Kennarablaðið - 01.11.1899, Síða 1

Kennarablaðið - 01.11.1899, Síða 1
MÁNAÐARRIT UM UPPELDI OG KENSLUMÁL 1. ÁRG. NOVEMBER 1899. 2. BLAÐ. U(ncfir5Íaðaq. I. Það er alt.ítt, að börnum er hrósað fyrir gáfur og nám- fýsi, á meðan þau eru ung. Yér heyrum oft foreldra þeirra ]át,a mihið af því, hve einstaklega „skynug“ og „skýr“ þau séu, og að þau „drekki í sig“ alt, sem þau heyra. En þegár börn- in svo eiga að fara að læra, þá verður oft alt annað uppi á teningnum; þá reynast þau bæði löt og tornæm. Það má nú telja það víst, að foreldrunum hætti oft til að gera sér of háar vonir um börnin sín, og að þau stundum kunni að álita gáfur þeirra og skýrleika meiri en ástæða er til. Þó er þessu ekki nærri ætíð þannig varið. Hitt á sér þráfaldlega stað, að börn, sem virtust og voru vel gefin, fjörug, námfús og greind, áður en þau fóru að læra, verða brátt öll önnur börn, þegar námið byrjar; þau verða daufgerð, löt og blátt áfram heimsk. Menn hafa lengi tekið eftir þessu og leitað að orsökunum til þess, og nú þykir enginn vafl á því lengur, að aðalorsökin er skortur á sambandi milli heimilisfræðslunnar og byrjunar- fræðslunnar í skólunum. Áður en hið eiginlega nám byrjav, hvort sem það nú fer fram á heimilunum eða í skólum, hafa bömin þegar fengið nokkurn undirbúning í flestum þeim námsgreinum, sem kend- ar eru í barnaskólum. Þetta kann nú ýmsum að virðast undarleg staðhæfing, jafnvel fiarstæða, þvi að vitanlega koma mörg börn þannig undirbúin í skólann, að þau tæplega þekkja

x

Kennarablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.