Kennarablaðið - 01.10.1899, Blaðsíða 12
12
beiningar- og eftirlitsferðir ætti hann svo að fara fleiri eða
færri um kenslusvæðið á meðan á kenslutímanum stendur.
Tíminn, sem gengur til ferða þessara, ætti að vera reiknaður
með öðrum kenslutímum hans, þegar um styrkinn úr lands-
sjóði er að ræða. Vilja nú ekki umferðakennararnir sjálflr
taka hessi tvö atriði til íhugunar og umræðu í hinu nýstofn-
aða kennarablaði ?
Það má gera ráð fyrir að hvorttveggja þetta þekkist ein-
hversstaðar á landinu og að það hafl verið reynt; en þá er
fróðlegt að fá fregnir um, hvernig það heflr gefist, og það væri
æskilegt að enn fleiri umferðakennarar ættu kost á og vildu
reyna þetta húsvitjunarferðalag, en hingað til. Það þarf varia
að kvíða því, að prestarnir telji með því gripið fram fyrir
hendurnar á sér; þeir munu telja sig hafa ærið nóg að starfa
á húsvitjunarferðum sínum fyrir því.
A.—P.
^risfindómsfrœðalan.
Fyrirlestub, fluttur á aðalpundi hins íslenzka Kennarapélaos
3. júlí 1899.
Háttvirtu tilheyrendur!
Málefnið, sem hér er um að ræða, er eitt af hinum allra-
vandasömustu uppeldis- og kenslumálum, og hafa því skoðanir
manna á því jafnan verið mjög skiftar og eru það eigi sízt á
vorum dögum. Ágreiningsatriðin eru aðailega tvö. Hið fyrra
er þetta: Hvar eiga hörnin að njóta irúarbragðafrœðslunnar?
Þetta er eiginlega aðal-ágreiningsatriðið; en þar eð ég nú eink-
um ætla að tala um trúarbragðafræðsluna hér á landi, get ég
verið fáorður um þetta atriði.
Víða í öðrum löndum, þar sem ýmsum fjarskyldum trú-
arbragðaflokkum ægir saman, hafa menn hlotið að afnema
trúarbragðafræðsluna í hinum almennu barnaskólum, en veita
hana á öðrum sérstökum fræðslustofnunum, að svo miklu leyti
sena heirailin og viðkomandi prestar eigi annast um hana,