Kennarablaðið - 01.10.1899, Blaðsíða 8
8
hve vel kennarinn hefir útskýrt lexíuna og hve laginn hann er
á að koma börnunum í skilning um það, sem þau læra. Sum
börn fá hjálp heima, en sum ekki, og það gerir stóran mun,
sem ekki er réttlátt að tilreikna börnunum. fá má og taka
tillit til þess, að allir kennarar gefa ekki vitnisburði eftir sama
mælikvarða; sumir gefa ekki meira en dável fyrir þá frammi-
stöðu, sem aðrir mundu gefa ðgætl. fyrir.
Daglegir vitnisburðir eru ónákvæmur mœlikvarði fyrir fram-
f&rum nemendanna og ástundun þeirra heirna fyrir, og það af
hinum sömu ástæðum, sem síðast voru teknar fram. 'Vilji
kennarar samt sem áður nota þá þannig, geta þeir á hverjum
degi skrifað þá hjá sér, án þess að láta þá koma fyrir augu
barnanna eða aðstandenda þeirra.
Eru daglegir vitnisburðir uppeldisfræðislega skoðað heppi-
legir?
Daglegir vitnisburðir eru óheppilegir með tilliti til kenslunn-
ar. Fái einn af nemendunum ágætl. í einhverjum litlum hluta
lexíunnar, er hætt við, að kennarinn gangi út frá því og byggi
á því, að öll lexían hafi verið vel lærð; en það er ekki nærri
ætíð svo. Nemandinn hefir ef til vill að eins lesið þennan
sérstaka kafla, og það kannske af þeirri ástæðu, að hann bjóst
við að „koma upp“ í honum. Þess konar útreikning þekkja
víst flestir þeir, sem í skóla hafa verið. Annar annmarkinn
ér sá, að yfirheyrslan tekur of langan tíma, svo að útskýring-
arnar verða of litlar og ónákvæmar. Þetta er óumflýjanlegt
til þess að sem flestir geti fengið vitnisburð í hverri kenslu-
stund, og til þess að vitnisburðirnir geti verið nokkurn veginn
réttir. En yfirheyrslan er í raun réttri engin kensla, og má
því eigi leggja aðal-áherzluna á hana.
Daglegir vilnisburðir eru óheppilegir fyrir nemandann. Þeir
særa og deyfa réttlætistilfinningu hans, því að ávalt er við
því búið, að kennarinn verði meira eða minna óréttlátur í
dómi sínum, þótt honum sé það ósjálfrátt. Ennfremur freista
þeir nemandans til að færa sér í nyt óleyfileg meðöl, að fá
hjálp hjá sessunaut sínum eða af bókinni, ef að því verður