Kennarablaðið - 01.10.1899, Blaðsíða 11
11
er; það þarf ekki að fara mörgum orðum um orsakirnar; það
er nóg að nefna að eins strjálbygðina, fátæktina, áhugaleysið
og trúleysið -á það, að það só kostandi miklu upp á fræðslu
unglinganna fram yfir það, sem heimili og prestur leggja fram.
Þó er það engan veginn alstaðar fyrir áhugaleysi og
trúleysi, að eigi verða almenn not að umferðakennaranum,
heldur er það oft og viða strjálbygðinni og fátæktinni að kenna.
fetta tvent er örðugt að sigra til fulls, en eins tilflnnanlegur
hnekkir ætti ekki að verða að því eins og nú er, væri fyrir-
komulaginu á umferðakenslunni breytt nokkuð frá því, sem
nú er algengast.
í flestum hreppum landsins eru nú sjálfsagt kennarar,
í sumum einn, öðrum fleiri. En mikið mun vanta á, að
jafnan sé svo haganlega séð fyrir verkum handa þeim, sem
skyldi. Par mundi það nokkuð bæta úr skák, ef það gæti
orðið almenn venja, að hreppsbúar ræddu með sér á fundi
ár hvert, hvernig umferðakenslunni skyldi hagað í hreppnum
þann og þann veturinn. Þá ætti það að koma nokkurn veginn
í ljós, hverjir umferðakennara vildu hafa og hve lengi; sömu-
leiðis mundi það þá koma hér um bil fram, hve mörg börn í
hreppnum á námsskeiði mundu næsta vetur fara á mis við
reglulega fræðslu af kennara hálfu, og þá mundu þær sveitir,
sem áhugamiklar væru urn unglingafræðslu, leita ráða til að
þessi ungmenni yrðu sem allra fæst. Einhverjum þeirra mundi
unt að koma fyrir á heimilum, þar sem kennari væri ráðinn;
en þó mundu sjálfsagt fleiri eða færri verða eftir, sem ekki
þætti kostur á' að koma til kennara, og þá þyrfti að grípa til
nýrra ráða með þau. Þar er að vísu úr vöndu að ráða; þó
er ekki ólíklegt, að dálítil bót yrði að því að fá umferða-
kennarana til þess að fara eins konar húsvitjunarferðir um
þau heimili, þar sem eru börn, er eigi geta notið kenslu hans
um lengri tíma. Það mætti hugsa sér fyrirkomulagið þannig,
að hann byrjaði umferðakenslu sina með því að fa.ra um þá
bæi, þar sem eigi væri von um, að hann kendi börnunum af
um veturinn, og leiðbeindi foreldrunum og börnunum, gæfl
þeim foiskriftir í skrifbækurnar sínar o. s. frv, Slíkar leið-