898, Síða 16

Lísing - 01.12.1898, Síða 16
32 yeit hver hefur skrifað hana) og ekki vita menn neitt um þessa bók flrri en hún kemur fram á leiksviðið 180—182 e, Kr. 7. Hinir guðspjallamennirnir vita ekkert um draum þenna. 8. Engin sönnun er til flrir því, að höfundur þessa hins firsta guðspjalls hafi persónulega þekt Jesúm. 9. Lúkas (I. 30.) segir að engillinn hafi komið til Maríu. 10. Er það þá ekkert annað en draumur. Hvílir þö hirn- iugarsteinn kristinnar kirkju á draumi. Sé draumur þessi burtu tekinn, hvaða grundvöll hefur þá kirkjan eftir að standa á? W. S. Bell. ----o----- SMÁVEGIS. Heiðinn Eskimói (skrælingi) sem mentast hafði ritar kunn- ingja sínum kristnum manni á þessa leið:— ’Þið kristnu mennirnir vitið að Guð er til sem alt hefur skapað og öllu heldur við, og þið vitið að þið verðið farsælir eða ófarsælir annars heims eftir því sem þið hegðið ikkur í þessu lífi, og þó lifið þið eins og þið hefðuð fengið guðlega skipun um að breita illa, eins og það væri heiðarlegt og elskulegt að sindga. En aftur á móti þekkja landar mínir hvorki Guð né djöfulinn. Þeir trúa hvorki á hegningu né laun í öðru lífi, en þó lifa þeir sómasamlega, þeir stela ekki, ræna ekki, mirða ekki, ljúga ekki. Þeir eru góðir hvor við annan, Þeir reinast vinir vina sinna. Þeir skifta matarforðanum á milli sín þegar þeir hafa einhverju að skifta. Það er enginn efi á að þetta sé satt, það ber öllum saman um þetta, sem nokkuð þekkja til skrælingja. En er það ekki und- arlegt að heiðingjarnir í mirkrinu, trúleisingjarnir á vítisbarm- inum skuli breita betur en blessaðir trúmennirnir, helgaðir í lambsblóðinu, þvegnir allir svo að þeir eru hvítir sem nífallinn snjór? Hvernig stendur á þessu? -o-

x

Lísing

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lísing
https://timarit.is/publication/35

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.