Kennarablaðið - 01.11.1899, Side 2
18
stafina, og geta því ekki hafa lært neitt bólclegt. En þrátt
fyrir þetta hafa þau þó fengið undirbúning, að vísu mjög mis-
jafnan, en öll nokkurn og hann mjög mikilsverðan. í móður-
málinu hafa þau lært aðalundirstöðuna, það sem mest er
um vert, að ta^a. Það skal strax tekið fram, að í þessu efni
kemur skeytingarleysi og mentunarskortur heimilanna oft einna
sorglegast í ljós, því að mörg börn hafa lært svo illa að tala,
lært svo óhreint og bjagað mál, að næsta erfitt verður síðar
að venja þau á að tala rétt, og móðurmálskenslan, bæði lestur
og réttritun, verður fyrir þá sök margfalt örðugri. í reikningi
hafa einnig flest börn fengið meiri eða minni undirbúnings-
fræðslu á heimilunum. Þau hafa læ^'t að telja, í öllu falli til
10 eða 20, og þessar tölur hafa þau lært að setja í samband
við eitthvað sýnilegt og áþreifanlegt, fingur sína og tær, skelj-
arnar sínar, leggina sína o. s. frv. Það má jafnvel gera ráð
fyrir, að þau hafi hugmynd um að leggja saman og draga frá;
þegar börn leika sér, kemur það oft fyrir, að þau þuifa að
nota þessar reikningsaðferðir, og ber þá eigi á öðru en að þau
geti beitt þeim rótt; en síðar vill oft mikið á það bresta. Um
kristindóm er hið sama að segja. Börn, sem alast upp á góð-
um og kristilegum heimilum, hafa lært þar vers og bænir,
vita vanalega dálítið um hátíðirnar, hafa. flest komið í kirkju
og fengið einhverja hugmynd um aðalatriði guðsþjónustunnar
og aðrar helgar athafnir, sem þar fara fram. í landafræði
hafa þau sömuleiðis fengið undirbúning; flest þeirra þekkja átt-
irnar og vita deili á fjöllum, sléttum, hæðum, dölum, vötnum,
ám o. s. frv. ?á þekkja þau líka margt af því, er til nátt-
úrusögunnar heyrir, bæði dýr og jurtir. Nú eru þegar taldar
flestar þær námsgreinar, sem kendar eru í barnaskólum, og
mun enginn geta neitað því, að í öllum þessum greinum hafi
flest börn þegar á 5—6 ára aldrinum fengið talsverða þekk-
ingu.
Hór kemur nú tvent til greina, og þarf hvorttveggja vei
að athuga. Hið fyrra er það, að þessi undirbúningur só réttur,
og er það heimilanna að sjá um það. En hitt er, að menn
síðar færi sér þennan undirbúning réttilega í nyt, að kennarar